KR-ingar tryggðu sér annað sætið með sigri á deildarmeisturunum Jón Júlíus Karlsson skrifar 10. mars 2011 20:59 Marcus Walker. Mynd/Daníel KR vann góðan sigur á deildarmeisturum Snæfelli í kvöld, 116-93, í lokaumferð Iceland Express deild karla í körfubolta. Með sigrinum varð KR í öðru sæti deildarinnar og mun mæta Njarðvík í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst á fimmtudag. KR-ingar settu í fimmta gír í þriðja leikhluta og kláruðu leikinn með frábærum kafla. Það var jafnræði með liðunum í fyrsta leikhluta og skiptust liðin á um að hafa forystuna. Hinn öskufljóti Marcus Walker dró vagninn hjá KR í fyrsta leikhluta og skoraði 10 stig. Athygli vakti að eftir fyrst leikhluta var Jón Ólafur Jónsson kominn í villuvandræði en hann var kominn með þrjár villur áður en fyrsti leikhluti var úti. Staðan eftir fyrsta leikhluta 25-22 fyrir heimamenn í KR. Jón Ólafur sat sem fastast á varamannabekknum í öðrum leikhluta þar sem KR náði yfirhöndinni þó þeir næðu aldrei að slíta sér almennilega frá gestunum úr Stykkishólmi. Varnarleikur liðanna var ekki upp á marga fiska og áttu liðin auðvelt með að finna leiðina að körfunni. Ryan Amaroso var drjúgur fyrir Snæfell og skoraði 12 stig í fyrri hálfleik, þar af átta af vítalínunni. Staðan í hálfleik 51-47. KR-ingar voru frábærir í þriðja leikhluta. Snæfellingar fundu fá svör við sterki vörn heimamanna sem gengu á lagið í kjölfarið. Ryan Amaruso kom reyndar ekki við sögu hjá gestunum í síðari hálfleik en hann haltraði útaf í hálfleik meiddur. Það hafði kannski sitt að segja hjá gestunum sem voru 89-70 undir fyrir lokaleikhlutann. Til að bæta gráu ofan á svart setti Ólafur Már Ægisson niður flottan þrist þegar leiktíminn var u.þ.b. að renna út og kórónaði frábæran leikhluta KR-inga. KR-inga létu kné fylgja kviði í lokaleikhlutanum og héldu forystunni um og yfir 20 stigum. KR hefði í raun getað unnið leikinn með stærri mun en þegar ljóst var að sigurinn var í höfn var ungum og upprennandi leikmönnum gefið færi á að spreyta sig. Lokatölur 116-93 fyrir KR sem léku frábærlega í síðari hálfleik. Marcus Walker heitur fyrir KR-inga í kvöld og skoraði 27 stig, Finnur Atli Magnússon var með 18 stig og Pavel Ermolinskij með 15 stig. Hjá Snæfelli var Pálmi Sigurgeirsson atkvæðamestur með 15 stig. KR-Snæfell 116-93 (25-22, 26-25, 38-23, 27-23)KR: Marcus Walker 27, Finnur Atli Magnússon 18/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 15/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 14, Hreggviður Magnússon 13, Brynjar Þór Björnsson 11/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Már Ægisson 8, Jón Orri Kristjánsson 5/4 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 5/6 fráköst.Snæfell: Pálmi Freyr Sigurgeirsson 15/5 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/6 fráköst, Sean Burton 13/4 fráköst, Ryan Amaroso 12/5 stoðsendingar, Zeljko Bojovic 12, Emil Þór Jóhannsson 11, Atli Rafn Hreinsson 7, Sveinn Arnar Davíðsson 4/4 fráköst, Egill Egilsson 3, Daníel A. Kazmi 2. Dominos-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Sjá meira
KR vann góðan sigur á deildarmeisturum Snæfelli í kvöld, 116-93, í lokaumferð Iceland Express deild karla í körfubolta. Með sigrinum varð KR í öðru sæti deildarinnar og mun mæta Njarðvík í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst á fimmtudag. KR-ingar settu í fimmta gír í þriðja leikhluta og kláruðu leikinn með frábærum kafla. Það var jafnræði með liðunum í fyrsta leikhluta og skiptust liðin á um að hafa forystuna. Hinn öskufljóti Marcus Walker dró vagninn hjá KR í fyrsta leikhluta og skoraði 10 stig. Athygli vakti að eftir fyrst leikhluta var Jón Ólafur Jónsson kominn í villuvandræði en hann var kominn með þrjár villur áður en fyrsti leikhluti var úti. Staðan eftir fyrsta leikhluta 25-22 fyrir heimamenn í KR. Jón Ólafur sat sem fastast á varamannabekknum í öðrum leikhluta þar sem KR náði yfirhöndinni þó þeir næðu aldrei að slíta sér almennilega frá gestunum úr Stykkishólmi. Varnarleikur liðanna var ekki upp á marga fiska og áttu liðin auðvelt með að finna leiðina að körfunni. Ryan Amaroso var drjúgur fyrir Snæfell og skoraði 12 stig í fyrri hálfleik, þar af átta af vítalínunni. Staðan í hálfleik 51-47. KR-ingar voru frábærir í þriðja leikhluta. Snæfellingar fundu fá svör við sterki vörn heimamanna sem gengu á lagið í kjölfarið. Ryan Amaruso kom reyndar ekki við sögu hjá gestunum í síðari hálfleik en hann haltraði útaf í hálfleik meiddur. Það hafði kannski sitt að segja hjá gestunum sem voru 89-70 undir fyrir lokaleikhlutann. Til að bæta gráu ofan á svart setti Ólafur Már Ægisson niður flottan þrist þegar leiktíminn var u.þ.b. að renna út og kórónaði frábæran leikhluta KR-inga. KR-inga létu kné fylgja kviði í lokaleikhlutanum og héldu forystunni um og yfir 20 stigum. KR hefði í raun getað unnið leikinn með stærri mun en þegar ljóst var að sigurinn var í höfn var ungum og upprennandi leikmönnum gefið færi á að spreyta sig. Lokatölur 116-93 fyrir KR sem léku frábærlega í síðari hálfleik. Marcus Walker heitur fyrir KR-inga í kvöld og skoraði 27 stig, Finnur Atli Magnússon var með 18 stig og Pavel Ermolinskij með 15 stig. Hjá Snæfelli var Pálmi Sigurgeirsson atkvæðamestur með 15 stig. KR-Snæfell 116-93 (25-22, 26-25, 38-23, 27-23)KR: Marcus Walker 27, Finnur Atli Magnússon 18/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 15/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 14, Hreggviður Magnússon 13, Brynjar Þór Björnsson 11/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Már Ægisson 8, Jón Orri Kristjánsson 5/4 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 5/6 fráköst.Snæfell: Pálmi Freyr Sigurgeirsson 15/5 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/6 fráköst, Sean Burton 13/4 fráköst, Ryan Amaroso 12/5 stoðsendingar, Zeljko Bojovic 12, Emil Þór Jóhannsson 11, Atli Rafn Hreinsson 7, Sveinn Arnar Davíðsson 4/4 fráköst, Egill Egilsson 3, Daníel A. Kazmi 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Sjá meira