Haukar hætta við að áfrýja dómnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. mars 2011 15:53 Margrét Kara, til hægri, í leik með KR. Mynd/Daníel Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur hætt við að áfrýja dómnum sem Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, fékk í síðustu viku. Margrét Kara fékk tveggja leikja bann fyrir að slá til Maríu Lindar Sigurðardóttur, leikmanns Hauka, í leik liðanna fyrir tæpum tveimur vikum síðar. Á sama fundi Aga- og úrskurðarnefndar KKÍ var Davíð Páll Hermannsson, leikmaður Hauka, úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir sinn þátt í slagsmálum sem brutust út í leik liðsins gegn KFÍ í Iceland Express-deild karla. Haukar voru ósáttir við að Margrét Kara hafi ekki fengið þyngri dóm fyrir sitt brot, sérstaklega í ljósi þess að Davíð Páll var dæmdur í lengra bann en hún. Mikið var fjallað um málið fyrir helgi, sérstaklega eftir að myndbandsupptaka af atvikunum tveimur voru birtar á netinu, meðal annars hér á Vísi. „Okkur fannst umfjöllunin orðin nægilega mikil um þetta mál. Við viljum frekar taka það upp með KKÍ á næsta ársþingi sambandsins," sagði Samúel Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, í samtali við Vísi í dag. „Okkar sjónarmiðum hefur verið komið á framfæri." „Við viljum leggja fram tillögu um hvernig skuli breyta agareglum til að koma í veg fyrir ósamræmi eins og það sem kom upp í kringum þessi tvö mál," bætti hann við. „En þessi ákvörðun var tekin eingöngu af okkar hálfu. Það voru engir utanaðkomandi aðilar sem höfðu áhrif á hana." María Lind kærði Margréti Köru til lögreglunnar í Hafnarfirði fyrir líkamsárás. „Ég veit ekki betur en að hún muni halda sínu máli áfram og er það auðvitað alfarið hennar ákvörðun," sagði Samúel. Margrét Kara var í leikbanni þegar að KR tapaði fyrir Keflavík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna um helgina. Hún verður einnig í banni í leik liðanna annað kvöld en getur svo spilað með KR á ný þegar liðið fer til Keflavíkur á föstudagskvöldið. Keflavík hefur semsagt forystu í einvíginu, 1-0, en þrjá sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitunum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kara getur mögulega spilað með KR um helgina Svo gæti farið að Margrét Kara Sturludóttir muni spila með KR gegn Keflavík um helgina, þrátt fyrir að hún hafi verið dæmd í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. 17. mars 2011 16:41 Hrafn: Kara er mesta keppnismanneskja sem ég hef þjálfað Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þeir ræddu leikbann leikmanns hans Margrétar Köru Sturludóttur. Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. 17. mars 2011 19:15 Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53 Margrét Kara: Þetta gerðist í einhverju bræðikasti í hita leiksins Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þau ræddu leikbann Margrétar Köru en hún var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. 17. mars 2011 18:45 María Lind kærir Margréti Köru til lögreglunnar Lögreglan í Hafnarfirði hefur staðfest að leikmaður Hauka hafi lagt inn kæru vegna líkamsárásar sem átti sér stað í leik Hauka og KR. 17. mars 2011 15:07 María Lind: Viðbrögð KR-inga alger brandari María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, er ekki sátt við niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur. 17. mars 2011 14:34 Körulaust KR-lið tapaði - Hamar lagði Njarðvík Úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna hófst í dag með tveimur leikjum. Hamar lagði þá Njarðvík á meðan Keflavík lagði KR í spennuleik. 19. mars 2011 17:52 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira
Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur hætt við að áfrýja dómnum sem Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, fékk í síðustu viku. Margrét Kara fékk tveggja leikja bann fyrir að slá til Maríu Lindar Sigurðardóttur, leikmanns Hauka, í leik liðanna fyrir tæpum tveimur vikum síðar. Á sama fundi Aga- og úrskurðarnefndar KKÍ var Davíð Páll Hermannsson, leikmaður Hauka, úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir sinn þátt í slagsmálum sem brutust út í leik liðsins gegn KFÍ í Iceland Express-deild karla. Haukar voru ósáttir við að Margrét Kara hafi ekki fengið þyngri dóm fyrir sitt brot, sérstaklega í ljósi þess að Davíð Páll var dæmdur í lengra bann en hún. Mikið var fjallað um málið fyrir helgi, sérstaklega eftir að myndbandsupptaka af atvikunum tveimur voru birtar á netinu, meðal annars hér á Vísi. „Okkur fannst umfjöllunin orðin nægilega mikil um þetta mál. Við viljum frekar taka það upp með KKÍ á næsta ársþingi sambandsins," sagði Samúel Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, í samtali við Vísi í dag. „Okkar sjónarmiðum hefur verið komið á framfæri." „Við viljum leggja fram tillögu um hvernig skuli breyta agareglum til að koma í veg fyrir ósamræmi eins og það sem kom upp í kringum þessi tvö mál," bætti hann við. „En þessi ákvörðun var tekin eingöngu af okkar hálfu. Það voru engir utanaðkomandi aðilar sem höfðu áhrif á hana." María Lind kærði Margréti Köru til lögreglunnar í Hafnarfirði fyrir líkamsárás. „Ég veit ekki betur en að hún muni halda sínu máli áfram og er það auðvitað alfarið hennar ákvörðun," sagði Samúel. Margrét Kara var í leikbanni þegar að KR tapaði fyrir Keflavík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna um helgina. Hún verður einnig í banni í leik liðanna annað kvöld en getur svo spilað með KR á ný þegar liðið fer til Keflavíkur á föstudagskvöldið. Keflavík hefur semsagt forystu í einvíginu, 1-0, en þrjá sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitunum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kara getur mögulega spilað með KR um helgina Svo gæti farið að Margrét Kara Sturludóttir muni spila með KR gegn Keflavík um helgina, þrátt fyrir að hún hafi verið dæmd í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. 17. mars 2011 16:41 Hrafn: Kara er mesta keppnismanneskja sem ég hef þjálfað Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þeir ræddu leikbann leikmanns hans Margrétar Köru Sturludóttur. Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. 17. mars 2011 19:15 Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53 Margrét Kara: Þetta gerðist í einhverju bræðikasti í hita leiksins Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þau ræddu leikbann Margrétar Köru en hún var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. 17. mars 2011 18:45 María Lind kærir Margréti Köru til lögreglunnar Lögreglan í Hafnarfirði hefur staðfest að leikmaður Hauka hafi lagt inn kæru vegna líkamsárásar sem átti sér stað í leik Hauka og KR. 17. mars 2011 15:07 María Lind: Viðbrögð KR-inga alger brandari María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, er ekki sátt við niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur. 17. mars 2011 14:34 Körulaust KR-lið tapaði - Hamar lagði Njarðvík Úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna hófst í dag með tveimur leikjum. Hamar lagði þá Njarðvík á meðan Keflavík lagði KR í spennuleik. 19. mars 2011 17:52 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira
Kara getur mögulega spilað með KR um helgina Svo gæti farið að Margrét Kara Sturludóttir muni spila með KR gegn Keflavík um helgina, þrátt fyrir að hún hafi verið dæmd í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. 17. mars 2011 16:41
Hrafn: Kara er mesta keppnismanneskja sem ég hef þjálfað Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þeir ræddu leikbann leikmanns hans Margrétar Köru Sturludóttur. Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. 17. mars 2011 19:15
Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53
Margrét Kara: Þetta gerðist í einhverju bræðikasti í hita leiksins Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þau ræddu leikbann Margrétar Köru en hún var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. 17. mars 2011 18:45
María Lind kærir Margréti Köru til lögreglunnar Lögreglan í Hafnarfirði hefur staðfest að leikmaður Hauka hafi lagt inn kæru vegna líkamsárásar sem átti sér stað í leik Hauka og KR. 17. mars 2011 15:07
María Lind: Viðbrögð KR-inga alger brandari María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, er ekki sátt við niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur. 17. mars 2011 14:34
Körulaust KR-lið tapaði - Hamar lagði Njarðvík Úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna hófst í dag með tveimur leikjum. Hamar lagði þá Njarðvík á meðan Keflavík lagði KR í spennuleik. 19. mars 2011 17:52