Íslenski boltinn

Valsmenn fagna Reykjvíkurmeistaratitlinum - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Atli Sveinn Þórarinsson lyftir bikarnum í kvöld.
Atli Sveinn Þórarinsson lyftir bikarnum í kvöld.
Valsmenn urðu í kvöld Reykjavíkurmeistarar í tuttugasta sinn í karlaflokki þegar þeir unnu 1-0 sigur á KR-ingum í úrslitaleik í Egilshöllinni.

Guðjón Pétur Lýðsson tryggði Valsliðinu sigurinn með stórglæsilegu marki beint úr aukspyrnu en markið kom á 59. mínútu leiksins.

Valsmenn hafa þar með unnið Reykjavíkurmeistaratitilinn 1932, 1934, 1938-1939, 1941-1943, 1945-1946, 1948, 1951-1953, 1963, 1968, 1979, 1984, 1987, 2005 og 2011.

Daníel Rúnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í kvöld og myndaði Valsmenn vinna fyrsta titil tímabilsins. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×