Umfjöllun: Soskic tryggði Grindavík sigur á KR Henry Birgir Gunnarsson í DHL-höllinni skrifar 3. mars 2011 21:00 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli Grindvíkingar hefndu í kvöld fyrir tapið í úrslitum bikarkeppninnar er þeir fóru í Vesturbæinn og lögðu KR með einu stigi, 104-105. KR-ingar byrjuðu leikinn mun betur. Spiluðu sterka vörn og keyrðu svo hratt á Grindvíkingana. Það skilaði þeim fljótlega ellefu stiga forskot, 20-9. Grindvíkingar eru aftur á móti ólseigir. Þeir neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn í sjö stig áður en fyrsti leikhluti var allur, 29-22. KR-ingar voru áfram skrefi á undan þökk sé fínum leik Marcus Walker, Brynjars Þórs og Pavels. Hinum megin var Ryan "Albatross" Pettinella afar drjúgur undir körfunni og Grindvíkingar söxuðu á forskot KR. Litlu breytti að Nick Bradford væri ekki að finna sig og munurinn aðeins þrjú stig í leikhléi, 46-43 Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, var veikur og gat hvorki spilað né stýrt sínu liði í kvöld. Aðstoðarmaður hans, Guðmundur Bragason, hafði ákaflega lítið að segja við sína menn í leikhléi en þeir voru komnir aftur út á gólf tveim mínútum eftir að blásið var til leikhlés. Ræðurnar þurfa greinilega ekki alltaf að vera langar því Grindjánar mættu geysilega beittir til síðari hálfleiks og náðu að komast yfir, 59-61. Páll Axel að spila mjög vel á meðan KR-ingar voru að taka illa ígrunduð skot hvað eftir annað. Grindavík leiddi því þegar einn leikhluti var eftir. Staðan 73-77. Grindvíkingar héldu áfram að vera grimmir í lokaleikhlutanum. Ólafur Ólafsson fór mikinn á meðan nafni hans Ægisson hélt KR inn í leiknum með mögnuðum körfum. Baráttan á lokamínútunum var rosaleg en þá skiptust liðin á að hafa forystuna. Ryan Pettinella kom Grindavík í 102-103 þegar innan við mínúta var eftir. Brynjar Þór, sem hafði komið inn fyrir sjóðheitan Ólaf Ægisson, klikkaði í kjölfarið og Grindjánar með pálmann í höndunum. Jón Orri braut á Pettinella þegar 23 sekúndur voru eftir. Hann klúðraði báðum og KR komst í sókn. Marcus Walker skoraði pressukörfu þegar sex sekúndur voru eftir, 104-103 fyrir KR og Grindavík tók leikhlé. Mladen Soskic keyrði að körfunni og skoraði af miklu harðfylgi. Tíminn of lítill fyrir KR og Grindavík fagnaði sigri.KR - Grindavík 104-105 (46-43)KR: Marcus Walker 31/6 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 18, Brynjar Þór Björnsson 14, Ólafur Már Ægisson 14, Pavel Ermolinskij 9/6 fráköst/10 stoðsendingar/5 stolnir, Finnur Atli Magnússon 7, Jón Orri Kristjánsson 6, Skarphéðinn Freyr Ingason 4, Páll Fannar Helgason 1.Grindavík: Ryan Pettinella 26/11 fráköst, Ólafur Ólafsson 25/6 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Páll Axel Vilbergsson 19, Mladen Soskic 17/8 fráköst, Nick Bradford 8/7 fráköst/8 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 6, Ómar Örn Sævarsson 4/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Ægisson: Ekki hægt að þagga niður í Bradford Ólafur Már Ægisson átti frábæra innkomu í lið KR í fjórða leikhluta gegn Grindavík í kvöld. Skoraði hverja glæsikörfuna á fætur annarri en það dugði ekki til. 3. mars 2011 21:45 Höllin hans Nicks fyrir tveimur árum Það verður stórleikur í DHL-höllinni í kvöld þegar KR tekur á móti Grindavík í Iceland Express-deild karla. 3. mars 2011 06:00 Ólafur Ólafs: Bradford er alveg ótrúlegur Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson átti magnaðan leik í kvöld þegar Grindavík varð fyrst allra liða til þess að leggja KR í Vesturbænum í vetur. 3. mars 2011 21:59 Myndasyrpa úr leik KR og Grindavíkur Grindavík vann í gær nauman eins stigs sigur á KR í Iceland Express-deild karla. Þar með náðu Grindvíkingar að hefna fyrir tapið í bikarúrslitunum. 4. mars 2011 08:30 Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Sjá meira
