Styður samningana en segir misskilning í umræðunni um þá Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. febrúar 2011 17:15 Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður, (t.h) í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir," segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður um nýju Icesave-samningana sem hann sjálfur styður. Hann segir samt að ákveðins misskilnings hafi gætt í umræðunni um samningana. Ragnar segir að hann styðji nýju samningana m.a á þeirri forsendu að ef niðurstaða dómstóla yrði sú að íslenska ríkið hefði að einhverju leyti vanrækt skyldur sínar í sambandi við Tryggingarsjóð innistæðueigenda þannig að íslenska ríkið yrði að taka afleiðingunum af því og bera tjónið þá yrði það margfaldur skellur miðað við það sem samningar hafa nú tekist um. Hann segir aukna áhættu fólgna í málaferlum og segist því ætla að greiða atkvæði með nýju samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Misskilningur í umræðunni um nýju samningana Ragnar segir samt mikilvægt að leiðrétta ákveðinn misskilning sem hafi verið í umræðunni um nýju samningana, en hann lúti að ákvæði samninganna varðandi úthlutun upp í innistæðukröfur. „Í upphaflegum samningum við Breta og Hollendinga voru ákvæði þess efnis að íslenski tryggingarsjóðurinn skyldi í öllu tilliti hafa sömu stöðu við úthlutun úr búinu og hinir erlendu tryggingasjóðir, og ef niðurstaða íslenskra dómstóla yrði að íslenski sjóðurinn ætti að fá hærra hlutfall upp í sínar kröfur en hinir erlendu skyldi íslenski sjóðurinn „skila" hinum erlendu mismuninum þannig að allir fengju sama hlutfall þegar upp væri staðið. Ég lýsti þeirri skoðun í blaðagreinum sumarið 2009 að ég teldi þessi samningsákvæði fráleit og að þarna hefðu samningamenn Íslands gert mistök sem nauðsynlegt væri að fá leiðrétt," segir Ragnar. Hann segir ljóst að þetta hafi ekki verið alveg auðvelt því að upphaflegu samningsákvæðin hafi verið í samræmi við það sem fyrri íslenska samninganefndin taldi vera íslenskar réttarreglur á þessu sviði. „Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir. Í þeim samningi sem nú verða greidd atkvæði um eru skýr ákvæði um að niðurstöður íslenskra dómstóla um þessi álitaefni verða hin endanlega niðurstaða um þau, að því tilskildu að þær verði ekki andstæðar áliti frá EFTA-dómstólnum. Það er þess vegna ekki rétt sem heyrst hefur, að ákvæði um þetta sé ekki í nýjustu útgáfunni af Icesave-samningum," segir Ragnar. Hann segir að hann geti samt sætt sig við nýju samningana og muni styðja þá vegna hinna skýru ákvæða um að niðurstöður íslenskra dómstóla um þessi álitaefni verði hin endanlega niðurstaða um þau. Icesave Tengdar fréttir Ragnar Hall segir ekki skynsamlegt að taka áhættu með dómsmáli Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, sem var á móti eldri Icesave-samningum segir best að samþykkja þá samninga sem nú liggja fyrir. Niðurstaða dómsmáls um að íslenska ríkið hefði vanrækt skyldur sínar gæti falið í sér margfalt hærri upphæð en samningar hafa nú tekist um. 21. febrúar 2011 12:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
„Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir," segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður um nýju Icesave-samningana sem hann sjálfur styður. Hann segir samt að ákveðins misskilnings hafi gætt í umræðunni um samningana. Ragnar segir að hann styðji nýju samningana m.a á þeirri forsendu að ef niðurstaða dómstóla yrði sú að íslenska ríkið hefði að einhverju leyti vanrækt skyldur sínar í sambandi við Tryggingarsjóð innistæðueigenda þannig að íslenska ríkið yrði að taka afleiðingunum af því og bera tjónið þá yrði það margfaldur skellur miðað við það sem samningar hafa nú tekist um. Hann segir aukna áhættu fólgna í málaferlum og segist því ætla að greiða atkvæði með nýju samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Misskilningur í umræðunni um nýju samningana Ragnar segir samt mikilvægt að leiðrétta ákveðinn misskilning sem hafi verið í umræðunni um nýju samningana, en hann lúti að ákvæði samninganna varðandi úthlutun upp í innistæðukröfur. „Í upphaflegum samningum við Breta og Hollendinga voru ákvæði þess efnis að íslenski tryggingarsjóðurinn skyldi í öllu tilliti hafa sömu stöðu við úthlutun úr búinu og hinir erlendu tryggingasjóðir, og ef niðurstaða íslenskra dómstóla yrði að íslenski sjóðurinn ætti að fá hærra hlutfall upp í sínar kröfur en hinir erlendu skyldi íslenski sjóðurinn „skila" hinum erlendu mismuninum þannig að allir fengju sama hlutfall þegar upp væri staðið. Ég lýsti þeirri skoðun í blaðagreinum sumarið 2009 að ég teldi þessi samningsákvæði fráleit og að þarna hefðu samningamenn Íslands gert mistök sem nauðsynlegt væri að fá leiðrétt," segir Ragnar. Hann segir ljóst að þetta hafi ekki verið alveg auðvelt því að upphaflegu samningsákvæðin hafi verið í samræmi við það sem fyrri íslenska samninganefndin taldi vera íslenskar réttarreglur á þessu sviði. „Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir. Í þeim samningi sem nú verða greidd atkvæði um eru skýr ákvæði um að niðurstöður íslenskra dómstóla um þessi álitaefni verða hin endanlega niðurstaða um þau, að því tilskildu að þær verði ekki andstæðar áliti frá EFTA-dómstólnum. Það er þess vegna ekki rétt sem heyrst hefur, að ákvæði um þetta sé ekki í nýjustu útgáfunni af Icesave-samningum," segir Ragnar. Hann segir að hann geti samt sætt sig við nýju samningana og muni styðja þá vegna hinna skýru ákvæða um að niðurstöður íslenskra dómstóla um þessi álitaefni verði hin endanlega niðurstaða um þau.
Icesave Tengdar fréttir Ragnar Hall segir ekki skynsamlegt að taka áhættu með dómsmáli Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, sem var á móti eldri Icesave-samningum segir best að samþykkja þá samninga sem nú liggja fyrir. Niðurstaða dómsmáls um að íslenska ríkið hefði vanrækt skyldur sínar gæti falið í sér margfalt hærri upphæð en samningar hafa nú tekist um. 21. febrúar 2011 12:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Ragnar Hall segir ekki skynsamlegt að taka áhættu með dómsmáli Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, sem var á móti eldri Icesave-samningum segir best að samþykkja þá samninga sem nú liggja fyrir. Niðurstaða dómsmáls um að íslenska ríkið hefði vanrækt skyldur sínar gæti falið í sér margfalt hærri upphæð en samningar hafa nú tekist um. 21. febrúar 2011 12:00