Níu þristar Magnúsar ekki nóg - Njarðvík vann Keflavík í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2011 21:07 Guðmundur Jónsson lék vel í kvöld. Njarðvík vann 104-102 sigur á nágrönnum sínum í Keflavík eftir framlengdan leik í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Magnús Þór Gunnarsson hjá Keflavík skoraði níu þriggja stiga körfur í leiknum á móti sínum gömlu félögum en það dugði ekki til og heimamenn unnu seiglusigur eftir að hafa verið undir stóran hluta leiksins. Giordan Watson, nýi bandaríski bakvörður Njarðvíkinga, skoraði 40 stig í sínum fyrsta leik með liðinu og var stigahæstur. Guðmundur Jónsson skoraði 24 stig. Magnús Þór Gunnarsson fór á kostum á móti sínum gömlu félögum og skoraði 30 stig en hann setti niður 9 af 14 þriggja stiga skotum sínum. Hörður Axel Vilghjálmsson var með 22 stig og Andrija Ciric skoraði 17 stig. Keflvíkingar byrjuðu leikinn mun betur, komust í 5-0 og 15-7 og voru 21-9 yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhlutanum. Guðmundur Jónsson fór þá í gang og skoraði þrjá þrista á stuttum tíma og Njarðvík var búið að minnka muninn í 21-23 áður en leikhlutinn var úti. Keflvík skoraði fimm fyrstu stig annars leikhluta og komst yfir í 28-21 en tveir þristar í röð frá nýja bandaríska bakverðinum, Giordan Watson, kom muninum niður í eitt stig. Leikurinn var síðan jafn fram að hálfleik þar sem liðin skiptust nokkrum sinnum á því að hafa forystu en staðan í hálfleik var 45-43 fyrir Keflavík. Magnús Þór Gunnarsson hóf seinni hálfleikinn á því að skora þrist og koma Keflavík í 48-43 en Njarðvíkingar komu strax til baka og jöfnuðu leikinn í 48-48. Liðin skiptustu síðan á því að hafa forystu í þriðja leikhlutanum en Keflavík var sterkari í lok hans og komst fimm stigum yfir, 75-70, fyrir lokaleikhlutann. Keflavík var skrefinu á undan í fjórða leikhluta en tókst þó aldrei að slíta sig almennilega frá Njarðvíkingum sem komu til baka í lokin og lokamínúturnar voru síðan æsispennandi. Magnús setti niður sinn sjöunda þrist og kom Keflavík í 88-82 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en Njarðvíkingar skoruðu í framhaldinu sjö stig í röð og komust yfir í 89-88. Áttundi þristur Magnúsar kom Keflavík í 91-89 en Watson jafnaði leikinn jafnharðan. Andrija Ciric skoraði úr tveimur vítum fyrir Keflavík og kom þeim yfir í 93-91 þegar 48 sekúndur voru eftir. Watson jafnaði aftur í 93-93 þegar 37 sekúndur voru eftir. Það urðu lokastigin í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Keflavík skoraði fimm fyrstu stig framlengingarinnar og komst í 98-93 en Njarðvík náði að jafna á ný í 99-99. Keflavík komst í 102-99 en Njarðvík skoraði fimm síðustu stig leiksins og tryggði sér mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Njarðvík-Keflavík 104-102 (21-23, 22-22, 27-30, 23-18, 11-9)Stig Njarðvíkur: Giordan Watson 40/4 fráköst/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 24/8 fráköst, Nenad Tomasevic 13, Jóhann Árni Ólafsson 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Páll Kristinsson 4, Rúnar Ingi Erlingsson 3, Egill Jónasson 2, Friðrik E. Stefánsson 2/12 fráköst.Stig Keflavíkur: Magnús Þór Gunnarsson 30, Hörður Axel Vilhjálmsson 22/7 fráköst/6 stoðsendingar, Andrija Ciric 17/7 fráköst, Thomas Sanders 15/11 fráköst/8 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 7/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 6/5 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 4, Halldór Örn Halldórsson 1. Dominos-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Njarðvík vann 104-102 sigur á nágrönnum sínum í Keflavík eftir framlengdan leik í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Magnús Þór Gunnarsson hjá Keflavík skoraði níu þriggja stiga körfur í leiknum á móti sínum gömlu félögum en það dugði ekki til og heimamenn unnu seiglusigur eftir að hafa verið undir stóran hluta leiksins. Giordan Watson, nýi bandaríski bakvörður Njarðvíkinga, skoraði 40 stig í sínum fyrsta leik með liðinu og var stigahæstur. Guðmundur Jónsson skoraði 24 stig. Magnús Þór Gunnarsson fór á kostum á móti sínum gömlu félögum og skoraði 30 stig en hann setti niður 9 af 14 þriggja stiga skotum sínum. Hörður Axel Vilghjálmsson var með 22 stig og Andrija Ciric skoraði 17 stig. Keflvíkingar byrjuðu leikinn mun betur, komust í 5-0 og 15-7 og voru 21-9 yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhlutanum. Guðmundur Jónsson fór þá í gang og skoraði þrjá þrista á stuttum tíma og Njarðvík var búið að minnka muninn í 21-23 áður en leikhlutinn var úti. Keflvík skoraði fimm fyrstu stig annars leikhluta og komst yfir í 28-21 en tveir þristar í röð frá nýja bandaríska bakverðinum, Giordan Watson, kom muninum niður í eitt stig. Leikurinn var síðan jafn fram að hálfleik þar sem liðin skiptust nokkrum sinnum á því að hafa forystu en staðan í hálfleik var 45-43 fyrir Keflavík. Magnús Þór Gunnarsson hóf seinni hálfleikinn á því að skora þrist og koma Keflavík í 48-43 en Njarðvíkingar komu strax til baka og jöfnuðu leikinn í 48-48. Liðin skiptustu síðan á því að hafa forystu í þriðja leikhlutanum en Keflavík var sterkari í lok hans og komst fimm stigum yfir, 75-70, fyrir lokaleikhlutann. Keflavík var skrefinu á undan í fjórða leikhluta en tókst þó aldrei að slíta sig almennilega frá Njarðvíkingum sem komu til baka í lokin og lokamínúturnar voru síðan æsispennandi. Magnús setti niður sinn sjöunda þrist og kom Keflavík í 88-82 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en Njarðvíkingar skoruðu í framhaldinu sjö stig í röð og komust yfir í 89-88. Áttundi þristur Magnúsar kom Keflavík í 91-89 en Watson jafnaði leikinn jafnharðan. Andrija Ciric skoraði úr tveimur vítum fyrir Keflavík og kom þeim yfir í 93-91 þegar 48 sekúndur voru eftir. Watson jafnaði aftur í 93-93 þegar 37 sekúndur voru eftir. Það urðu lokastigin í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Keflavík skoraði fimm fyrstu stig framlengingarinnar og komst í 98-93 en Njarðvík náði að jafna á ný í 99-99. Keflavík komst í 102-99 en Njarðvík skoraði fimm síðustu stig leiksins og tryggði sér mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Njarðvík-Keflavík 104-102 (21-23, 22-22, 27-30, 23-18, 11-9)Stig Njarðvíkur: Giordan Watson 40/4 fráköst/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 24/8 fráköst, Nenad Tomasevic 13, Jóhann Árni Ólafsson 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Páll Kristinsson 4, Rúnar Ingi Erlingsson 3, Egill Jónasson 2, Friðrik E. Stefánsson 2/12 fráköst.Stig Keflavíkur: Magnús Þór Gunnarsson 30, Hörður Axel Vilhjálmsson 22/7 fráköst/6 stoðsendingar, Andrija Ciric 17/7 fráköst, Thomas Sanders 15/11 fráköst/8 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 7/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 6/5 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 4, Halldór Örn Halldórsson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum