„Við erum svo sannarlega komnar með bakið upp við vegg eftir hræðilega frammistöðu hér í kvöld," sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, leikmaður Njarðvíkur eftir 83-47 tap gegn Hamar í Hveragerði.
„Ég verð að gefa Hamarsstúlkum það að þær voru frábærar í öllum leiknum í dag, sérstaklega í vörninni. Við komum ekki tilbúnar, svo er það oft þannig að þegar allt dettur hjá öðru liðinu gengur ekkert hjá hinu,"
„Við vorum ennþá með hugann við sigurleikinn um daginn og það gengur bara ekkert, við verðum að vinna hér ef við ætlum áfram og líka að vinna á laugardaginn,"
Eftir erfiðann annan leikhluta hengdu Njarðvíkurstelpur oft hausinn í vörninni í þriðja og fjórða leikhluta og fengu Hamar mikið af auðveldum stigum.
„Við vorum eitthvað að breyta vörninni fyrir leikinn og það gerði bara illt verra, ég ætla rétt að vona að við gerum betur í næsta leik, þetta var hræðileg frammistaða," sagði Ólöf.
Ólöf: Komnar með bakið upp við vegg
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Enski boltinn



Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
Íslenski boltinn

Adam Ægir á heimleið
Íslenski boltinn



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn

Fleiri fréttir
