Ekki samið til langs tíma falli Icesave Heimir Már Pétursson skrifar 5. apríl 2011 18:30 Vilhjálmur Egilsson. Mynd/GVA Ólíklegt er að takist að ganga endanlega frá kjarasamningum fyrir helgi, jafnvel þótt stjórnvöld verði við öllum kröfum aðila vinnumarkaðarins. Samtök atvinnulífsins treysta sér ekki til að samþykkja kjarasamninga til þriggja ára, ef Icesave samningarnir verða felldir á laugardag, vegna þeirrar óvissu sem þá verði uppi í efnahagsmálum. Forysta Samtaka atvinnulífsins kom til móts við helstu kröfur forystu Alþýðusambandsins um hækkun lægstu launa og almennar launahækkanir á næstu þremur árum í gærkvöldi, og tókst þannig að koma í veg fyrir að það slitnaði upp úr viðræðunum. „Við erum síðan núna að reyna að fá svör frá ríkisstjórninni vegna þeirra athugasemda sem við höfum gert við þau drög að yfirlýsingu sem við fengum frá henni," segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjarasamningar á þeim nótum sem nú séu ræddir byggi algerlega á því að fjárfesting aukist meira í landinu á næstu misserum en gert sér ráð fyrir í þjóðhagsspá Hagstofunnar. „Við erum að reyna að fara atvinnuleiðina, skapa störf og minnka atvinnuleysið enn meira – ná í tekjur," segir Vilhjálmur. Þessir samningar séu mjög þungir fyrir margar atvinnugreinar. „Það þarf að tryggja að það verði örugglega allt á útopnu ef þetta á að verða. Og það er algerlega borin von að það sé hægt að fara atvinnuleiðina ef það á að skilj eina helstu útflutningsatvinnugreinina, sjávarútveginn alveg eftir," segir Vilhjálmur. Niðurstaða þurfi því að liggja fyrir um framtíð stjórn fiskveiða og eyða þurfi óvissu um mörg stór fjárfestringaverkefni í þjóðfélaginu sem ekki séu að ganga fram. „Og við þurfum líka að eyða óvissu um gjaldeyrishöftin og þróun fjármagnsmarkaðarins og skattamál fyrirtækja og ýmssra mála. Það skiptir mjög miklu máli, algerlega afgerandi máli að fjárfestingarnar komist af stað," segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Ólíklegt er að takist að greiða úr öllum þessum málum fyrir helgina og því verður varla skrifað undir nýja kjarasamninga fyrr en í næstu viku. En á laugardag tekur þjóðin stóra ákvörðun í atkvæðagreiðslunni um Icesave samningana. Vilhjálmur segir gerð kjarasamninga hafa farið fram á eigin forsendum. „Það er hins vegar þannig að við höfum gengið út frá því í þessari vinnu að Icesave samningarnir verði samþykktir. Ef þeir verða ekki samþykktir þurfum við að endurmeta allar forsendurnar og þá er greinilegt að við verðum komin inn í umhverfi sem er ekki það sem við vorum að stefna að." Þannig að minnkar þá kannski vilji hjá þínum umbjóðendum að semja til langs tíma eins og þið eru að stefna að, til þriggja ára? „Ég myndi segja að viljinn sé fyrir hendi. Það skortir ekkert á viljann en það myndi skorta á getuna," segir Vilhjálmur Egilsson. Icesave Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Ólíklegt er að takist að ganga endanlega frá kjarasamningum fyrir helgi, jafnvel þótt stjórnvöld verði við öllum kröfum aðila vinnumarkaðarins. Samtök atvinnulífsins treysta sér ekki til að samþykkja kjarasamninga til þriggja ára, ef Icesave samningarnir verða felldir á laugardag, vegna þeirrar óvissu sem þá verði uppi í efnahagsmálum. Forysta Samtaka atvinnulífsins kom til móts við helstu kröfur forystu Alþýðusambandsins um hækkun lægstu launa og almennar launahækkanir á næstu þremur árum í gærkvöldi, og tókst þannig að koma í veg fyrir að það slitnaði upp úr viðræðunum. „Við erum síðan núna að reyna að fá svör frá ríkisstjórninni vegna þeirra athugasemda sem við höfum gert við þau drög að yfirlýsingu sem við fengum frá henni," segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjarasamningar á þeim nótum sem nú séu ræddir byggi algerlega á því að fjárfesting aukist meira í landinu á næstu misserum en gert sér ráð fyrir í þjóðhagsspá Hagstofunnar. „Við erum að reyna að fara atvinnuleiðina, skapa störf og minnka atvinnuleysið enn meira – ná í tekjur," segir Vilhjálmur. Þessir samningar séu mjög þungir fyrir margar atvinnugreinar. „Það þarf að tryggja að það verði örugglega allt á útopnu ef þetta á að verða. Og það er algerlega borin von að það sé hægt að fara atvinnuleiðina ef það á að skilj eina helstu útflutningsatvinnugreinina, sjávarútveginn alveg eftir," segir Vilhjálmur. Niðurstaða þurfi því að liggja fyrir um framtíð stjórn fiskveiða og eyða þurfi óvissu um mörg stór fjárfestringaverkefni í þjóðfélaginu sem ekki séu að ganga fram. „Og við þurfum líka að eyða óvissu um gjaldeyrishöftin og þróun fjármagnsmarkaðarins og skattamál fyrirtækja og ýmssra mála. Það skiptir mjög miklu máli, algerlega afgerandi máli að fjárfestingarnar komist af stað," segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Ólíklegt er að takist að greiða úr öllum þessum málum fyrir helgina og því verður varla skrifað undir nýja kjarasamninga fyrr en í næstu viku. En á laugardag tekur þjóðin stóra ákvörðun í atkvæðagreiðslunni um Icesave samningana. Vilhjálmur segir gerð kjarasamninga hafa farið fram á eigin forsendum. „Það er hins vegar þannig að við höfum gengið út frá því í þessari vinnu að Icesave samningarnir verði samþykktir. Ef þeir verða ekki samþykktir þurfum við að endurmeta allar forsendurnar og þá er greinilegt að við verðum komin inn í umhverfi sem er ekki það sem við vorum að stefna að." Þannig að minnkar þá kannski vilji hjá þínum umbjóðendum að semja til langs tíma eins og þið eru að stefna að, til þriggja ára? „Ég myndi segja að viljinn sé fyrir hendi. Það skortir ekkert á viljann en það myndi skorta á getuna," segir Vilhjálmur Egilsson.
Icesave Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira