Buchheit um nýju samningana - myndband Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. febrúar 2011 15:41 Lee Buchheit sem var formaður nýju Icesave-samninganefndarinnar hélt fyrirlestur í Öskju, Háskóla Íslands, hinn 10. desember síðastliðinn, daginn eftir að samningarnir voru kynntir í Iðnó. Í fyrirlestrinum í Öskju fór hann ítarlega yfir nýju Icesave-samningana og kosti þeirra og galla. Sjá má samantekt um málið og fyrirlestur Buchheits í myndskeiði með fréttinni, en fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tók fyrirlesturinn upp í heild sinni. Buchheit sagði að allt benti til þess að eignir þrotabús Landsbankans myndu duga fyrir stærstum hluta samningsupphæðarinnar, ef ekki allri upphæðinni. Hins vegar væri ennþá ákveðin áhætta tengd gengi krónunnar. Ef gengi krónunnar myndi veikjast myndi mismunurinn á eignum búsins og kröfunum hugsanlega verða meiri. Talsverðar líkur væru á að eignirnar myndu duga fyrir allri upphæðinni og aðeins ef það yrði einhvers konar stórslys (e. catastrophic situation)vmyndi há fjárhæð lenda á íslenskum skattgreiðendum. Buchheit sagði að gengið væri út frá því að eignirnar myndu duga. Hins vegar hafi þurft að hafa ákvæði í samningnum sem tækju á því ef eignirnar dygðu ekki. Buchheit sagði varðandi vextina, sem eru 3,3 prósent á nýju samningunum, að samninganefndin hefði stillt málinu þannig upp að samningsaðilarnir allir, Ísland, Bretland og Holland bæru ábyrgð sameiginlega á málinu. Ekki væri hægt að ganga út frá því að um hefðbundna lánasamninga væri að ræða. Buccheit sagði að vextirnir á nýju samningunum væru eingöngu miðaðir út frá kostnaði ríkjanna við fjármögnun, engu öðru. Síðar á upptökunni má síðan heyra spurningar úr sal, en Buchheit svaraði spurningum um ýmis álitaefni frá fræðimönnum og öðrum gestum á fyrirlestrinum. Tekið skal fram að síðari hluti myndbandsins er á köflum hrár og óklipptur. thorbjorn@stod2.is Icesave Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Lee Buchheit sem var formaður nýju Icesave-samninganefndarinnar hélt fyrirlestur í Öskju, Háskóla Íslands, hinn 10. desember síðastliðinn, daginn eftir að samningarnir voru kynntir í Iðnó. Í fyrirlestrinum í Öskju fór hann ítarlega yfir nýju Icesave-samningana og kosti þeirra og galla. Sjá má samantekt um málið og fyrirlestur Buchheits í myndskeiði með fréttinni, en fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tók fyrirlesturinn upp í heild sinni. Buchheit sagði að allt benti til þess að eignir þrotabús Landsbankans myndu duga fyrir stærstum hluta samningsupphæðarinnar, ef ekki allri upphæðinni. Hins vegar væri ennþá ákveðin áhætta tengd gengi krónunnar. Ef gengi krónunnar myndi veikjast myndi mismunurinn á eignum búsins og kröfunum hugsanlega verða meiri. Talsverðar líkur væru á að eignirnar myndu duga fyrir allri upphæðinni og aðeins ef það yrði einhvers konar stórslys (e. catastrophic situation)vmyndi há fjárhæð lenda á íslenskum skattgreiðendum. Buchheit sagði að gengið væri út frá því að eignirnar myndu duga. Hins vegar hafi þurft að hafa ákvæði í samningnum sem tækju á því ef eignirnar dygðu ekki. Buchheit sagði varðandi vextina, sem eru 3,3 prósent á nýju samningunum, að samninganefndin hefði stillt málinu þannig upp að samningsaðilarnir allir, Ísland, Bretland og Holland bæru ábyrgð sameiginlega á málinu. Ekki væri hægt að ganga út frá því að um hefðbundna lánasamninga væri að ræða. Buccheit sagði að vextirnir á nýju samningunum væru eingöngu miðaðir út frá kostnaði ríkjanna við fjármögnun, engu öðru. Síðar á upptökunni má síðan heyra spurningar úr sal, en Buchheit svaraði spurningum um ýmis álitaefni frá fræðimönnum og öðrum gestum á fyrirlestrinum. Tekið skal fram að síðari hluti myndbandsins er á köflum hrár og óklipptur. thorbjorn@stod2.is
Icesave Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira