Fótbolti

Spilað á Spáni um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik með Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni.
Úr leik með Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni. Nordic Photos / AFP
Verkfalli félaga sem leika í spænsku úrvalsdeildinni hefur verið afstýrt eftir að dómstóll í Madríd ógilti verkfallsboðun samtaka úrvalsdeildarfélaga þar í landi.

Alls sóttu sex félög í spænsku úrvalsdeildinni eftir því að dæma verkfallið ólöglegt en það eru Athletic Bilbao, Real Sociedad, Real Zaragoza, Espanyol, Villarreal og Sevilla.

Meirihluti félaga í deildinni studdi þó verkfallið sem var boðað vegna deilna um sjónvarpstekur.

Félögin vilja fá sem mestar tekjur af leikjum sínum í deildinni en spænska ríkistjórnin setti nýverið lög sem skyldar að einn leikur í hverri umferð verði sýndur í ólæstri dagskrá.

Þetta voru félögin ósátt við og ætluðu því að fara í verkfall um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×