Breytingar til góðs í skólum borgarinnar Jón Gnarr skrifar 5. mars 2011 11:07 Það er mín einlæga skoðun að þær breytingar sem fyrirhugaðar eru í skóla- og frístundamálum Reykjavíkur séu af hinu góða. Niðurstaða samráðshóps um greiningu tækifæra til samreksturs skóla og frístundaheimila er tímamótavinna. Verkefni hópsins er hluti af hagræðingarvinnu borgaryfirvalda til framtíðar. Breytingarnar sem nú eru kynntar eru ekki tímabundnar skyndilausnir og reddingar, heldur uppbyggilegar breytingar, hugsaðar til þess að tryggja góða menntun reykvískra barna um alla framtíð. Hópurinn horfði á heildarþjónustu við börn og unglinga, óháð stofnunum og sviðum. Það er hagur barnanna sem hafður er að leiðarljósi. Við erum að reyna að spara en um leið að standa vörð um starfið með börnunum. Þess vegna erum við að reyna að nýta húsnæði betur, ekki síst fyrir þessi fjölmörgu leikskólabörn sem við þurfum pláss fyrir næsta haust. Með því að endurskipuleggja frístundaheimilin og skólahúsnæðið þá eigum við leikskólapláss fyrir á fjórða hundrað börn sem væntanleg eru í leikskólana í lok sumars. Með breytingu á skipulagi skólastarfs getum við líka slegið á frest nýbyggingum upp á rúma tvo milljarða á næstu fjórum árum. Við eigum mjög gott skólakerfi og mikil verðmæti í faglegu starfi. Húsnæði er annað. Segjum sem svo að það væri ekkert skólakerfi í Reykjavík og að við fengjum það verkefni að byggja það algjörlega upp frá grunni. Myndum við þá byggja 40 skóla og 100 leikskóla? Ég held ekki. Við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti. Það erum við að gera. Við erum líka að skoða yfirstjórn borgarinnar og munum sameina svið, skrifstofur og deildir. Næsta haust er von á stærsta árgangi Íslandssögunnar í leikskóla borgarinnar. Venjulega fáum við 1.500 ný börn í leikskólana á haustin en nú verða þau nítján hundruð. Samnýting húsnæðis leikskóla og grunnskóla skapar mörg tækifæri til þróunar á samfellu skólastiganna, svo ekki sé minnst á samspil við frístundastarf. Í þess konar samstarfi gætu ólíkar fagstéttir, leikskólakennarar og frístundafræðingar skipulagt saman skóladag yngstu barnanna. Einnig skiptir gríðarlegu máli að langflest börn halda áfram í sínum leik- og grunnskóla og ættu ekki að verða vör við neinar breytingar. Ég hef sjálfur reynslu af sameiningu leikskóla sonar míns, Tjarnaborgar og Öldukots. Faglegt starf á leikskólanum er jafngott og áður. Foreldrar eru ánægðir. Ég ber sama traust til starfsfólks og ég gerði fyrir sameininguna og sonur minn er jafnánægður með leikskólann sinn. Ég hvet alla sem áhuga hafa á menntamálum til að kynna sér skýrslu starfshópsins. Hana er að finna ásamt öllum nánari upplýsingum á sérstökum vef menntasviðs: www.rvk.is/skoliogfristund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Þjóð að tala við sjálfa sig Fastir pennar Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Það er mín einlæga skoðun að þær breytingar sem fyrirhugaðar eru í skóla- og frístundamálum Reykjavíkur séu af hinu góða. Niðurstaða samráðshóps um greiningu tækifæra til samreksturs skóla og frístundaheimila er tímamótavinna. Verkefni hópsins er hluti af hagræðingarvinnu borgaryfirvalda til framtíðar. Breytingarnar sem nú eru kynntar eru ekki tímabundnar skyndilausnir og reddingar, heldur uppbyggilegar breytingar, hugsaðar til þess að tryggja góða menntun reykvískra barna um alla framtíð. Hópurinn horfði á heildarþjónustu við börn og unglinga, óháð stofnunum og sviðum. Það er hagur barnanna sem hafður er að leiðarljósi. Við erum að reyna að spara en um leið að standa vörð um starfið með börnunum. Þess vegna erum við að reyna að nýta húsnæði betur, ekki síst fyrir þessi fjölmörgu leikskólabörn sem við þurfum pláss fyrir næsta haust. Með því að endurskipuleggja frístundaheimilin og skólahúsnæðið þá eigum við leikskólapláss fyrir á fjórða hundrað börn sem væntanleg eru í leikskólana í lok sumars. Með breytingu á skipulagi skólastarfs getum við líka slegið á frest nýbyggingum upp á rúma tvo milljarða á næstu fjórum árum. Við eigum mjög gott skólakerfi og mikil verðmæti í faglegu starfi. Húsnæði er annað. Segjum sem svo að það væri ekkert skólakerfi í Reykjavík og að við fengjum það verkefni að byggja það algjörlega upp frá grunni. Myndum við þá byggja 40 skóla og 100 leikskóla? Ég held ekki. Við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti. Það erum við að gera. Við erum líka að skoða yfirstjórn borgarinnar og munum sameina svið, skrifstofur og deildir. Næsta haust er von á stærsta árgangi Íslandssögunnar í leikskóla borgarinnar. Venjulega fáum við 1.500 ný börn í leikskólana á haustin en nú verða þau nítján hundruð. Samnýting húsnæðis leikskóla og grunnskóla skapar mörg tækifæri til þróunar á samfellu skólastiganna, svo ekki sé minnst á samspil við frístundastarf. Í þess konar samstarfi gætu ólíkar fagstéttir, leikskólakennarar og frístundafræðingar skipulagt saman skóladag yngstu barnanna. Einnig skiptir gríðarlegu máli að langflest börn halda áfram í sínum leik- og grunnskóla og ættu ekki að verða vör við neinar breytingar. Ég hef sjálfur reynslu af sameiningu leikskóla sonar míns, Tjarnaborgar og Öldukots. Faglegt starf á leikskólanum er jafngott og áður. Foreldrar eru ánægðir. Ég ber sama traust til starfsfólks og ég gerði fyrir sameininguna og sonur minn er jafnánægður með leikskólann sinn. Ég hvet alla sem áhuga hafa á menntamálum til að kynna sér skýrslu starfshópsins. Hana er að finna ásamt öllum nánari upplýsingum á sérstökum vef menntasviðs: www.rvk.is/skoliogfristund
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun