Umfjöllun: Keflavík enn á lífi eftir sigur í framlengdum leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. apríl 2011 21:27 Það var svakaleg barátta í KR-höllinni í kvöld. Stjarnan fær að hvíla í ágætan tíma fyrir úrslitaeinvígið í Iceland-Express deild karla því Keflavík vann magnaðan sigur, 135-139, á KR í framlengdum leik liðanna í Frostaskjólinu í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 2-1 fyrir KR og næsti leikur fer fram í Keflavík. Leikur liðanna í kvöld var hreint út sagt stórkostlegur. Keflvíkingar voru með bakið upp við vegg og það sást í upphafi enda mættu þeir mun grimmari til leiks. Tóku frumkvæðið og leiddu með sex stigum eftir fyrsta leikhluta, 21-27. KR-ingar komu til baka í öðrum leikhluta, náðu að jafna en Keflvíkingar bitu þá í skjaldarrendur og tóku aftur fram úr. Staðan í hálfleik, 49-53. Sigurður Þorsteinsson, Sanders og Ciric allir öflugir hjá Keflavík. KR-ingar óvenju daufir en Finnur Atli Magnússon sprækastur þeirra og Hreggviður Magnússon kom einnig með fimm stig. Eins og svo oft áður í vetur komu KR-ingar til baka í þriðja leikhluta. Hreggviður Magnússon leiddi endurkomu Vesturbæinga en gjörsamlega allt fór niður hjá honum. Hreggviður hitti úr sex fyrstu skotum sínum og þar af voru þrír þristar. KR komst yfir, 67-63, og þá tók Keflavík leikhlé. Það skilaði sínu hjá Guðjóni Skúlasyni þjálfara því Keflavík komst yfir. Það reyndist skammgóður vermir því Hreggviður setti niður enn einn þristinn. Ótrúleg frammistaða hjá honum. Baráttan í fjórða leikhluta var gríðarleg. Keflvíkingar neituðu að gefast upp og leikurinn var algjörlega í járnum þegar aðeins fimm mínútur voru eftir. Lokakaflinn var með ólíkindum spennandi. Liðin skiptust á að leiða og þegar rúm mínúta var eftir af leiknum var staðan jöfn. Keflavík náði svo fimm stiga forskoti, 96-101 þegar 50 sekúndur voru eftir. Hreggviður snöggkólnaði þá óvænt og klúðraði tveimur þriggja stiga skotum í röð. Keflvíkingar fóru á vítalínuna þar sem þeir voru heitir. KR saxaði samt á forskotið. Þegar aðeins 2 sekúndur voru eftir setti Brynjar Þór Björnsson niður ótrúlegan þrist af löngu færi. Fáranlega flott karfa. Keflavík fékk eitt lokatækifæri. Þeir köstuðu langri sendingu inn á Sigurð Þorsteinsson. Hann var í úrvalsfæri en boltinn dansaði á hringnum en ekki vildi boltinn ofan í. 106-106 og framlengt. Ótrúlegur lokakafli. Keflvíkingar byrjuðu framlenginguna betur og skoruðu fimm fyrstu stigin. KR kom til baka eins og áður. Þá var komið að Magnúsi Gunnarssyni að setja niður þrist. 109-117 og tvær og hálf mínúta eftir. Magnús var ekki hættur og kom Keflavík í tíu stiga forskot, 112-122 þegar tvær mínútur voru eftir. Þetta bil náði KR aldrei að brúa og magnaðir Keflvíkingar eru því enn á lífi. Ciric var stórkostlegur í liði Keflavíkur með 42 stig. Sigurður Þorsteinsson, Sanders og Magnús einnig afar sterkir. Hjá KR voru Hreggviður, Brynjar Björn og Walker bestir. Pavel einnig góður með þrefalda tvennu.KR-Keflavík 135-139 (21-27, 28-26, 30-20, 27-33, 29-33) KR: Marcus Walker 29/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 28/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 25/7 fráköst/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 14/8 fráköst, Pavel Ermolinskij 12/15 fráköst/17 stoðsendingar, Fannar Ólafsson 12/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 5, Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Ólafur Már Ægisson 3, Ágúst Angantýsson 2. Keflavík: Andrija Ciric 42/6 fráköst, Thomas Sanders 22/7 fráköst/9 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 21, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/11 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/4 fráköst/9 stoðsendingar, Gunnar Einarsson 12/4 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 4, Jón Nordal Hafsteinsson 4. Dominos-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira
Stjarnan fær að hvíla í ágætan tíma fyrir úrslitaeinvígið í Iceland-Express deild karla því Keflavík vann magnaðan sigur, 135-139, á KR í framlengdum leik liðanna í Frostaskjólinu í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 2-1 fyrir KR og næsti leikur fer fram í Keflavík. Leikur liðanna í kvöld var hreint út sagt stórkostlegur. Keflvíkingar voru með bakið upp við vegg og það sást í upphafi enda mættu þeir mun grimmari til leiks. Tóku frumkvæðið og leiddu með sex stigum eftir fyrsta leikhluta, 21-27. KR-ingar komu til baka í öðrum leikhluta, náðu að jafna en Keflvíkingar bitu þá í skjaldarrendur og tóku aftur fram úr. Staðan í hálfleik, 49-53. Sigurður Þorsteinsson, Sanders og Ciric allir öflugir hjá Keflavík. KR-ingar óvenju daufir en Finnur Atli Magnússon sprækastur þeirra og Hreggviður Magnússon kom einnig með fimm stig. Eins og svo oft áður í vetur komu KR-ingar til baka í þriðja leikhluta. Hreggviður Magnússon leiddi endurkomu Vesturbæinga en gjörsamlega allt fór niður hjá honum. Hreggviður hitti úr sex fyrstu skotum sínum og þar af voru þrír þristar. KR komst yfir, 67-63, og þá tók Keflavík leikhlé. Það skilaði sínu hjá Guðjóni Skúlasyni þjálfara því Keflavík komst yfir. Það reyndist skammgóður vermir því Hreggviður setti niður enn einn þristinn. Ótrúleg frammistaða hjá honum. Baráttan í fjórða leikhluta var gríðarleg. Keflvíkingar neituðu að gefast upp og leikurinn var algjörlega í járnum þegar aðeins fimm mínútur voru eftir. Lokakaflinn var með ólíkindum spennandi. Liðin skiptust á að leiða og þegar rúm mínúta var eftir af leiknum var staðan jöfn. Keflavík náði svo fimm stiga forskoti, 96-101 þegar 50 sekúndur voru eftir. Hreggviður snöggkólnaði þá óvænt og klúðraði tveimur þriggja stiga skotum í röð. Keflvíkingar fóru á vítalínuna þar sem þeir voru heitir. KR saxaði samt á forskotið. Þegar aðeins 2 sekúndur voru eftir setti Brynjar Þór Björnsson niður ótrúlegan þrist af löngu færi. Fáranlega flott karfa. Keflavík fékk eitt lokatækifæri. Þeir köstuðu langri sendingu inn á Sigurð Þorsteinsson. Hann var í úrvalsfæri en boltinn dansaði á hringnum en ekki vildi boltinn ofan í. 106-106 og framlengt. Ótrúlegur lokakafli. Keflvíkingar byrjuðu framlenginguna betur og skoruðu fimm fyrstu stigin. KR kom til baka eins og áður. Þá var komið að Magnúsi Gunnarssyni að setja niður þrist. 109-117 og tvær og hálf mínúta eftir. Magnús var ekki hættur og kom Keflavík í tíu stiga forskot, 112-122 þegar tvær mínútur voru eftir. Þetta bil náði KR aldrei að brúa og magnaðir Keflvíkingar eru því enn á lífi. Ciric var stórkostlegur í liði Keflavíkur með 42 stig. Sigurður Þorsteinsson, Sanders og Magnús einnig afar sterkir. Hjá KR voru Hreggviður, Brynjar Björn og Walker bestir. Pavel einnig góður með þrefalda tvennu.KR-Keflavík 135-139 (21-27, 28-26, 30-20, 27-33, 29-33) KR: Marcus Walker 29/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 28/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 25/7 fráköst/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 14/8 fráköst, Pavel Ermolinskij 12/15 fráköst/17 stoðsendingar, Fannar Ólafsson 12/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 5, Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Ólafur Már Ægisson 3, Ágúst Angantýsson 2. Keflavík: Andrija Ciric 42/6 fráköst, Thomas Sanders 22/7 fráköst/9 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 21, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/11 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/4 fráköst/9 stoðsendingar, Gunnar Einarsson 12/4 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 4, Jón Nordal Hafsteinsson 4.
Dominos-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira