Sigurður Ragnar: Getum unnið öll lið á góðum degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. mars 2011 18:26 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari. Sigurður Ragnar Eyjólfsson var vitanlega hæstánægður með sína leikmenn eftir 2-1 sigur Íslands á Kína á Algarve Cup-mótinu í dag. Sigurinn þýðir að Íslandi dugir jafntefli gegn Dönum í lokaleik sínum í B-riðli til að tryggja sér efsta sæti riðilsins og þar með að spila til úrslita á mótinu. Ísland er með fullt hús stiga í B-riðli eftir tvo leiki en liðið vann 2-1 sigur gegn Svíþjóð á miðvikudaginn. Þá, rétt eins og í dag, lenti Ísland undir í leiknum. „Þetta var að mörgu leyti mjög svipaður leikur og á móti Svíþjóð. Við lentum undir en komum til baka og sýndum karakter. Við spiluðum taktískt mjög vel og sýndum frábæra baráttu. Margrét Lára skoraði svo frábært sigurmark og kláraði leikinn fyrir okkur," sagði Sigurður Ragnar en Margrét Lára skoraði bæði mörk Íslands í dag. „En það lá töluvert á okkur líka án þess þó að Kínverjar næðu að skapa sér mörg færi. Við vorum að spila mjög góða vörn. Að vísu fengum við svo þrjú dauðafæri til viðbótar við mörkin sem við hefðum getað nýtt. En ég er samt mjög ánægður með sigurinn og leikinn í heild sinni." Ísland hefur í báðum leikjunum fengið mark á sig frekar snemma en svo haldið andstæðingnum í góðri fjarlægð eftir það. „Við höfum í báðum leikjunum lagt upp með að falla til baka eftir við komumst yfir að falla til baka og æfa okkur í því að halda forystu. Þá þurfa hin liðin að opna sig við fáum þá tækifæri til að sækja hratt á þau. Þegar við erum með svo marga leikmenn á bak við boltann þá er mjög erfitt að skora gegn okkur enda sköpuðu Kínverjar sér fá færi í seinni hálfleik." „Það er engin spurning að við erum með sterkt lið og sýndum í dag að sigurinn á Svíþjóð var engin tilviljun. Við erum með leikmenn sem leggja sig alla fram og eru einfaldlega virkilega góðir í fótbolta." Þetta var í þriðja sinn sem að Ísland mætir Kínverjum en stelpurnar unnu frægan 4-1 sigur á þeim á þessu móti fyrir fjórum árum síðan. Liðin mættust svo aftur árið 2009 en þá vann Kína 2-1 sigur. Sigurður Ragnar sagði að leikmenn vildu hefna fyrir það tap í dag. „Við vildum vinna þær. Okkur fannst við tapa ósanngjarnt fyrir þeim síðast og því mjög sterkt að hafa unnið þennan leik í dag." Sigurður Ragnar segir að þessi góða gengi hafi ekki endilega komið sér á óvart. „Við vitum að á góðum degi getum við unnið hvaða lið sem er í heiminum. Það er þó mjög sterkt að hafa átt tvo svona góða leiki í röð, sérstaklega þar sem að við lentum undir í þeim báðum en náðum að koma til baka og vinna þá. Það sýnir mikinn styrk og að það sé engin uppgjöf í liðinu." „Vonandi höldum við uppteknum hætti en við eigum hörkuleik gegn Dönum á mánudaginn. Við finnum að við erum að verða betri og að nálgast bestu liðin." Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslandi dugar jafntefli gegn Dönum Svíar unnu í dag 3-1 sigur á Dönum á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Þar með er ljóst að íslenska landsliðinu mun duga jafntefli gegn Dönum í lokaumferð B-riðils á mánudaginn til að komast í sjálfan úrslitaleik mótsins. 4. mars 2011 18:15 Margrét Lára með tvö mörk í glæsilegum sigri á Kína Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið sem vann 2-1 sigur á Kína í öðrum leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Líkt og í sigrinum á Svíum á miðvikudaginn þá lenti íslenska liðið undir en kom til baka og tryggði sér frábæran sigur. 4. mars 2011 16:49 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson var vitanlega hæstánægður með sína leikmenn eftir 2-1 sigur Íslands á Kína á Algarve Cup-mótinu í dag. Sigurinn þýðir að Íslandi dugir jafntefli gegn Dönum í lokaleik sínum í B-riðli til að tryggja sér efsta sæti riðilsins og þar með að spila til úrslita á mótinu. Ísland er með fullt hús stiga í B-riðli eftir tvo leiki en liðið vann 2-1 sigur gegn Svíþjóð á miðvikudaginn. Þá, rétt eins og í dag, lenti Ísland undir í leiknum. „Þetta var að mörgu leyti mjög svipaður leikur og á móti Svíþjóð. Við lentum undir en komum til baka og sýndum karakter. Við spiluðum taktískt mjög vel og sýndum frábæra baráttu. Margrét Lára skoraði svo frábært sigurmark og kláraði leikinn fyrir okkur," sagði Sigurður Ragnar en Margrét Lára skoraði bæði mörk Íslands í dag. „En það lá töluvert á okkur líka án þess þó að Kínverjar næðu að skapa sér mörg færi. Við vorum að spila mjög góða vörn. Að vísu fengum við svo þrjú dauðafæri til viðbótar við mörkin sem við hefðum getað nýtt. En ég er samt mjög ánægður með sigurinn og leikinn í heild sinni." Ísland hefur í báðum leikjunum fengið mark á sig frekar snemma en svo haldið andstæðingnum í góðri fjarlægð eftir það. „Við höfum í báðum leikjunum lagt upp með að falla til baka eftir við komumst yfir að falla til baka og æfa okkur í því að halda forystu. Þá þurfa hin liðin að opna sig við fáum þá tækifæri til að sækja hratt á þau. Þegar við erum með svo marga leikmenn á bak við boltann þá er mjög erfitt að skora gegn okkur enda sköpuðu Kínverjar sér fá færi í seinni hálfleik." „Það er engin spurning að við erum með sterkt lið og sýndum í dag að sigurinn á Svíþjóð var engin tilviljun. Við erum með leikmenn sem leggja sig alla fram og eru einfaldlega virkilega góðir í fótbolta." Þetta var í þriðja sinn sem að Ísland mætir Kínverjum en stelpurnar unnu frægan 4-1 sigur á þeim á þessu móti fyrir fjórum árum síðan. Liðin mættust svo aftur árið 2009 en þá vann Kína 2-1 sigur. Sigurður Ragnar sagði að leikmenn vildu hefna fyrir það tap í dag. „Við vildum vinna þær. Okkur fannst við tapa ósanngjarnt fyrir þeim síðast og því mjög sterkt að hafa unnið þennan leik í dag." Sigurður Ragnar segir að þessi góða gengi hafi ekki endilega komið sér á óvart. „Við vitum að á góðum degi getum við unnið hvaða lið sem er í heiminum. Það er þó mjög sterkt að hafa átt tvo svona góða leiki í röð, sérstaklega þar sem að við lentum undir í þeim báðum en náðum að koma til baka og vinna þá. Það sýnir mikinn styrk og að það sé engin uppgjöf í liðinu." „Vonandi höldum við uppteknum hætti en við eigum hörkuleik gegn Dönum á mánudaginn. Við finnum að við erum að verða betri og að nálgast bestu liðin."
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslandi dugar jafntefli gegn Dönum Svíar unnu í dag 3-1 sigur á Dönum á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Þar með er ljóst að íslenska landsliðinu mun duga jafntefli gegn Dönum í lokaumferð B-riðils á mánudaginn til að komast í sjálfan úrslitaleik mótsins. 4. mars 2011 18:15 Margrét Lára með tvö mörk í glæsilegum sigri á Kína Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið sem vann 2-1 sigur á Kína í öðrum leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Líkt og í sigrinum á Svíum á miðvikudaginn þá lenti íslenska liðið undir en kom til baka og tryggði sér frábæran sigur. 4. mars 2011 16:49 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Íslandi dugar jafntefli gegn Dönum Svíar unnu í dag 3-1 sigur á Dönum á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Þar með er ljóst að íslenska landsliðinu mun duga jafntefli gegn Dönum í lokaumferð B-riðils á mánudaginn til að komast í sjálfan úrslitaleik mótsins. 4. mars 2011 18:15
Margrét Lára með tvö mörk í glæsilegum sigri á Kína Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið sem vann 2-1 sigur á Kína í öðrum leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Líkt og í sigrinum á Svíum á miðvikudaginn þá lenti íslenska liðið undir en kom til baka og tryggði sér frábæran sigur. 4. mars 2011 16:49