Hagfræðingur segir gjaldþrot blasa við ef Icesave verður samþykkt Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. mars 2011 12:07 Íslendingar munu kjósa um Icesave í apríl. Með því að samþykkja Icesave má kaupa tíma til að endurskipuleggja hagkerfið og endurfjármögnun erlendra lána sem brátt eru á gjalddaga yrði auðveldari til skamms tíma. En það yrði þá líka kraftaverki líkast ef ríkissjóður færi ekki í greiðsluþrot nokkrum árum síðar, segir Ólafur Margeirsson, doktorsnemi í hagfræði við Exeter háskólann. Ólafur hefur skrifaði ítarlega greinagerð um Icesave sem hann birtir á fréttavefnum Pressunni. Ólafur segir að ef Icesave yrði samþykkt yrði áfram stuðst við erlent fjármagn til fjárfestinga og atvinnuuppbyggingar á Íslandi. Ef samningnum yrði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu myndi það setja verulega tímapressu á Íslendinga, sérstaklega ráðamenn, til þess að taka til hendinni við að endurskipuleggja lífeyris- og fjármálakerfið. Þá yrði mældur hagvöxtur ekki jafn mikill til skamms tíma því mikill flýtir væri á því að nota tekjur þjóðarinnar til að endurskipuleggja skuldir í stað þess að njóta þeirra á annan hátt, s.s. með einka- og samneyslu. Tækist Íslendingum hins vegar að standa sig í stykkinu til skamms tíma væri framtíðin björt. „Það er mikilvægt að gera sér grin fyrir því að höfnun Icesave ein og sér er fjarri því jákvæð fyrir hagkerfið. Mun fleiri og mikilvægari skref þarf að taka til að enndurreisn hagkerfisins geti talist til frambúðar. höfnun Icesave kallar á mjög hratt endurskipulag hagkerfisins og ef hún tekst ekki þá verður niðurstaðan sú sama og ef Icesave er samþykkt: gjaldþrot ríkissjóðs," segir Ólafur í greinagerð sinni. Ólafur segir að grundvallarvandamál Íslendinga séu háar brúttó skuldir. Það vandamál verði ekki leyst með samþykki Icesave heldur endurskipulagi sjálfs hagkerfis Íslendinga. „Höfnun Icesave er aðeins fyrsta mikilvæga skrefið í því ferli sem nauðsynlegt er til að koma hagkerfinu á stöðuga braut til langs tíma," segir Ólafur. Hann segir að spurningin um Icesave snúist ekki um „nei" eða „já" heldur hversu hratt Íslendingar treysti sér til að gera þær nauðsynlegu breytingar sem gera verði ef skapa eigi hagkerfi sem sé ekki raunveruleg eða stórkostleg hætta á að reki sjálft sig í gjaldþrot með nokkurra áratuga millibili Icesave Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Sjá meira
Með því að samþykkja Icesave má kaupa tíma til að endurskipuleggja hagkerfið og endurfjármögnun erlendra lána sem brátt eru á gjalddaga yrði auðveldari til skamms tíma. En það yrði þá líka kraftaverki líkast ef ríkissjóður færi ekki í greiðsluþrot nokkrum árum síðar, segir Ólafur Margeirsson, doktorsnemi í hagfræði við Exeter háskólann. Ólafur hefur skrifaði ítarlega greinagerð um Icesave sem hann birtir á fréttavefnum Pressunni. Ólafur segir að ef Icesave yrði samþykkt yrði áfram stuðst við erlent fjármagn til fjárfestinga og atvinnuuppbyggingar á Íslandi. Ef samningnum yrði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu myndi það setja verulega tímapressu á Íslendinga, sérstaklega ráðamenn, til þess að taka til hendinni við að endurskipuleggja lífeyris- og fjármálakerfið. Þá yrði mældur hagvöxtur ekki jafn mikill til skamms tíma því mikill flýtir væri á því að nota tekjur þjóðarinnar til að endurskipuleggja skuldir í stað þess að njóta þeirra á annan hátt, s.s. með einka- og samneyslu. Tækist Íslendingum hins vegar að standa sig í stykkinu til skamms tíma væri framtíðin björt. „Það er mikilvægt að gera sér grin fyrir því að höfnun Icesave ein og sér er fjarri því jákvæð fyrir hagkerfið. Mun fleiri og mikilvægari skref þarf að taka til að enndurreisn hagkerfisins geti talist til frambúðar. höfnun Icesave kallar á mjög hratt endurskipulag hagkerfisins og ef hún tekst ekki þá verður niðurstaðan sú sama og ef Icesave er samþykkt: gjaldþrot ríkissjóðs," segir Ólafur í greinagerð sinni. Ólafur segir að grundvallarvandamál Íslendinga séu háar brúttó skuldir. Það vandamál verði ekki leyst með samþykki Icesave heldur endurskipulagi sjálfs hagkerfis Íslendinga. „Höfnun Icesave er aðeins fyrsta mikilvæga skrefið í því ferli sem nauðsynlegt er til að koma hagkerfinu á stöðuga braut til langs tíma," segir Ólafur. Hann segir að spurningin um Icesave snúist ekki um „nei" eða „já" heldur hversu hratt Íslendingar treysti sér til að gera þær nauðsynlegu breytingar sem gera verði ef skapa eigi hagkerfi sem sé ekki raunveruleg eða stórkostleg hætta á að reki sjálft sig í gjaldþrot með nokkurra áratuga millibili
Icesave Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Sjá meira