Grindvíkingar hefndu í kvöld fyrir tapið í úrslitum bikarkeppninnar er þeir fóru í Vesturbæinn og lögðu KR með einu stigi, 104-105. KR-ingar byrjuðu leikinn mun betur. Spiluðu sterka vörn og keyrðu svo hratt á Grindvíkingana. Það skilaði þeim fljótlega ellefu stiga forskot, 20-9. Grindvíkingar eru aftur á móti ólseigir. Þeir neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn í sjö stig áður en fyrsti leikhluti var allur, 29-22. KR-ingar voru áfram skrefi á undan þökk sé fínum leik Marcus Walker, Brynjars Þórs og Pavels. Hinum megin var Ryan "Albatross" Pettinella afar drjúgur undir körfunni og Grindvíkingar söxuðu á forskot KR. Litlu breytti að Nick Bradford væri ekki að finna sig og munurinn aðeins þrjú stig í leikhléi, 46-43 Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, var veikur og gat hvorki spilað né stýrt sínu liði í kvöld. Aðstoðarmaður hans, Guðmundur Bragason, hafði ákaflega lítið að segja við sína menn í leikhléi en þeir voru komnir aftur út á gólf tveim mínútum eftir að blásið var til leikhlés. Ræðurnar þurfa greinilega ekki alltaf að vera langar því Grindjánar mættu geysilega beittir til síðari hálfleiks og náðu að komast yfir, 59-61. Páll Axel að spila mjög vel á meðan KR-ingar voru að taka illa ígrunduð skot hvað eftir annað. Grindavík leiddi því þegar einn leikhluti var eftir. Staðan 73-77. Grindvíkingar héldu áfram að vera grimmir í lokaleikhlutanum. Ólafur Ólafsson fór mikinn á meðan nafni hans Ægisson hélt KR inn í leiknum með mögnuðum körfum. Baráttan á lokamínútunum var rosaleg en þá skiptust liðin á að hafa forystuna. Ryan Pettinella kom Grindavík í 102-103 þegar innan við mínúta var eftir. Brynjar Þór, sem hafði komið inn fyrir sjóðheitan Ólaf Ægisson, klikkaði í kjölfarið og Grindjánar með pálmann í höndunum. Jón Orri braut á Pettinella þegar 23 sekúndur voru eftir. Hann klúðraði báðum og KR komst í sókn. Marcus Walker skoraði pressukörfu þegar sex sekúndur voru eftir, 104-103 fyrir KR og Grindavík tók leikhlé. Mladen Soskic keyrði að körfunni og skoraði af miklu harðfylgi. Tíminn of lítill fyrir KR og Grindavík fagnaði sigri.KR - Grindavík 104-105 (46-43)KR: Marcus Walker 31/6 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 18, Brynjar Þór Björnsson 14, Ólafur Már Ægisson 14, Pavel Ermolinskij 9/6 fráköst/10 stoðsendingar/5 stolnir, Finnur Atli Magnússon 7, Jón Orri Kristjánsson 6, Skarphéðinn Freyr Ingason 4, Páll Fannar Helgason 1.Grindavík: Ryan Pettinella 26/11 fráköst, Ólafur Ólafsson 25/6 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Páll Axel Vilbergsson 19, Mladen Soskic 17/8 fráköst, Nick Bradford 8/7 fráköst/8 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 6, Ómar Örn Sævarsson 4/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Ægisson: Ekki hægt að þagga niður í Bradford Ólafur Már Ægisson átti frábæra innkomu í lið KR í fjórða leikhluta gegn Grindavík í kvöld. Skoraði hverja glæsikörfuna á fætur annarri en það dugði ekki til. 3. mars 2011 21:45 Höllin hans Nicks fyrir tveimur árum Það verður stórleikur í DHL-höllinni í kvöld þegar KR tekur á móti Grindavík í Iceland Express-deild karla. 3. mars 2011 06:00 Ólafur Ólafs: Bradford er alveg ótrúlegur Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson átti magnaðan leik í kvöld þegar Grindavík varð fyrst allra liða til þess að leggja KR í Vesturbænum í vetur. 3. mars 2011 21:59 Myndasyrpa úr leik KR og Grindavíkur Grindavík vann í gær nauman eins stigs sigur á KR í Iceland Express-deild karla. Þar með náðu Grindvíkingar að hefna fyrir tapið í bikarúrslitunum. 4. mars 2011 08:30 Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Sjá meira
Ólafur Ægisson: Ekki hægt að þagga niður í Bradford Ólafur Már Ægisson átti frábæra innkomu í lið KR í fjórða leikhluta gegn Grindavík í kvöld. Skoraði hverja glæsikörfuna á fætur annarri en það dugði ekki til. 3. mars 2011 21:45
Höllin hans Nicks fyrir tveimur árum Það verður stórleikur í DHL-höllinni í kvöld þegar KR tekur á móti Grindavík í Iceland Express-deild karla. 3. mars 2011 06:00
Ólafur Ólafs: Bradford er alveg ótrúlegur Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson átti magnaðan leik í kvöld þegar Grindavík varð fyrst allra liða til þess að leggja KR í Vesturbænum í vetur. 3. mars 2011 21:59
Myndasyrpa úr leik KR og Grindavíkur Grindavík vann í gær nauman eins stigs sigur á KR í Iceland Express-deild karla. Þar með náðu Grindvíkingar að hefna fyrir tapið í bikarúrslitunum. 4. mars 2011 08:30
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“