Fótbolti

Heilli umferð á Spáni frestað fram á sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AP
Spænska úrvalsdeildin gæti ekki endað fyrr en um miðjan júnímánuð vegna deilna um sjónvarpsmál en félögin í deildinni vilja fella úr gildi lög sem segja að einn leikur í viku hverri verði að vera sýndur í opinni dagskrá.

Samtök spænsku úrvalsdeildarinnar eru í viðræðum við spænsk stjórnvöld en það þokast lítið í þeim viðræðum. Leikjum í næstu umferð sem átti að fara fram 3. apríl hefur því verið frestað til 12. júní til þess að setja pressu á viðræðurnar. Umferðin færi þá fram þremur vikum eftir að spænska deildin átti fyrst að klárast og myndi lengja tímabilið um 20 daga.

Fullt af félögum í spænsku deildinni styðja reyndar ekki þessar aðgerðir því Sevilla, Villarreal, Athletic Bilbao, Real Sociedad, Espanyol og Zaragoza ætla að taka sig saman og reyna að fá lögbann á frestunina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×