Fjölmenning hafnar ofbeldi Toshiki Toma skrifar 18. mars 2011 06:00 Frá og með 14. mars stendur yfir átak sem ber heitið Evrópuvika gegn kynþáttafordómum og misrétti og lýkur hinn 27. mars. Af því tilefni langar mig að hugleiða stuttlega kynþáttafordóma og ofbeldi í tengslum við fjölmenningu. Árið 2006 samþykkti Reykjavíkurborg mannréttindastefnu en hún er í anda fjölmenningarstefnunnar sem borgin samþykkti 2001. Í dag eru mörg sveitarfélög, til dæmis Akureyri og Reykjanesbær, með sambærilega fjölmenningarstefnu. Mismunandi skoðanir og skilgreiningar munu vera um hvað fjölmenningarlegt samfélag er í raun og veru. Eitt af því sem felst í hugtakinu um fjölmenningu er að skapa jákvæð viðhorf til og á milli mismunandi menningar, einnar eða fleiri. Fjölmenning er ekki menningarleysi. Í fjölmenningu viðurkennir fólk hvers virði menning þess er, en um leið ber það virðingu fyrir annars konar menningu, sem kann að vera í sama samfélagi. Gagnkvæm virðing eru lykilorðin þegar um fjölmenningu er að ræða. Algjör andstæða gagnkvæmrar virðingar er ofbeldi. Ofbeldi felur í sér að neita tilvist annarra og eyðileggja. Þeir sem beita ofbeldi vilja ekki eignast félaga og vini og eiga við þá samræðu, heldur aðeins stjórna öðrum og krefjast af þeim hlýðni með ógnunum. Að sjálfsögðu kemur stundum upp ágreiningur og árekstrar verða í fjölmenningarsamfélagi, rétt eins og ef aðeins ein menning ríkti. En það er ekkert rými sem viðurkennir tilvist ofbeldis í fjölmenningu. Því mótmælir fjölmenning og hafnar ofbeldi af öllu tagi: Stríði, andlegu og líkamlegu ofbeldi eins og einelti og heimilisofbeldi en einnig trúarlegu ofbeldi – og það er óþarfi að segja það – rasisma. Eðli rasisma er ofbeldið, þar sem tilgangur rasisma er að eyðileggja virðuleika manneskjunnar og kúga, bæði á skipulagðan hátt og óskipulagðan hátt. Að þessu leyti er rasismi dæmigerð birtingarmynd ofbeldis, rétt eins og í stríði. Að styðja fjölmenningarstefnu þýðir að viðkomandi hefur sjálfkrafa vilja til að berjast gegn rasisma og hvers konar ofbeldi. En sú barátta er ekki ofbeldi, þar sem fjölmenning neitar ekki manneskjunni um virðuleika hennar, möguleika á að iðrast eða að breyta hugmyndum sínum. Málstaður fjölmenningar er ekki eyðilegging, heldur uppbygging gagnkvæmrar virðingar. Ég hvet sérhvern til að hugsa um sína fordóma og meta mikilvægi þess að virða náunga okkar í samfélaginu, sem og að hafna öllu ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða birtist í hugmyndum sem hvetja til ofbeldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Frá og með 14. mars stendur yfir átak sem ber heitið Evrópuvika gegn kynþáttafordómum og misrétti og lýkur hinn 27. mars. Af því tilefni langar mig að hugleiða stuttlega kynþáttafordóma og ofbeldi í tengslum við fjölmenningu. Árið 2006 samþykkti Reykjavíkurborg mannréttindastefnu en hún er í anda fjölmenningarstefnunnar sem borgin samþykkti 2001. Í dag eru mörg sveitarfélög, til dæmis Akureyri og Reykjanesbær, með sambærilega fjölmenningarstefnu. Mismunandi skoðanir og skilgreiningar munu vera um hvað fjölmenningarlegt samfélag er í raun og veru. Eitt af því sem felst í hugtakinu um fjölmenningu er að skapa jákvæð viðhorf til og á milli mismunandi menningar, einnar eða fleiri. Fjölmenning er ekki menningarleysi. Í fjölmenningu viðurkennir fólk hvers virði menning þess er, en um leið ber það virðingu fyrir annars konar menningu, sem kann að vera í sama samfélagi. Gagnkvæm virðing eru lykilorðin þegar um fjölmenningu er að ræða. Algjör andstæða gagnkvæmrar virðingar er ofbeldi. Ofbeldi felur í sér að neita tilvist annarra og eyðileggja. Þeir sem beita ofbeldi vilja ekki eignast félaga og vini og eiga við þá samræðu, heldur aðeins stjórna öðrum og krefjast af þeim hlýðni með ógnunum. Að sjálfsögðu kemur stundum upp ágreiningur og árekstrar verða í fjölmenningarsamfélagi, rétt eins og ef aðeins ein menning ríkti. En það er ekkert rými sem viðurkennir tilvist ofbeldis í fjölmenningu. Því mótmælir fjölmenning og hafnar ofbeldi af öllu tagi: Stríði, andlegu og líkamlegu ofbeldi eins og einelti og heimilisofbeldi en einnig trúarlegu ofbeldi – og það er óþarfi að segja það – rasisma. Eðli rasisma er ofbeldið, þar sem tilgangur rasisma er að eyðileggja virðuleika manneskjunnar og kúga, bæði á skipulagðan hátt og óskipulagðan hátt. Að þessu leyti er rasismi dæmigerð birtingarmynd ofbeldis, rétt eins og í stríði. Að styðja fjölmenningarstefnu þýðir að viðkomandi hefur sjálfkrafa vilja til að berjast gegn rasisma og hvers konar ofbeldi. En sú barátta er ekki ofbeldi, þar sem fjölmenning neitar ekki manneskjunni um virðuleika hennar, möguleika á að iðrast eða að breyta hugmyndum sínum. Málstaður fjölmenningar er ekki eyðilegging, heldur uppbygging gagnkvæmrar virðingar. Ég hvet sérhvern til að hugsa um sína fordóma og meta mikilvægi þess að virða náunga okkar í samfélaginu, sem og að hafna öllu ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða birtist í hugmyndum sem hvetja til ofbeldis.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun