Sigurður Ragnar: Getum unnið öll lið á góðum degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. mars 2011 18:26 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari. Sigurður Ragnar Eyjólfsson var vitanlega hæstánægður með sína leikmenn eftir 2-1 sigur Íslands á Kína á Algarve Cup-mótinu í dag. Sigurinn þýðir að Íslandi dugir jafntefli gegn Dönum í lokaleik sínum í B-riðli til að tryggja sér efsta sæti riðilsins og þar með að spila til úrslita á mótinu. Ísland er með fullt hús stiga í B-riðli eftir tvo leiki en liðið vann 2-1 sigur gegn Svíþjóð á miðvikudaginn. Þá, rétt eins og í dag, lenti Ísland undir í leiknum. „Þetta var að mörgu leyti mjög svipaður leikur og á móti Svíþjóð. Við lentum undir en komum til baka og sýndum karakter. Við spiluðum taktískt mjög vel og sýndum frábæra baráttu. Margrét Lára skoraði svo frábært sigurmark og kláraði leikinn fyrir okkur," sagði Sigurður Ragnar en Margrét Lára skoraði bæði mörk Íslands í dag. „En það lá töluvert á okkur líka án þess þó að Kínverjar næðu að skapa sér mörg færi. Við vorum að spila mjög góða vörn. Að vísu fengum við svo þrjú dauðafæri til viðbótar við mörkin sem við hefðum getað nýtt. En ég er samt mjög ánægður með sigurinn og leikinn í heild sinni." Ísland hefur í báðum leikjunum fengið mark á sig frekar snemma en svo haldið andstæðingnum í góðri fjarlægð eftir það. „Við höfum í báðum leikjunum lagt upp með að falla til baka eftir við komumst yfir að falla til baka og æfa okkur í því að halda forystu. Þá þurfa hin liðin að opna sig við fáum þá tækifæri til að sækja hratt á þau. Þegar við erum með svo marga leikmenn á bak við boltann þá er mjög erfitt að skora gegn okkur enda sköpuðu Kínverjar sér fá færi í seinni hálfleik." „Það er engin spurning að við erum með sterkt lið og sýndum í dag að sigurinn á Svíþjóð var engin tilviljun. Við erum með leikmenn sem leggja sig alla fram og eru einfaldlega virkilega góðir í fótbolta." Þetta var í þriðja sinn sem að Ísland mætir Kínverjum en stelpurnar unnu frægan 4-1 sigur á þeim á þessu móti fyrir fjórum árum síðan. Liðin mættust svo aftur árið 2009 en þá vann Kína 2-1 sigur. Sigurður Ragnar sagði að leikmenn vildu hefna fyrir það tap í dag. „Við vildum vinna þær. Okkur fannst við tapa ósanngjarnt fyrir þeim síðast og því mjög sterkt að hafa unnið þennan leik í dag." Sigurður Ragnar segir að þessi góða gengi hafi ekki endilega komið sér á óvart. „Við vitum að á góðum degi getum við unnið hvaða lið sem er í heiminum. Það er þó mjög sterkt að hafa átt tvo svona góða leiki í röð, sérstaklega þar sem að við lentum undir í þeim báðum en náðum að koma til baka og vinna þá. Það sýnir mikinn styrk og að það sé engin uppgjöf í liðinu." „Vonandi höldum við uppteknum hætti en við eigum hörkuleik gegn Dönum á mánudaginn. Við finnum að við erum að verða betri og að nálgast bestu liðin." Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslandi dugar jafntefli gegn Dönum Svíar unnu í dag 3-1 sigur á Dönum á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Þar með er ljóst að íslenska landsliðinu mun duga jafntefli gegn Dönum í lokaumferð B-riðils á mánudaginn til að komast í sjálfan úrslitaleik mótsins. 4. mars 2011 18:15 Margrét Lára með tvö mörk í glæsilegum sigri á Kína Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið sem vann 2-1 sigur á Kína í öðrum leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Líkt og í sigrinum á Svíum á miðvikudaginn þá lenti íslenska liðið undir en kom til baka og tryggði sér frábæran sigur. 4. mars 2011 16:49 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Fleiri fréttir Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson var vitanlega hæstánægður með sína leikmenn eftir 2-1 sigur Íslands á Kína á Algarve Cup-mótinu í dag. Sigurinn þýðir að Íslandi dugir jafntefli gegn Dönum í lokaleik sínum í B-riðli til að tryggja sér efsta sæti riðilsins og þar með að spila til úrslita á mótinu. Ísland er með fullt hús stiga í B-riðli eftir tvo leiki en liðið vann 2-1 sigur gegn Svíþjóð á miðvikudaginn. Þá, rétt eins og í dag, lenti Ísland undir í leiknum. „Þetta var að mörgu leyti mjög svipaður leikur og á móti Svíþjóð. Við lentum undir en komum til baka og sýndum karakter. Við spiluðum taktískt mjög vel og sýndum frábæra baráttu. Margrét Lára skoraði svo frábært sigurmark og kláraði leikinn fyrir okkur," sagði Sigurður Ragnar en Margrét Lára skoraði bæði mörk Íslands í dag. „En það lá töluvert á okkur líka án þess þó að Kínverjar næðu að skapa sér mörg færi. Við vorum að spila mjög góða vörn. Að vísu fengum við svo þrjú dauðafæri til viðbótar við mörkin sem við hefðum getað nýtt. En ég er samt mjög ánægður með sigurinn og leikinn í heild sinni." Ísland hefur í báðum leikjunum fengið mark á sig frekar snemma en svo haldið andstæðingnum í góðri fjarlægð eftir það. „Við höfum í báðum leikjunum lagt upp með að falla til baka eftir við komumst yfir að falla til baka og æfa okkur í því að halda forystu. Þá þurfa hin liðin að opna sig við fáum þá tækifæri til að sækja hratt á þau. Þegar við erum með svo marga leikmenn á bak við boltann þá er mjög erfitt að skora gegn okkur enda sköpuðu Kínverjar sér fá færi í seinni hálfleik." „Það er engin spurning að við erum með sterkt lið og sýndum í dag að sigurinn á Svíþjóð var engin tilviljun. Við erum með leikmenn sem leggja sig alla fram og eru einfaldlega virkilega góðir í fótbolta." Þetta var í þriðja sinn sem að Ísland mætir Kínverjum en stelpurnar unnu frægan 4-1 sigur á þeim á þessu móti fyrir fjórum árum síðan. Liðin mættust svo aftur árið 2009 en þá vann Kína 2-1 sigur. Sigurður Ragnar sagði að leikmenn vildu hefna fyrir það tap í dag. „Við vildum vinna þær. Okkur fannst við tapa ósanngjarnt fyrir þeim síðast og því mjög sterkt að hafa unnið þennan leik í dag." Sigurður Ragnar segir að þessi góða gengi hafi ekki endilega komið sér á óvart. „Við vitum að á góðum degi getum við unnið hvaða lið sem er í heiminum. Það er þó mjög sterkt að hafa átt tvo svona góða leiki í röð, sérstaklega þar sem að við lentum undir í þeim báðum en náðum að koma til baka og vinna þá. Það sýnir mikinn styrk og að það sé engin uppgjöf í liðinu." „Vonandi höldum við uppteknum hætti en við eigum hörkuleik gegn Dönum á mánudaginn. Við finnum að við erum að verða betri og að nálgast bestu liðin."
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslandi dugar jafntefli gegn Dönum Svíar unnu í dag 3-1 sigur á Dönum á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Þar með er ljóst að íslenska landsliðinu mun duga jafntefli gegn Dönum í lokaumferð B-riðils á mánudaginn til að komast í sjálfan úrslitaleik mótsins. 4. mars 2011 18:15 Margrét Lára með tvö mörk í glæsilegum sigri á Kína Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið sem vann 2-1 sigur á Kína í öðrum leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Líkt og í sigrinum á Svíum á miðvikudaginn þá lenti íslenska liðið undir en kom til baka og tryggði sér frábæran sigur. 4. mars 2011 16:49 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Fleiri fréttir Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Sjá meira
Íslandi dugar jafntefli gegn Dönum Svíar unnu í dag 3-1 sigur á Dönum á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Þar með er ljóst að íslenska landsliðinu mun duga jafntefli gegn Dönum í lokaumferð B-riðils á mánudaginn til að komast í sjálfan úrslitaleik mótsins. 4. mars 2011 18:15
Margrét Lára með tvö mörk í glæsilegum sigri á Kína Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið sem vann 2-1 sigur á Kína í öðrum leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Líkt og í sigrinum á Svíum á miðvikudaginn þá lenti íslenska liðið undir en kom til baka og tryggði sér frábæran sigur. 4. mars 2011 16:49