Vettel: Reyndi að verjast Hamilton af bestu getu 18. apríl 2011 13:46 Sebastian Vettel og Lewis Hamilton á verðlaunapallinum í Sjanghæ í gær. Mynd: Getty Images/Clive Mason Sebastian Vettel hjá Red Bull er efstur í stigamótinu í Formúlu 1, en hann varð annar á eftir Lewis Hamilton á Sjanghæ brautinni í gær. Hann var fremstur á ráslínu, en komst ekki hratt af stað í rásmarkinu og missti Jenson Button og Lewis Hamilton framúr sér. Vettel útskýrði gang mála hjá sér í fréttatilkynningu frá Red Bull, sem liðið sendi frá sér eftir keppnina. „Ræsingin var ekki sem best og af einhverjum sökum þá er vinstri hluti brautarinnar hérna verri en sá hægri. Ég tapaði sætum til Jenson og Lewis. Eftir þetta var þetta spurning um að vera þolinmóður", sagði Vettel um atburði gærdagsins. „Við fórum betur með dekkin fyrir fyrsta þjónustuhléið og ég hefði getað ekið lengur á dekkjunum, en það var ekki ástæða til. Það kom á óvart að Jenson keyrði inn á mitt þjónustusvæði og ég vonaði að hann héldi áfram. Það gerðist svipað fyrir tveimur árum með Torro Rosso bíl. Ég veit ekki hvað laðar fólk að stöðva hjá okkur!", sagði Vettel. Button ók ínn á þjónustusvæði Red Bull, rétt á undan Vettel fyrir misgáning, en áttaði sig og hélt áfram á svæði McLaren. Hann tapaði dýrmætum tíma og Vettel komst út á braut á undan honum. „Þetta hafði engin áhrif og strákanir héldu vöku sinni. Ég kom út í forystu og reyndi að haga málum þannig að ég þyrfti bara tvö hlé. Ég hefði átt að keyra lengur á milli þjónustuhléa, en á lokasprettinum þá var ég kominn á harðari dekkinn og sá Lewis færast nær og nær. Ég reyndi að verjast af bestu getu, án þess að tapa tíma, en hann fann leið framhjá mér." „Þetta var erfið keppni og við gerðum tvenn mistök, en við náðum samt öðru og þriðja sæti (Mark Webber varð þriðji á Red Bull), sem eru hagstæð úrslit. Ég óska Lewis og McLaren til hamingju. Þeir stóðu sig vel og þetta sýnir að ef maður reynir eitthvað nýtt eða gerir mistök, þá er einhver til staðar sem getur unnið þig. Þetta var gott mót og við getum lært mikið af atburðum dagsins. Mark ók vel og hratt. Þegar tvö hlé eru tekinn, þá þarf maður að vera þolinmóður og passa upp á dekkinn. Það gekk ekki upp í dag", sagði Vettel. Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með 68 stig, Hamilton er með 47, Button 38, Webber 37, Fernando Alonso 26 og Felipe Massa 24. Formúla Íþróttir Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull er efstur í stigamótinu í Formúlu 1, en hann varð annar á eftir Lewis Hamilton á Sjanghæ brautinni í gær. Hann var fremstur á ráslínu, en komst ekki hratt af stað í rásmarkinu og missti Jenson Button og Lewis Hamilton framúr sér. Vettel útskýrði gang mála hjá sér í fréttatilkynningu frá Red Bull, sem liðið sendi frá sér eftir keppnina. „Ræsingin var ekki sem best og af einhverjum sökum þá er vinstri hluti brautarinnar hérna verri en sá hægri. Ég tapaði sætum til Jenson og Lewis. Eftir þetta var þetta spurning um að vera þolinmóður", sagði Vettel um atburði gærdagsins. „Við fórum betur með dekkin fyrir fyrsta þjónustuhléið og ég hefði getað ekið lengur á dekkjunum, en það var ekki ástæða til. Það kom á óvart að Jenson keyrði inn á mitt þjónustusvæði og ég vonaði að hann héldi áfram. Það gerðist svipað fyrir tveimur árum með Torro Rosso bíl. Ég veit ekki hvað laðar fólk að stöðva hjá okkur!", sagði Vettel. Button ók ínn á þjónustusvæði Red Bull, rétt á undan Vettel fyrir misgáning, en áttaði sig og hélt áfram á svæði McLaren. Hann tapaði dýrmætum tíma og Vettel komst út á braut á undan honum. „Þetta hafði engin áhrif og strákanir héldu vöku sinni. Ég kom út í forystu og reyndi að haga málum þannig að ég þyrfti bara tvö hlé. Ég hefði átt að keyra lengur á milli þjónustuhléa, en á lokasprettinum þá var ég kominn á harðari dekkinn og sá Lewis færast nær og nær. Ég reyndi að verjast af bestu getu, án þess að tapa tíma, en hann fann leið framhjá mér." „Þetta var erfið keppni og við gerðum tvenn mistök, en við náðum samt öðru og þriðja sæti (Mark Webber varð þriðji á Red Bull), sem eru hagstæð úrslit. Ég óska Lewis og McLaren til hamingju. Þeir stóðu sig vel og þetta sýnir að ef maður reynir eitthvað nýtt eða gerir mistök, þá er einhver til staðar sem getur unnið þig. Þetta var gott mót og við getum lært mikið af atburðum dagsins. Mark ók vel og hratt. Þegar tvö hlé eru tekinn, þá þarf maður að vera þolinmóður og passa upp á dekkinn. Það gekk ekki upp í dag", sagði Vettel. Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með 68 stig, Hamilton er með 47, Button 38, Webber 37, Fernando Alonso 26 og Felipe Massa 24.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira