Umfjöllun: Frábær byrjun skilaði Keflavík sigri gegn KR Stefán Árni Pálsson í Keflavík skrifar 25. mars 2011 20:57 Margrét Kara sneri aftur á völlinn í kvöld og skoraði nítján stig fyrir KR. Keflavík vann virkilega mikilvægan sigur, 76-64, gegn KR í undanúrslitum Iceland-Express deild kvenna í kvöld og leiða því einvígið 2-1. Keflvíkingar byrjuðu leikinn frábærlega og náðu mest 21 stigs forskoti í fyrri hálfleik. KR-stúlkur neituðu aftur á móti að gefast upp og minnkuðu muninn niður í tvö stig í síðari hálfleik, en lengra komust þær ekki og heimastúlkur fóru því með sigur af hólmi. Stemmningin var góð í Toyota-höllinni í Keflavík þegar heimastúlkur tóku á móti KR í undanúrslitum Iceland-Express deild kvenna, en fyrir leikinn í kvöld var staðan 1-1 í einvíginu. Keflavík varð fyrir töluverðu áfalli í gær þegar þeirra besti leikmaður, Jacquline Adamshick, ristabrotnaði og mun ekki leika meira með á tímabilinu. Suðurnesjamenn eru þekktir fyrir allt annað en að gefast upp og nýr leikmaður kom til landsins í dag, en það mun vera Lisa Karic sem var ný búinn að ljúka tímabilinu hjá sér í Finnlandi og kom strax inn í liðið hjá Keflavík. Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, kom aftur inn í liðið eftir að hafa tekið út leikbann fyrir að hafa slegið til leikmanns Hauka í deildarkeppninni fyrir stuttu, en hún átti án efa eftir að styrkja KR liðið mikið. KR-ingar byrjuðu leikinn vel og komust fljótlega í 8-0. Keflavík skoraði ekki stig fyrstu fjórar mínútur leiksins en staðan var 8-3 fyrir KR þegar sex mínútur voru eftir af fyrsta fjórðungnum. Það tók aftur á móti Keflavík aðeins tvær mínútur að komast yfir 11-10. Staðan var 15-12 þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum og heimastúlkur komnar með ákveðin tök á leiknum. Í byrjun annars leikhluta tóku heimastúlkur öll völd á vellinum og komust fljótlega í 23-12 en KR-ingum virtist fyrirmunað að koma boltanum ofan í körfuna. Bryndís Guðmundsdóttir var að leika sérstaklega vel fyrir Keflvíkinga í upphafi leiks og gaf tóninn. KR-stúlkur skoruðu ekki stig í heilar átta mínútur en varnarleikur Keflvíkinga var að reynast þeim erfiður. Þegar þrjár mínútur voru eftir af öðrum leikhluta var munurinn á liðinum orðin 19 stig, 34-15, og heimastúlkur gjörsamlega að slátra KR-ingum. KR-stúlkur náðu aðeins að rétta úr kútnum fyrir hálfleik en þá var staðan orðin 38-25 fyrir Keflvíkinga. Heimastúlkur byrjuðu þriðja leikhluta vel og settu strax þriggja stiga körfu í andlitið á KR. Hægt og bítandi fóru gestirnir að spila almennilegan körfubolta og söxuðu á forskot Keflvíkinga. Margrét Kara kom sterk inn og skoraði nokkrar mikilvægar körfur. Um miðjan fjórðunginn var munurinn komin í níu stig og leikurinn heldur betur að opnast. KR-stúlkur héldu áfram sínu striki og náðu að minnka muninn í fimm stig, 53-48, fyrir lokaleikhlutann. KR-ingar hófu fjórða leikhlutann vel og allt í einu var munurinn aðeins tvö stig. Melissa Ann Jelterma, leikmaður KR, fékk sína fimmtu villu eftir aðeins þriggja mínútna leik í fjórða leikhlutanum og því varð hún að setjast á bekkinn og gat ekki tekið meira þátt í leiknum. Jelterma hafði leikið vel í leiknum en þegar hún varð að yfirgefa völlinn var hún með 12 stig og 14 fráköst. Í næstu sókn fékk Helga Einarsdóttir, leikmaður KR, einnig sína fimmtu villu og því var útlitið orðið heldur dökkt fyrir KR-inga. Eftir villuvandræðin sáu KR-ingar aldrei til sólar og heimastúlkur juku aðeins við forskot sitt.Leiknum lauk með sigri Keflvíkinga, 76-64, og því leiða þær einvígið 2-1 og geta með sigri í næsta leik komist í úrslit. KR-ingar mæta án efa brjálaðar til leiks í næsta leik en hann fer fram í DHL-höllinni á þeirra eigin heimavelli. Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, átti stórleik og skoraði 18 stig, en hjá KR var Margrét Kara Sturludóttir atkvæðamest með 19 stig. Keflavík - KR 76-64 (38-25)Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 18/5 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 14, Lisa Karcic 12/12 fráköst/6 stolnir/4 varin skot, Hrund Jóhannsdóttir 5/4 fráköst, Marina Caran 5/4 fráköst, Marín Rós Karlsdóttir 3/4 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 2/6 fráköst/5 stoðsendingar.KR: Margrét Kara Sturludóttir 19/6 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 12/9 fráköst, Melissa Ann Jeltema 12/14 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9/9 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 7, Signý Hermannsdóttir 4/7 fráköst, Helga Einarsdóttir 1. Dominos-deild kvenna Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Sjá meira
Keflavík vann virkilega mikilvægan sigur, 76-64, gegn KR í undanúrslitum Iceland-Express deild kvenna í kvöld og leiða því einvígið 2-1. Keflvíkingar byrjuðu leikinn frábærlega og náðu mest 21 stigs forskoti í fyrri hálfleik. KR-stúlkur neituðu aftur á móti að gefast upp og minnkuðu muninn niður í tvö stig í síðari hálfleik, en lengra komust þær ekki og heimastúlkur fóru því með sigur af hólmi. Stemmningin var góð í Toyota-höllinni í Keflavík þegar heimastúlkur tóku á móti KR í undanúrslitum Iceland-Express deild kvenna, en fyrir leikinn í kvöld var staðan 1-1 í einvíginu. Keflavík varð fyrir töluverðu áfalli í gær þegar þeirra besti leikmaður, Jacquline Adamshick, ristabrotnaði og mun ekki leika meira með á tímabilinu. Suðurnesjamenn eru þekktir fyrir allt annað en að gefast upp og nýr leikmaður kom til landsins í dag, en það mun vera Lisa Karic sem var ný búinn að ljúka tímabilinu hjá sér í Finnlandi og kom strax inn í liðið hjá Keflavík. Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, kom aftur inn í liðið eftir að hafa tekið út leikbann fyrir að hafa slegið til leikmanns Hauka í deildarkeppninni fyrir stuttu, en hún átti án efa eftir að styrkja KR liðið mikið. KR-ingar byrjuðu leikinn vel og komust fljótlega í 8-0. Keflavík skoraði ekki stig fyrstu fjórar mínútur leiksins en staðan var 8-3 fyrir KR þegar sex mínútur voru eftir af fyrsta fjórðungnum. Það tók aftur á móti Keflavík aðeins tvær mínútur að komast yfir 11-10. Staðan var 15-12 þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum og heimastúlkur komnar með ákveðin tök á leiknum. Í byrjun annars leikhluta tóku heimastúlkur öll völd á vellinum og komust fljótlega í 23-12 en KR-ingum virtist fyrirmunað að koma boltanum ofan í körfuna. Bryndís Guðmundsdóttir var að leika sérstaklega vel fyrir Keflvíkinga í upphafi leiks og gaf tóninn. KR-stúlkur skoruðu ekki stig í heilar átta mínútur en varnarleikur Keflvíkinga var að reynast þeim erfiður. Þegar þrjár mínútur voru eftir af öðrum leikhluta var munurinn á liðinum orðin 19 stig, 34-15, og heimastúlkur gjörsamlega að slátra KR-ingum. KR-stúlkur náðu aðeins að rétta úr kútnum fyrir hálfleik en þá var staðan orðin 38-25 fyrir Keflvíkinga. Heimastúlkur byrjuðu þriðja leikhluta vel og settu strax þriggja stiga körfu í andlitið á KR. Hægt og bítandi fóru gestirnir að spila almennilegan körfubolta og söxuðu á forskot Keflvíkinga. Margrét Kara kom sterk inn og skoraði nokkrar mikilvægar körfur. Um miðjan fjórðunginn var munurinn komin í níu stig og leikurinn heldur betur að opnast. KR-stúlkur héldu áfram sínu striki og náðu að minnka muninn í fimm stig, 53-48, fyrir lokaleikhlutann. KR-ingar hófu fjórða leikhlutann vel og allt í einu var munurinn aðeins tvö stig. Melissa Ann Jelterma, leikmaður KR, fékk sína fimmtu villu eftir aðeins þriggja mínútna leik í fjórða leikhlutanum og því varð hún að setjast á bekkinn og gat ekki tekið meira þátt í leiknum. Jelterma hafði leikið vel í leiknum en þegar hún varð að yfirgefa völlinn var hún með 12 stig og 14 fráköst. Í næstu sókn fékk Helga Einarsdóttir, leikmaður KR, einnig sína fimmtu villu og því var útlitið orðið heldur dökkt fyrir KR-inga. Eftir villuvandræðin sáu KR-ingar aldrei til sólar og heimastúlkur juku aðeins við forskot sitt.Leiknum lauk með sigri Keflvíkinga, 76-64, og því leiða þær einvígið 2-1 og geta með sigri í næsta leik komist í úrslit. KR-ingar mæta án efa brjálaðar til leiks í næsta leik en hann fer fram í DHL-höllinni á þeirra eigin heimavelli. Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, átti stórleik og skoraði 18 stig, en hjá KR var Margrét Kara Sturludóttir atkvæðamest með 19 stig. Keflavík - KR 76-64 (38-25)Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 18/5 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 14, Lisa Karcic 12/12 fráköst/6 stolnir/4 varin skot, Hrund Jóhannsdóttir 5/4 fráköst, Marina Caran 5/4 fráköst, Marín Rós Karlsdóttir 3/4 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 2/6 fráköst/5 stoðsendingar.KR: Margrét Kara Sturludóttir 19/6 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 12/9 fráköst, Melissa Ann Jeltema 12/14 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9/9 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 7, Signý Hermannsdóttir 4/7 fráköst, Helga Einarsdóttir 1.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum