Tapist dómsmál gætum við verið gerð brottræk úr EES Heimir Már Pétursson. skrifar 21. febrúar 2011 18:48 Dómstólaleiðin ein stendur eftir ef þjóðin hafnar Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati fulltrúa stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands. Tapi Íslendingar málinu gæti það leitt til þrýstings á að Íslendingar verði gerðir brottrækir úr Evrópska efnahagssvæðinu. Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður var fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Ísland sem samdi um síðustu Icesavesamninga sem þjóðin mun greiða atkvæði um á næstu vikum. Hann segir himin og haf skilja þennan samning frá hinum fyrri og hann sé mun hagstæðari Íslendingum á allan hátt. Ef þjóðin felli samninginn sé dómstólaleiðin ein eftir. En Eftirlitsstofnun EFTA hefur þegar áminnt íslensk stjórnvöld og að samningi felldum færi málið til EFTA dómstólsins. Tapist það mál geti Bretar og Holendingar farið í skaðabótamál við íslenska ríkið, en líklegra sé að pólitískum þrýsingi vegna samstarfsins innan Evrópska efahagssvæðisins verði beitt. Nú er reiknað með að fjárskuldbinding Íslands gæti orðið allt að 47 milljarðar. En hún getur lækkað um tugi milljarða og jafnvel horfið ef gott verð fæst fyrir verðmætar eignir þrotabúsins eins og Iceland verslunarkeðjuna. Lárus segir miklar breytingar þurfa að verða á forsendum Icesavesamningsins til að hann leiði til stórfelldra fjárskuldbindinga fyrir íslenska ríkið, en sumir hafi nefnt þar allt að 200 milljarða. En þá þurfi gengið að falla um allt að 50 prósent og eignir þrotabúsins að rýrna mjög mikið. Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður var mjög andvígur fyrri Icesave samningum en fyrirvararar kenndir við hann eru innbyggðir í nýja samninginn. Hann sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ef Íslendingar töpuðu dómsmáli gætu þeir þurft að greiða margfalt það sem núverandi samningur feli í sér. Hann vilji því að samningurinn verði samþykktur. Icesave Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Dómstólaleiðin ein stendur eftir ef þjóðin hafnar Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati fulltrúa stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands. Tapi Íslendingar málinu gæti það leitt til þrýstings á að Íslendingar verði gerðir brottrækir úr Evrópska efnahagssvæðinu. Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður var fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Ísland sem samdi um síðustu Icesavesamninga sem þjóðin mun greiða atkvæði um á næstu vikum. Hann segir himin og haf skilja þennan samning frá hinum fyrri og hann sé mun hagstæðari Íslendingum á allan hátt. Ef þjóðin felli samninginn sé dómstólaleiðin ein eftir. En Eftirlitsstofnun EFTA hefur þegar áminnt íslensk stjórnvöld og að samningi felldum færi málið til EFTA dómstólsins. Tapist það mál geti Bretar og Holendingar farið í skaðabótamál við íslenska ríkið, en líklegra sé að pólitískum þrýsingi vegna samstarfsins innan Evrópska efahagssvæðisins verði beitt. Nú er reiknað með að fjárskuldbinding Íslands gæti orðið allt að 47 milljarðar. En hún getur lækkað um tugi milljarða og jafnvel horfið ef gott verð fæst fyrir verðmætar eignir þrotabúsins eins og Iceland verslunarkeðjuna. Lárus segir miklar breytingar þurfa að verða á forsendum Icesavesamningsins til að hann leiði til stórfelldra fjárskuldbindinga fyrir íslenska ríkið, en sumir hafi nefnt þar allt að 200 milljarða. En þá þurfi gengið að falla um allt að 50 prósent og eignir þrotabúsins að rýrna mjög mikið. Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður var mjög andvígur fyrri Icesave samningum en fyrirvararar kenndir við hann eru innbyggðir í nýja samninginn. Hann sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ef Íslendingar töpuðu dómsmáli gætu þeir þurft að greiða margfalt það sem núverandi samningur feli í sér. Hann vilji því að samningurinn verði samþykktur.
Icesave Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira