Umfjöllun: Sannfærandi hjá KR sem er komið í 2-0 Óskar Ófeigur Jónsson í Sláturhúsinu skrifar 30. mars 2011 20:58 Marcus Walker skoraði 31 stig í kvöld, KR-ingar eru einum sigurleik frá úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir sannfærandi 18 stiga sigur á Keflavík, 87-105, í Toyota-höllinni í kvöld. KR varð þar með fyrsta liðið til að vinna Keflvíkinga á heimavelli á árinu 2011. KR-ingar gáfu tóninn með frábærri byrjun og virtustu alltaf eiga svör þegar Keflavíkurliðið reyndi að koma sér inn í leikinn aftur. Bakvarðarsveitin Marcus Walker, Pavel Ermolinskij og Brynjar Þór Björnsson áttu allir stjörnuleik og KR-ingar virtust bara vera númeri of stórir fyrir Keflavíkurliðið í kvöld. Marcus Walker var með 31 stig hjá KR, Pavel Ermolinskij bætti við 17 stigum, 15 fráköstum og 8 stoðsendingum og Brynjar Þór Björnsson var með 17 stig. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 21 stig og 13 fráköst hjá Keflavík og Thomas Sanders skoraði 16 stig. KR-ingar byrjuðu af miklum krafti, komust í 7-0 á innan við mínútu og voru 14-7 yfir þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar. Keflvíkingar náðu að minnka muninn í 14-13 með því að skora þrjár körfur á rúmum 50 sekúndum og leikurinn hélst jafn þar til að KR-ingar rifu sig aftur frá heimmönnum og voru 34-28 yfir eftir fyrsta leikhlutann ekki síst fyrir góðan leik Brynjars Þórs Björnssonar sem skoraði sex stig á lokakafla leikhlutans. Thomas Sanders byrjaði annan leikhluta af miklum krafti og sjö stig frá honum á fyrstu 3 mínútum hans var lykillinn að Keflavík komst yfir í fyrsta sinn í leiknum, 37-36. Marcus Walker var hinsvegar maðurinn á bak við að KR sleit sig frá Keflavík á ný þegar hann skoraði átta stig á innan við mínútu í miðjum 10-0 spretti sem kom KR-liðinu í 50-40. KR-ingar voru síðan með 54-45 forskot í hálfleik. Marcus Walker er ekki bara maður seinni hálfleiksins því hann var kominn með 20 stig í hálfleik eftir að hafa skorað samtals 22 stig í fyrri hálfleik hinna þriggja leikja liðsins. Bakvarðarsveit KR-liðsins lék líka við hvern sinn fingur á meðan stóru strákarnir í KR-liðinu voru aðallega í því að koma sér í villuvandræði. Auk 20 stiga frá Marcus var Brynjar Þór Björnsson með 11 stig og Pavel Ermolinskij skoraði 9 stig, tók 9 fráköst og stal 4 boltum. Þeir voru allir duglegir að keyra upp hraðann og skoruðu mörg stiganna á óuppstillta vörn Keflavíkurliðsins. Marcus Walker byrjaði seinni hálfleikinn á því að koma KR ellefu stigum yfir en síðan skoraði KR-liðið ekki nema tvö stig á næstu fjórum og hálfri mínútu. Keflvíkingar komust yfir í 59-58 eftir 10-0 sprett voru KR-ingar fljótir að ná frumkvæðinu aftur. Pavel Ermolinskij stýrði umferðinni, átti fjórar stoðsendingar á síðustu þremur mínútum leikhlutans og KR var 73-70 fyrir síðasta leikhlutann. Keflavík náði að minnka muninn í eitt stig í tvígang í upphafi seinni hálfleiks en þá setti Skarphéðinn Ingason niður tvo þrista með stuttu millibili og KR-liðið var aftur komið tíu stigum yfir, 90-76. KR-ingar bættu síðan við forystuna í lokin og fögnuðu sannfærandi sigri.Keflavík-KR 87-105 Keflavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/13 fráköst, Thomas Sanders 18, Andrija Ciric 16, Magnús Þór Gunnarsson 8/7 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 7/4 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Gunnar Einarsson 6/6 fráköst, Elentínus Margeirsson 5, Jón Nordal Hafsteinsson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 2. KR: Marcus Walker 31/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 17/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 17/15 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Hreggviður Magnússon 10, Fannar Ólafsson 9/6 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 8, Finnur Atli Magnússon 6/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 4, Jón Orri Kristjánsson 2/7 fráköst, Ólafur Már Ægisson 1. Dominos-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Sjá meira
KR-ingar eru einum sigurleik frá úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir sannfærandi 18 stiga sigur á Keflavík, 87-105, í Toyota-höllinni í kvöld. KR varð þar með fyrsta liðið til að vinna Keflvíkinga á heimavelli á árinu 2011. KR-ingar gáfu tóninn með frábærri byrjun og virtustu alltaf eiga svör þegar Keflavíkurliðið reyndi að koma sér inn í leikinn aftur. Bakvarðarsveitin Marcus Walker, Pavel Ermolinskij og Brynjar Þór Björnsson áttu allir stjörnuleik og KR-ingar virtust bara vera númeri of stórir fyrir Keflavíkurliðið í kvöld. Marcus Walker var með 31 stig hjá KR, Pavel Ermolinskij bætti við 17 stigum, 15 fráköstum og 8 stoðsendingum og Brynjar Þór Björnsson var með 17 stig. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 21 stig og 13 fráköst hjá Keflavík og Thomas Sanders skoraði 16 stig. KR-ingar byrjuðu af miklum krafti, komust í 7-0 á innan við mínútu og voru 14-7 yfir þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar. Keflvíkingar náðu að minnka muninn í 14-13 með því að skora þrjár körfur á rúmum 50 sekúndum og leikurinn hélst jafn þar til að KR-ingar rifu sig aftur frá heimmönnum og voru 34-28 yfir eftir fyrsta leikhlutann ekki síst fyrir góðan leik Brynjars Þórs Björnssonar sem skoraði sex stig á lokakafla leikhlutans. Thomas Sanders byrjaði annan leikhluta af miklum krafti og sjö stig frá honum á fyrstu 3 mínútum hans var lykillinn að Keflavík komst yfir í fyrsta sinn í leiknum, 37-36. Marcus Walker var hinsvegar maðurinn á bak við að KR sleit sig frá Keflavík á ný þegar hann skoraði átta stig á innan við mínútu í miðjum 10-0 spretti sem kom KR-liðinu í 50-40. KR-ingar voru síðan með 54-45 forskot í hálfleik. Marcus Walker er ekki bara maður seinni hálfleiksins því hann var kominn með 20 stig í hálfleik eftir að hafa skorað samtals 22 stig í fyrri hálfleik hinna þriggja leikja liðsins. Bakvarðarsveit KR-liðsins lék líka við hvern sinn fingur á meðan stóru strákarnir í KR-liðinu voru aðallega í því að koma sér í villuvandræði. Auk 20 stiga frá Marcus var Brynjar Þór Björnsson með 11 stig og Pavel Ermolinskij skoraði 9 stig, tók 9 fráköst og stal 4 boltum. Þeir voru allir duglegir að keyra upp hraðann og skoruðu mörg stiganna á óuppstillta vörn Keflavíkurliðsins. Marcus Walker byrjaði seinni hálfleikinn á því að koma KR ellefu stigum yfir en síðan skoraði KR-liðið ekki nema tvö stig á næstu fjórum og hálfri mínútu. Keflvíkingar komust yfir í 59-58 eftir 10-0 sprett voru KR-ingar fljótir að ná frumkvæðinu aftur. Pavel Ermolinskij stýrði umferðinni, átti fjórar stoðsendingar á síðustu þremur mínútum leikhlutans og KR var 73-70 fyrir síðasta leikhlutann. Keflavík náði að minnka muninn í eitt stig í tvígang í upphafi seinni hálfleiks en þá setti Skarphéðinn Ingason niður tvo þrista með stuttu millibili og KR-liðið var aftur komið tíu stigum yfir, 90-76. KR-ingar bættu síðan við forystuna í lokin og fögnuðu sannfærandi sigri.Keflavík-KR 87-105 Keflavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/13 fráköst, Thomas Sanders 18, Andrija Ciric 16, Magnús Þór Gunnarsson 8/7 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 7/4 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Gunnar Einarsson 6/6 fráköst, Elentínus Margeirsson 5, Jón Nordal Hafsteinsson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 2. KR: Marcus Walker 31/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 17/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 17/15 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Hreggviður Magnússon 10, Fannar Ólafsson 9/6 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 8, Finnur Atli Magnússon 6/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 4, Jón Orri Kristjánsson 2/7 fráköst, Ólafur Már Ægisson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Sjá meira