KR-ingar tryggðu sér annað sætið með sigri á deildarmeisturunum Jón Júlíus Karlsson skrifar 10. mars 2011 20:59 Marcus Walker. Mynd/Daníel KR vann góðan sigur á deildarmeisturum Snæfelli í kvöld, 116-93, í lokaumferð Iceland Express deild karla í körfubolta. Með sigrinum varð KR í öðru sæti deildarinnar og mun mæta Njarðvík í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst á fimmtudag. KR-ingar settu í fimmta gír í þriðja leikhluta og kláruðu leikinn með frábærum kafla. Það var jafnræði með liðunum í fyrsta leikhluta og skiptust liðin á um að hafa forystuna. Hinn öskufljóti Marcus Walker dró vagninn hjá KR í fyrsta leikhluta og skoraði 10 stig. Athygli vakti að eftir fyrst leikhluta var Jón Ólafur Jónsson kominn í villuvandræði en hann var kominn með þrjár villur áður en fyrsti leikhluti var úti. Staðan eftir fyrsta leikhluta 25-22 fyrir heimamenn í KR. Jón Ólafur sat sem fastast á varamannabekknum í öðrum leikhluta þar sem KR náði yfirhöndinni þó þeir næðu aldrei að slíta sér almennilega frá gestunum úr Stykkishólmi. Varnarleikur liðanna var ekki upp á marga fiska og áttu liðin auðvelt með að finna leiðina að körfunni. Ryan Amaroso var drjúgur fyrir Snæfell og skoraði 12 stig í fyrri hálfleik, þar af átta af vítalínunni. Staðan í hálfleik 51-47. KR-ingar voru frábærir í þriðja leikhluta. Snæfellingar fundu fá svör við sterki vörn heimamanna sem gengu á lagið í kjölfarið. Ryan Amaruso kom reyndar ekki við sögu hjá gestunum í síðari hálfleik en hann haltraði útaf í hálfleik meiddur. Það hafði kannski sitt að segja hjá gestunum sem voru 89-70 undir fyrir lokaleikhlutann. Til að bæta gráu ofan á svart setti Ólafur Már Ægisson niður flottan þrist þegar leiktíminn var u.þ.b. að renna út og kórónaði frábæran leikhluta KR-inga. KR-inga létu kné fylgja kviði í lokaleikhlutanum og héldu forystunni um og yfir 20 stigum. KR hefði í raun getað unnið leikinn með stærri mun en þegar ljóst var að sigurinn var í höfn var ungum og upprennandi leikmönnum gefið færi á að spreyta sig. Lokatölur 116-93 fyrir KR sem léku frábærlega í síðari hálfleik. Marcus Walker heitur fyrir KR-inga í kvöld og skoraði 27 stig, Finnur Atli Magnússon var með 18 stig og Pavel Ermolinskij með 15 stig. Hjá Snæfelli var Pálmi Sigurgeirsson atkvæðamestur með 15 stig. KR-Snæfell 116-93 (25-22, 26-25, 38-23, 27-23)KR: Marcus Walker 27, Finnur Atli Magnússon 18/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 15/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 14, Hreggviður Magnússon 13, Brynjar Þór Björnsson 11/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Már Ægisson 8, Jón Orri Kristjánsson 5/4 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 5/6 fráköst.Snæfell: Pálmi Freyr Sigurgeirsson 15/5 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/6 fráköst, Sean Burton 13/4 fráköst, Ryan Amaroso 12/5 stoðsendingar, Zeljko Bojovic 12, Emil Þór Jóhannsson 11, Atli Rafn Hreinsson 7, Sveinn Arnar Davíðsson 4/4 fráköst, Egill Egilsson 3, Daníel A. Kazmi 2. Dominos-deild karla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
KR vann góðan sigur á deildarmeisturum Snæfelli í kvöld, 116-93, í lokaumferð Iceland Express deild karla í körfubolta. Með sigrinum varð KR í öðru sæti deildarinnar og mun mæta Njarðvík í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst á fimmtudag. KR-ingar settu í fimmta gír í þriðja leikhluta og kláruðu leikinn með frábærum kafla. Það var jafnræði með liðunum í fyrsta leikhluta og skiptust liðin á um að hafa forystuna. Hinn öskufljóti Marcus Walker dró vagninn hjá KR í fyrsta leikhluta og skoraði 10 stig. Athygli vakti að eftir fyrst leikhluta var Jón Ólafur Jónsson kominn í villuvandræði en hann var kominn með þrjár villur áður en fyrsti leikhluti var úti. Staðan eftir fyrsta leikhluta 25-22 fyrir heimamenn í KR. Jón Ólafur sat sem fastast á varamannabekknum í öðrum leikhluta þar sem KR náði yfirhöndinni þó þeir næðu aldrei að slíta sér almennilega frá gestunum úr Stykkishólmi. Varnarleikur liðanna var ekki upp á marga fiska og áttu liðin auðvelt með að finna leiðina að körfunni. Ryan Amaroso var drjúgur fyrir Snæfell og skoraði 12 stig í fyrri hálfleik, þar af átta af vítalínunni. Staðan í hálfleik 51-47. KR-ingar voru frábærir í þriðja leikhluta. Snæfellingar fundu fá svör við sterki vörn heimamanna sem gengu á lagið í kjölfarið. Ryan Amaruso kom reyndar ekki við sögu hjá gestunum í síðari hálfleik en hann haltraði útaf í hálfleik meiddur. Það hafði kannski sitt að segja hjá gestunum sem voru 89-70 undir fyrir lokaleikhlutann. Til að bæta gráu ofan á svart setti Ólafur Már Ægisson niður flottan þrist þegar leiktíminn var u.þ.b. að renna út og kórónaði frábæran leikhluta KR-inga. KR-inga létu kné fylgja kviði í lokaleikhlutanum og héldu forystunni um og yfir 20 stigum. KR hefði í raun getað unnið leikinn með stærri mun en þegar ljóst var að sigurinn var í höfn var ungum og upprennandi leikmönnum gefið færi á að spreyta sig. Lokatölur 116-93 fyrir KR sem léku frábærlega í síðari hálfleik. Marcus Walker heitur fyrir KR-inga í kvöld og skoraði 27 stig, Finnur Atli Magnússon var með 18 stig og Pavel Ermolinskij með 15 stig. Hjá Snæfelli var Pálmi Sigurgeirsson atkvæðamestur með 15 stig. KR-Snæfell 116-93 (25-22, 26-25, 38-23, 27-23)KR: Marcus Walker 27, Finnur Atli Magnússon 18/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 15/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 14, Hreggviður Magnússon 13, Brynjar Þór Björnsson 11/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Már Ægisson 8, Jón Orri Kristjánsson 5/4 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 5/6 fráköst.Snæfell: Pálmi Freyr Sigurgeirsson 15/5 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/6 fráköst, Sean Burton 13/4 fráköst, Ryan Amaroso 12/5 stoðsendingar, Zeljko Bojovic 12, Emil Þór Jóhannsson 11, Atli Rafn Hreinsson 7, Sveinn Arnar Davíðsson 4/4 fráköst, Egill Egilsson 3, Daníel A. Kazmi 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira