Bradford spilar fyrir nýfæddan son sinn í kvöld Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. mars 2011 17:45 Bradford er klár í slaginn. Nick Bradford, leikmaður Grindavíkur, mun spila sinn sjöunda oddaleik á Íslandi á aðeins fimm tímabilum í kvöld er Grindavík tekur á móti Stjörnunni. Nick er gríðarlegur keppnismaður sem beitir öllum brögðum til þess að vinna og hann segist þrífast á svona leikjum. "Ég er tilbúinn í slaginn og það eru svona slagir sem mér finnast langskemmtilegastir," sagði Bradford við Vísi í dag en það var létt hljóðið í honum. Undirbúningur hefur staðið yfir í allan dag hjá honum og hann sagðist sækja í ræturnar fyrir leikinn eða "Old School" eins og hann kallar það á frummálinu. "Ég fór á skotæfingu í morgun og svo er ég að hlusta mikið á tónlist. Það dugar ekkert minna en gamla efnið á svona degi og 2Pac hefur verið mikið spilaður. Það mun skila sínu í kvöld," sagði Bradford léttur. Hann segir að Grindavíkurliðið mætti beitt til leiks í kvöld. "Við þurfum að spila eins og lið. Megum ekki gefa auðveld skot og vera skynsamir í sókninni. Verðum líka að vera hreyfanlegri. Við höfum gert smá breytingar á vörninni okkar fyrir leikinn," sagði Bradford en mikið er látið með að Grindavík hafi ekki leikstjórnanda. "Við ætlum að mæta því þannig að það verður ekki vandamál. Við erum með lausnir og ég held að þetta verði ekki vandamál." Bradford varð faðir eftir að hann kom til Íslands er unnusta hans fæddi dreng sem á enn eftir að hitta föður sinn. Bradford segir að vissulega sé erfitt að vera fjarverandi á slíkri stund en hann segist eiga óklárað verkefni á Íslandi áður en hann hittir soninn. "Drengurinn fæddist 14. mars og kom óvænt enda fæddist hann fimm vikum fyrir tímann. Ég er að spila fyrir soninn og hann verður í huga mér í leiknum. Hann veitir mér örugglega styrk til þess að hjálpa Grindavíkurliðinu að komast lengra. "Ég held að þetta lið geti farið mun lengra en við ætlum samt að taka eitt skref í einu." Dominos-deild karla Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Nick Bradford, leikmaður Grindavíkur, mun spila sinn sjöunda oddaleik á Íslandi á aðeins fimm tímabilum í kvöld er Grindavík tekur á móti Stjörnunni. Nick er gríðarlegur keppnismaður sem beitir öllum brögðum til þess að vinna og hann segist þrífast á svona leikjum. "Ég er tilbúinn í slaginn og það eru svona slagir sem mér finnast langskemmtilegastir," sagði Bradford við Vísi í dag en það var létt hljóðið í honum. Undirbúningur hefur staðið yfir í allan dag hjá honum og hann sagðist sækja í ræturnar fyrir leikinn eða "Old School" eins og hann kallar það á frummálinu. "Ég fór á skotæfingu í morgun og svo er ég að hlusta mikið á tónlist. Það dugar ekkert minna en gamla efnið á svona degi og 2Pac hefur verið mikið spilaður. Það mun skila sínu í kvöld," sagði Bradford léttur. Hann segir að Grindavíkurliðið mætti beitt til leiks í kvöld. "Við þurfum að spila eins og lið. Megum ekki gefa auðveld skot og vera skynsamir í sókninni. Verðum líka að vera hreyfanlegri. Við höfum gert smá breytingar á vörninni okkar fyrir leikinn," sagði Bradford en mikið er látið með að Grindavík hafi ekki leikstjórnanda. "Við ætlum að mæta því þannig að það verður ekki vandamál. Við erum með lausnir og ég held að þetta verði ekki vandamál." Bradford varð faðir eftir að hann kom til Íslands er unnusta hans fæddi dreng sem á enn eftir að hitta föður sinn. Bradford segir að vissulega sé erfitt að vera fjarverandi á slíkri stund en hann segist eiga óklárað verkefni á Íslandi áður en hann hittir soninn. "Drengurinn fæddist 14. mars og kom óvænt enda fæddist hann fimm vikum fyrir tímann. Ég er að spila fyrir soninn og hann verður í huga mér í leiknum. Hann veitir mér örugglega styrk til þess að hjálpa Grindavíkurliðinu að komast lengra. "Ég held að þetta lið geti farið mun lengra en við ætlum samt að taka eitt skref í einu."
Dominos-deild karla Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira