Klien vonast eftir síðasta Formúlu 1 ökumannssætinu 7. mars 2011 17:09 Chrstian Klien um borð í bíl Hispania í fyrra. Mynd: Getty Images/Clive Mason Austurríkismaðurinn Christian Klien er að vonast eftir að komast að hjá Hispania Formúlu 1 liðinu spænska, sem á enn eftir að ráða einn ökumann til starfa. Indverjinn Narain Karthikeyan er þegar ökumaður liðsins. Klien sagði í frétt á autosport.com að umboðsmaður sinn, Roman Rummenigge sé í stöðugu sambandi við stjórnendur Hispania liðsins. "Það þarf ekki að fjölyrða um það að ég myndi elska að keyra fyrir HRT (Hispania Racing Team), sagði Klien í viðtali á vefsíðu sinni samkvæmt fréttinni á autosport.com. "Ég er sannfærður að liðið mun taka góðum framförum og koma einhverjum á óvart", bætti hann við og telur að starf Geoff Wills og Paul White, sem er aðalhönnuður liðsins komi liðinu til góða. Hispania liðið verður á æfingum á 2011 bílnum í Barcelona í vikunni, en liðið hefur ekki æft til þessa á æfingum með 2011 keppnisbílnum, heldur 2010 bílnum en Hispania liðið byrjaði í Formúlu 1 í fyrra. Klien ók hjá liðinu í fimm mótum 2010. "Allar æfingar voru á 2010 bílnum, sem ég keppti á í fimm mótum í fyrra. Ég vann mikið í að bæta uppsetningu bílsins. Undir lok tímabilsins höfðum við minnkað bilið í önnur lið, jafnvel þó engir nýir hlutir væru í bílnum." Hispania liðið prófaði þá Viantonio Liuzzi og Giorgio Mondini um borð í bíl sínum á dögunum og óljóst hvort liðið vill semja við annanhvorn þeirra, frekar en Klien. Í frétt autosport.com segir Klien það kaldhæðnislegt að 2005 var hann í samkeppni við Liuzzi um sæti hjá Red Bull. Þá var Klien meira um borð í Red Bull bílnum í keppni, en Liuzzi ók bílnum líka sama árið. En þó þeir séu í samkeppni um sætið hjá Hispania núna, þá eru þeir ágætis félagar og bera virðingu fyrir hvor öðrum að sögn Klien. Formúla Íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Austurríkismaðurinn Christian Klien er að vonast eftir að komast að hjá Hispania Formúlu 1 liðinu spænska, sem á enn eftir að ráða einn ökumann til starfa. Indverjinn Narain Karthikeyan er þegar ökumaður liðsins. Klien sagði í frétt á autosport.com að umboðsmaður sinn, Roman Rummenigge sé í stöðugu sambandi við stjórnendur Hispania liðsins. "Það þarf ekki að fjölyrða um það að ég myndi elska að keyra fyrir HRT (Hispania Racing Team), sagði Klien í viðtali á vefsíðu sinni samkvæmt fréttinni á autosport.com. "Ég er sannfærður að liðið mun taka góðum framförum og koma einhverjum á óvart", bætti hann við og telur að starf Geoff Wills og Paul White, sem er aðalhönnuður liðsins komi liðinu til góða. Hispania liðið verður á æfingum á 2011 bílnum í Barcelona í vikunni, en liðið hefur ekki æft til þessa á æfingum með 2011 keppnisbílnum, heldur 2010 bílnum en Hispania liðið byrjaði í Formúlu 1 í fyrra. Klien ók hjá liðinu í fimm mótum 2010. "Allar æfingar voru á 2010 bílnum, sem ég keppti á í fimm mótum í fyrra. Ég vann mikið í að bæta uppsetningu bílsins. Undir lok tímabilsins höfðum við minnkað bilið í önnur lið, jafnvel þó engir nýir hlutir væru í bílnum." Hispania liðið prófaði þá Viantonio Liuzzi og Giorgio Mondini um borð í bíl sínum á dögunum og óljóst hvort liðið vill semja við annanhvorn þeirra, frekar en Klien. Í frétt autosport.com segir Klien það kaldhæðnislegt að 2005 var hann í samkeppni við Liuzzi um sæti hjá Red Bull. Þá var Klien meira um borð í Red Bull bílnum í keppni, en Liuzzi ók bílnum líka sama árið. En þó þeir séu í samkeppni um sætið hjá Hispania núna, þá eru þeir ágætis félagar og bera virðingu fyrir hvor öðrum að sögn Klien.
Formúla Íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira