Vettel: Reyndi að verjast Hamilton af bestu getu 18. apríl 2011 13:46 Sebastian Vettel og Lewis Hamilton á verðlaunapallinum í Sjanghæ í gær. Mynd: Getty Images/Clive Mason Sebastian Vettel hjá Red Bull er efstur í stigamótinu í Formúlu 1, en hann varð annar á eftir Lewis Hamilton á Sjanghæ brautinni í gær. Hann var fremstur á ráslínu, en komst ekki hratt af stað í rásmarkinu og missti Jenson Button og Lewis Hamilton framúr sér. Vettel útskýrði gang mála hjá sér í fréttatilkynningu frá Red Bull, sem liðið sendi frá sér eftir keppnina. „Ræsingin var ekki sem best og af einhverjum sökum þá er vinstri hluti brautarinnar hérna verri en sá hægri. Ég tapaði sætum til Jenson og Lewis. Eftir þetta var þetta spurning um að vera þolinmóður", sagði Vettel um atburði gærdagsins. „Við fórum betur með dekkin fyrir fyrsta þjónustuhléið og ég hefði getað ekið lengur á dekkjunum, en það var ekki ástæða til. Það kom á óvart að Jenson keyrði inn á mitt þjónustusvæði og ég vonaði að hann héldi áfram. Það gerðist svipað fyrir tveimur árum með Torro Rosso bíl. Ég veit ekki hvað laðar fólk að stöðva hjá okkur!", sagði Vettel. Button ók ínn á þjónustusvæði Red Bull, rétt á undan Vettel fyrir misgáning, en áttaði sig og hélt áfram á svæði McLaren. Hann tapaði dýrmætum tíma og Vettel komst út á braut á undan honum. „Þetta hafði engin áhrif og strákanir héldu vöku sinni. Ég kom út í forystu og reyndi að haga málum þannig að ég þyrfti bara tvö hlé. Ég hefði átt að keyra lengur á milli þjónustuhléa, en á lokasprettinum þá var ég kominn á harðari dekkinn og sá Lewis færast nær og nær. Ég reyndi að verjast af bestu getu, án þess að tapa tíma, en hann fann leið framhjá mér." „Þetta var erfið keppni og við gerðum tvenn mistök, en við náðum samt öðru og þriðja sæti (Mark Webber varð þriðji á Red Bull), sem eru hagstæð úrslit. Ég óska Lewis og McLaren til hamingju. Þeir stóðu sig vel og þetta sýnir að ef maður reynir eitthvað nýtt eða gerir mistök, þá er einhver til staðar sem getur unnið þig. Þetta var gott mót og við getum lært mikið af atburðum dagsins. Mark ók vel og hratt. Þegar tvö hlé eru tekinn, þá þarf maður að vera þolinmóður og passa upp á dekkinn. Það gekk ekki upp í dag", sagði Vettel. Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með 68 stig, Hamilton er með 47, Button 38, Webber 37, Fernando Alonso 26 og Felipe Massa 24. Formúla Íþróttir Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull er efstur í stigamótinu í Formúlu 1, en hann varð annar á eftir Lewis Hamilton á Sjanghæ brautinni í gær. Hann var fremstur á ráslínu, en komst ekki hratt af stað í rásmarkinu og missti Jenson Button og Lewis Hamilton framúr sér. Vettel útskýrði gang mála hjá sér í fréttatilkynningu frá Red Bull, sem liðið sendi frá sér eftir keppnina. „Ræsingin var ekki sem best og af einhverjum sökum þá er vinstri hluti brautarinnar hérna verri en sá hægri. Ég tapaði sætum til Jenson og Lewis. Eftir þetta var þetta spurning um að vera þolinmóður", sagði Vettel um atburði gærdagsins. „Við fórum betur með dekkin fyrir fyrsta þjónustuhléið og ég hefði getað ekið lengur á dekkjunum, en það var ekki ástæða til. Það kom á óvart að Jenson keyrði inn á mitt þjónustusvæði og ég vonaði að hann héldi áfram. Það gerðist svipað fyrir tveimur árum með Torro Rosso bíl. Ég veit ekki hvað laðar fólk að stöðva hjá okkur!", sagði Vettel. Button ók ínn á þjónustusvæði Red Bull, rétt á undan Vettel fyrir misgáning, en áttaði sig og hélt áfram á svæði McLaren. Hann tapaði dýrmætum tíma og Vettel komst út á braut á undan honum. „Þetta hafði engin áhrif og strákanir héldu vöku sinni. Ég kom út í forystu og reyndi að haga málum þannig að ég þyrfti bara tvö hlé. Ég hefði átt að keyra lengur á milli þjónustuhléa, en á lokasprettinum þá var ég kominn á harðari dekkinn og sá Lewis færast nær og nær. Ég reyndi að verjast af bestu getu, án þess að tapa tíma, en hann fann leið framhjá mér." „Þetta var erfið keppni og við gerðum tvenn mistök, en við náðum samt öðru og þriðja sæti (Mark Webber varð þriðji á Red Bull), sem eru hagstæð úrslit. Ég óska Lewis og McLaren til hamingju. Þeir stóðu sig vel og þetta sýnir að ef maður reynir eitthvað nýtt eða gerir mistök, þá er einhver til staðar sem getur unnið þig. Þetta var gott mót og við getum lært mikið af atburðum dagsins. Mark ók vel og hratt. Þegar tvö hlé eru tekinn, þá þarf maður að vera þolinmóður og passa upp á dekkinn. Það gekk ekki upp í dag", sagði Vettel. Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með 68 stig, Hamilton er með 47, Button 38, Webber 37, Fernando Alonso 26 og Felipe Massa 24.
Formúla Íþróttir Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira