Umfjöllun: KR sópaði Njarðvík í frí Stefán Árni Pálsson í Njarðvík skrifar 20. mars 2011 21:05 Pavel var magnaður í liði KR í kvöld. KR vann öruggan sigur á Njarðvík, 80-96, í 8-liða úrslitum Iceland Express deild karla í Ljónagryfjunni í kvöld og vann því einvígið 2-0. Gestirnir léku vel nánast allan leikinn og hleyptu Njarðvíkingum lítið í takt við leikinn. Eitt af stóreinvígum 8-liða úrslitana í Iceland-Express deild karla er án efa milli Njarðvíkinga og KR-inga. Ljónagryfjan í Njarðvík var orðin full tuttugu mínútum fyrir leik og mikil stemmning var í kofanum. KR-ingar unnu fyrri leikinn í DHL-höllinni og því voru heimamenn alveg upp við vegg. Liðin mættust síðast í Njarðvík ekki alls fyrir löngu og þá unnu KR-ingar öruggan sigur, en síðan þá hafa Njarðvíkingar styrkt lið sitt til muna með frábærum leikstjórnanda, Giordan Watson, og einnig hefur Brenton Birmingham tekið fram skóna á ný. Mikið jafnræði var með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að hafa forystu. Fannar Ólafsson, leikmaður KR, var komin með þrjár villur eftir aðeins tveggja mínútna leik og fór því strax á bekkinn. Gríðarleg barátta var í leikmönnum beggja liða og ekki leið langur tími þar til að sjá fór á mönnum. Fyrsti leikhluti hélt áfram að vera gríðarlega jafn en gestirnir náðu aftur á móti að setja niður þriggja stiga körfu þegar aðeins ein sekúnda var eftir af leiknum. Staðan var því 27-31 eftir fyrsta fjórðunginn. KR-ingar byrjuðu annan leikhluta af miklum krafti og náðu 12 stiga forystu þegar fjórðungurinn var hálfnaður. Ólafur Már Ægisson og Brynjar Þór Björnsson, leikmenn KR, voru sjóðandi heitir fyrir utan þriggja stiga línuna. Njarðvíkingar hrukku þá í gang og náðu á örskömmum tíma að jafna leikinn, 47-47, en Giordan Watson, leikmaður Njarðvíkinga, fór mikinn á þeim kafla og gestirnir réðu hreinlega ekkert við hann. KR-ingar bættu við fjórum stigum það sem eftir var af hálfleiknum og því var staðan 47-51 í hálfleik og leikurinn galopinn. Þriðji leikhlutinn var algjör eign KR-inga en heimamenn í Njarðvík fundu sig engan veginn. Marcus Walker lék einkar vel í fjórðungnum og kom með þann neista í KR liðið sem þeim vantaði sárlega. KR-ingar höfðu 15 stiga forystu fyrir loka fjórðunginn og því var brekkan brött fyrir Njarðvíkinga en þeir skoruðu aðeins níu stig í þriðja leikhluta. KR-ingar héldu áfram sínu striki í fjórða leikhlutanum léku virkilega vel. Heimamenn náðu smá áhlaupi að KR-ingum þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum en þá var munurinn sjö stig. Lengra komust þeir aftur á móti ekki og KR sigldi lygnan sjó það sem eftir var af leiknum og sigraði örugglega 80-96.Njarðvík-KR 80-96 (26-31, 20-20, 9-20, 25-25)Njarðvík: Jóhann Árni Ólafsson 19, Giordan Watson 18/6 fráköst/10 stoðsendingar, Melzie Jonathan Moore 18, Nenad Tomasevic 9, Páll Kristinsson 6, Friðrik E. Stefánsson 4/12 fráköst, Guðmundur Jónsson 3, Egill Jónasson 2, Brenton Joe Birmingham 1. KR: Marcus Walker 21, Brynjar Þór Björnsson 20, Pavel Ermolinskij 16/18 fráköst/9 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 12, Fannar Ólafsson 6/5 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 6, Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Hreggviður Magnússon 4. Dominos-deild karla Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
KR vann öruggan sigur á Njarðvík, 80-96, í 8-liða úrslitum Iceland Express deild karla í Ljónagryfjunni í kvöld og vann því einvígið 2-0. Gestirnir léku vel nánast allan leikinn og hleyptu Njarðvíkingum lítið í takt við leikinn. Eitt af stóreinvígum 8-liða úrslitana í Iceland-Express deild karla er án efa milli Njarðvíkinga og KR-inga. Ljónagryfjan í Njarðvík var orðin full tuttugu mínútum fyrir leik og mikil stemmning var í kofanum. KR-ingar unnu fyrri leikinn í DHL-höllinni og því voru heimamenn alveg upp við vegg. Liðin mættust síðast í Njarðvík ekki alls fyrir löngu og þá unnu KR-ingar öruggan sigur, en síðan þá hafa Njarðvíkingar styrkt lið sitt til muna með frábærum leikstjórnanda, Giordan Watson, og einnig hefur Brenton Birmingham tekið fram skóna á ný. Mikið jafnræði var með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að hafa forystu. Fannar Ólafsson, leikmaður KR, var komin með þrjár villur eftir aðeins tveggja mínútna leik og fór því strax á bekkinn. Gríðarleg barátta var í leikmönnum beggja liða og ekki leið langur tími þar til að sjá fór á mönnum. Fyrsti leikhluti hélt áfram að vera gríðarlega jafn en gestirnir náðu aftur á móti að setja niður þriggja stiga körfu þegar aðeins ein sekúnda var eftir af leiknum. Staðan var því 27-31 eftir fyrsta fjórðunginn. KR-ingar byrjuðu annan leikhluta af miklum krafti og náðu 12 stiga forystu þegar fjórðungurinn var hálfnaður. Ólafur Már Ægisson og Brynjar Þór Björnsson, leikmenn KR, voru sjóðandi heitir fyrir utan þriggja stiga línuna. Njarðvíkingar hrukku þá í gang og náðu á örskömmum tíma að jafna leikinn, 47-47, en Giordan Watson, leikmaður Njarðvíkinga, fór mikinn á þeim kafla og gestirnir réðu hreinlega ekkert við hann. KR-ingar bættu við fjórum stigum það sem eftir var af hálfleiknum og því var staðan 47-51 í hálfleik og leikurinn galopinn. Þriðji leikhlutinn var algjör eign KR-inga en heimamenn í Njarðvík fundu sig engan veginn. Marcus Walker lék einkar vel í fjórðungnum og kom með þann neista í KR liðið sem þeim vantaði sárlega. KR-ingar höfðu 15 stiga forystu fyrir loka fjórðunginn og því var brekkan brött fyrir Njarðvíkinga en þeir skoruðu aðeins níu stig í þriðja leikhluta. KR-ingar héldu áfram sínu striki í fjórða leikhlutanum léku virkilega vel. Heimamenn náðu smá áhlaupi að KR-ingum þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum en þá var munurinn sjö stig. Lengra komust þeir aftur á móti ekki og KR sigldi lygnan sjó það sem eftir var af leiknum og sigraði örugglega 80-96.Njarðvík-KR 80-96 (26-31, 20-20, 9-20, 25-25)Njarðvík: Jóhann Árni Ólafsson 19, Giordan Watson 18/6 fráköst/10 stoðsendingar, Melzie Jonathan Moore 18, Nenad Tomasevic 9, Páll Kristinsson 6, Friðrik E. Stefánsson 4/12 fráköst, Guðmundur Jónsson 3, Egill Jónasson 2, Brenton Joe Birmingham 1. KR: Marcus Walker 21, Brynjar Þór Björnsson 20, Pavel Ermolinskij 16/18 fráköst/9 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 12, Fannar Ólafsson 6/5 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 6, Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Hreggviður Magnússon 4.
Dominos-deild karla Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira