Umfjöllun: KR-ingar tóku Stjörnuna í kennslustund, 108-78 Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 11. apríl 2011 20:52 Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur í liði KR með 28 stig. Mynd/Daníel KR-ingar sýndu styrk sinn gegn Stjörnunni í fyrsta leiknum í úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í kvöld. Stjarnan náði að hanga með KR-ingum í fyrri hálfleik en síðari hálfleik settu KR-ingar allt í gang og keyrðu hreinlega yfir lið Stjörnunnar. Lokatölur 108-78 og staðan er 1-0 fyrir KR en þrjá sigra þarf til þess að vinna þetta einvígi. Næsti leikur fer fram á fimmtudaginn á heimavelli Stjörnunnar. Það er ólík saga þeirra liða sem mætast í úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik þetta árið. KR, sem hefur unnið Íslandsmótið 11 sinunm í sögunni og síðast árið 2009, er félag sem er hokið af reynslu á þessu sviði. Lið Stjörnunnar er að stíga inn í lokaúrslit Iceland Express deildarinnar í fyrsta sinn í sögunni. Stjarnan hefur komið á óvart undanfarin ár og sigraði m.a. KR í úrslitum bikarkeppninnar veturinn 2008-2009. Það er eini titill félagsins fram til þessa og var Teitur Örlygsson þjálfari liðsins líkt og núna. Stemningin sem var til staðar í DHL höll KR-inga í oddaleiknum í undanúrslitunum s.l. fimmtudag var alls ekki til staðar í gær. Áhorfendur voru mun færri og hitastigið í húsinu var ekki eins hátt. Fannar Ólafsson fyrirliði KR var til taks á hliðarlínunni en hann glímir við lítilsháttar meiðsli í kálfa sem hann varð fyrir í oddaleiknum gegn Keflavík s.l. fimmtudag. Hreggviður Magnússon byrjaði gríðarlega vel í liði KR og skoraði alls 10 stig í fyrsta leikhluta en það var mikið skorað strax í upphafi. Hreggviður nýtti öll skotin sem hann tók í fyrsta leikluta. Brynjar Þór Björnsson fór einnig vel af stað í liði KR en hann skoraði alls 7 stig en Brynjar var allt í öllu í sóknarleik KR gegn Keflavík í oddaleiknum s.l. fimmtudag. KR-ingar komust í 21-9 en Stjörnumenn svöruðu fyrir sig og náðu að minnka muninn í 2 stig fyrir lok fyrsta leikhluta þar sem staðan var 27-25. Justin Shouse skoraði 11 stig fyrir Stjörnuna í fyrsta leikhluta. Íslendingurinn Jovan Zdravevski í liði Stjörnunnar lenti fljótlega í miklum villuvandræðum líkt og Marvin Valdimarsson. Þeir voru báðir komnir með þrjár villur um miðjan 2. leikhluta. Jovan gerði enn betur og fékk sína fjórðu villu rétt undir lok annars leikhluta. KR-ingar voru líka iðnir við kolann í villunum. Þeir voru búnir að næla sér í 15 slíkar um miðja 2. Leikhluta og þar fóru Hreggviður Magnússon og Íslendingurinn Pavel Ermolinskij. Og að sjálfsögðu var Skarphéðinn Ingason með þrjár villur í liði KR um miðjan fyrri hálfleik – og hann fékk sína fjórðu villu rétt undir lok síðari hálfleiks. Sóknarleikur Stjörnunnar snérist aðallega um þá Shouse og Renato Lindmets en sá síðarnefndi hefur reynst Stjörnumönnum gríðarlegur styrkur. Shouse skoraði alls 16 stig í fyrri hálfleik og Lindmets 15. Staðan var 56-48 í hálfleik. Brynjar Þór Björnsson skoraði alls 17 stig fyrir KR og hann endaði fyrri hálfleikinn með stórkostlegri þriggja stiga körfu rétt áður en leiktíminn rann út. Skömmu áður hafði Shouse skorað laglega þriggja stiga körfu fyrir Stjörnuna og héldu flestir að það hefði verið síðustu stig fyrri hálfleiks. Þriggja stiga nýting KR-inga í fyrri hálfleik var 60% 8 af 13 fóru rétta leið.Teitur Örlygsson þarf að fara yfir margt hjá sínum mönnum eftir 30 stiga tap liðsins gegn KR í kvöldSíðari hálfleikurinn hófst með miklu áhlaupi KR-inga. Þeir skoruðu þriggja stiga körfur á upphafsmínútum leiksins og Stjarnan náði ekki að svara fyrir sig. Munurinn fór upp í 16 stig þegar Teitur Örlygsson tók leikhlék 66-50. Það breytti engu og KR-ingar gengu á lagið og skoruðu nánast þegar þeim sýndist. Varnarleikur Stjörnunnar var lélegur og þeir voru mjög lengi að koma sér úr sókn í vörn. Marvin Valdimarson leikmaður Stjörnunnar fékk sína 5 villu rétt undir lok 3. leikhluta og Skarphéðinn Ingason fór sömu leið hjá KR skömmu síðar. Staðan var 87-66 eftir þriðja leikhluta og eftir það gáfust Stjörnumenn bara upp og skoruðu ekki stig í sjö mínútur í fjórða leikhluta. Eftirleikurinn var formsatriði. KR-Stjarnan 108-78 (27-25, 29-23, 31-18, 21-12) KR: Brynjar Þór Björnsson 28/4 fráköst, Marcus Walker 23, Hreggviður Magnússon 16/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 10/4 fráköst/4 varin skot, Pavel Ermolinskij 10/9 fráköst/7 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 6/8 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6/8 fráköst, Martin Hermannsson 3, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Freyr Ingason 3, Fannar Ólafsson 0, Páll Fannar Helgason 0. Stjarnan: Justin Shouse 19/6 stoðsendingar, Renato Lindmets 18/7 fráköst, Guðjón Lárusson 12/8 fráköst, Jovan Zdravevski 11/4 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 5/4 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 4, Fannar Freyr Helgason 4/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 3, Ólafur Aron Ingvason 2, Marvin Valdimarsson 0, Magnús Guðmundsson 0, Christopher Sófus Cannon 0. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jón Guðmundsson Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Sjá meira
KR-ingar sýndu styrk sinn gegn Stjörnunni í fyrsta leiknum í úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í kvöld. Stjarnan náði að hanga með KR-ingum í fyrri hálfleik en síðari hálfleik settu KR-ingar allt í gang og keyrðu hreinlega yfir lið Stjörnunnar. Lokatölur 108-78 og staðan er 1-0 fyrir KR en þrjá sigra þarf til þess að vinna þetta einvígi. Næsti leikur fer fram á fimmtudaginn á heimavelli Stjörnunnar. Það er ólík saga þeirra liða sem mætast í úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik þetta árið. KR, sem hefur unnið Íslandsmótið 11 sinunm í sögunni og síðast árið 2009, er félag sem er hokið af reynslu á þessu sviði. Lið Stjörnunnar er að stíga inn í lokaúrslit Iceland Express deildarinnar í fyrsta sinn í sögunni. Stjarnan hefur komið á óvart undanfarin ár og sigraði m.a. KR í úrslitum bikarkeppninnar veturinn 2008-2009. Það er eini titill félagsins fram til þessa og var Teitur Örlygsson þjálfari liðsins líkt og núna. Stemningin sem var til staðar í DHL höll KR-inga í oddaleiknum í undanúrslitunum s.l. fimmtudag var alls ekki til staðar í gær. Áhorfendur voru mun færri og hitastigið í húsinu var ekki eins hátt. Fannar Ólafsson fyrirliði KR var til taks á hliðarlínunni en hann glímir við lítilsháttar meiðsli í kálfa sem hann varð fyrir í oddaleiknum gegn Keflavík s.l. fimmtudag. Hreggviður Magnússon byrjaði gríðarlega vel í liði KR og skoraði alls 10 stig í fyrsta leikhluta en það var mikið skorað strax í upphafi. Hreggviður nýtti öll skotin sem hann tók í fyrsta leikluta. Brynjar Þór Björnsson fór einnig vel af stað í liði KR en hann skoraði alls 7 stig en Brynjar var allt í öllu í sóknarleik KR gegn Keflavík í oddaleiknum s.l. fimmtudag. KR-ingar komust í 21-9 en Stjörnumenn svöruðu fyrir sig og náðu að minnka muninn í 2 stig fyrir lok fyrsta leikhluta þar sem staðan var 27-25. Justin Shouse skoraði 11 stig fyrir Stjörnuna í fyrsta leikhluta. Íslendingurinn Jovan Zdravevski í liði Stjörnunnar lenti fljótlega í miklum villuvandræðum líkt og Marvin Valdimarsson. Þeir voru báðir komnir með þrjár villur um miðjan 2. leikhluta. Jovan gerði enn betur og fékk sína fjórðu villu rétt undir lok annars leikhluta. KR-ingar voru líka iðnir við kolann í villunum. Þeir voru búnir að næla sér í 15 slíkar um miðja 2. Leikhluta og þar fóru Hreggviður Magnússon og Íslendingurinn Pavel Ermolinskij. Og að sjálfsögðu var Skarphéðinn Ingason með þrjár villur í liði KR um miðjan fyrri hálfleik – og hann fékk sína fjórðu villu rétt undir lok síðari hálfleiks. Sóknarleikur Stjörnunnar snérist aðallega um þá Shouse og Renato Lindmets en sá síðarnefndi hefur reynst Stjörnumönnum gríðarlegur styrkur. Shouse skoraði alls 16 stig í fyrri hálfleik og Lindmets 15. Staðan var 56-48 í hálfleik. Brynjar Þór Björnsson skoraði alls 17 stig fyrir KR og hann endaði fyrri hálfleikinn með stórkostlegri þriggja stiga körfu rétt áður en leiktíminn rann út. Skömmu áður hafði Shouse skorað laglega þriggja stiga körfu fyrir Stjörnuna og héldu flestir að það hefði verið síðustu stig fyrri hálfleiks. Þriggja stiga nýting KR-inga í fyrri hálfleik var 60% 8 af 13 fóru rétta leið.Teitur Örlygsson þarf að fara yfir margt hjá sínum mönnum eftir 30 stiga tap liðsins gegn KR í kvöldSíðari hálfleikurinn hófst með miklu áhlaupi KR-inga. Þeir skoruðu þriggja stiga körfur á upphafsmínútum leiksins og Stjarnan náði ekki að svara fyrir sig. Munurinn fór upp í 16 stig þegar Teitur Örlygsson tók leikhlék 66-50. Það breytti engu og KR-ingar gengu á lagið og skoruðu nánast þegar þeim sýndist. Varnarleikur Stjörnunnar var lélegur og þeir voru mjög lengi að koma sér úr sókn í vörn. Marvin Valdimarson leikmaður Stjörnunnar fékk sína 5 villu rétt undir lok 3. leikhluta og Skarphéðinn Ingason fór sömu leið hjá KR skömmu síðar. Staðan var 87-66 eftir þriðja leikhluta og eftir það gáfust Stjörnumenn bara upp og skoruðu ekki stig í sjö mínútur í fjórða leikhluta. Eftirleikurinn var formsatriði. KR-Stjarnan 108-78 (27-25, 29-23, 31-18, 21-12) KR: Brynjar Þór Björnsson 28/4 fráköst, Marcus Walker 23, Hreggviður Magnússon 16/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 10/4 fráköst/4 varin skot, Pavel Ermolinskij 10/9 fráköst/7 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 6/8 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6/8 fráköst, Martin Hermannsson 3, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Freyr Ingason 3, Fannar Ólafsson 0, Páll Fannar Helgason 0. Stjarnan: Justin Shouse 19/6 stoðsendingar, Renato Lindmets 18/7 fráköst, Guðjón Lárusson 12/8 fráköst, Jovan Zdravevski 11/4 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 5/4 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 4, Fannar Freyr Helgason 4/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 3, Ólafur Aron Ingvason 2, Marvin Valdimarsson 0, Magnús Guðmundsson 0, Christopher Sófus Cannon 0. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jón Guðmundsson
Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Sjá meira