Horner: Vettel er fullur sjálfstrausts 11. apríl 2011 13:53 Red Bull fögnuðu sigri Sebastian Vettel í gær með því að stilla sér upp fyrir myndatöku. Mynd: Getty Images/Clive Mason Christian Horner, yfirmaður Red Bull telur að Sebastian Vettel vaxi og þroskist með hverju mótinu sem hann keppir í. Vettel vann sitt annað Formúlu 1 mót á árinu í Malasíu í gær. „Hann er í frábæru ásigkomulagi. Hann var svalasti maðurinn í Malasíu á keppnisdag. Á þjónustuveggnum var meiri hiti. Þegar ég talaði við hann, þá var hann með stjórn á öllu og nokkuð afslappaður", sagði Horner um samskipti þeirra í keppninni gegnum talkerfi bílsins í frétt á autosport.com í dag. „Vettel er á góðum stað og hann er með mikið sjálfstraust og skilar sínu. Reynsla hans er að vaxa og hann sýndi þroskaða frammistöðu og yfirvegaðan akstur. Hann er að safna reynslu í sarpinn. Það er auðvelt að gleyma því að hann er aðeins 23 ára gamall", sagði Horner. Vettel hefur verið fremstur á ráslínu í báðum mótum ársins, nælt í tvo gull og er með 24 stiga forskot á Jenson Button í stigamóti ökumanna. Vettel er með 50 stig, Button 26 og Lewis Hamilton og Mark Webber eru með 22. Formúla Íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Christian Horner, yfirmaður Red Bull telur að Sebastian Vettel vaxi og þroskist með hverju mótinu sem hann keppir í. Vettel vann sitt annað Formúlu 1 mót á árinu í Malasíu í gær. „Hann er í frábæru ásigkomulagi. Hann var svalasti maðurinn í Malasíu á keppnisdag. Á þjónustuveggnum var meiri hiti. Þegar ég talaði við hann, þá var hann með stjórn á öllu og nokkuð afslappaður", sagði Horner um samskipti þeirra í keppninni gegnum talkerfi bílsins í frétt á autosport.com í dag. „Vettel er á góðum stað og hann er með mikið sjálfstraust og skilar sínu. Reynsla hans er að vaxa og hann sýndi þroskaða frammistöðu og yfirvegaðan akstur. Hann er að safna reynslu í sarpinn. Það er auðvelt að gleyma því að hann er aðeins 23 ára gamall", sagði Horner. Vettel hefur verið fremstur á ráslínu í báðum mótum ársins, nælt í tvo gull og er með 24 stiga forskot á Jenson Button í stigamóti ökumanna. Vettel er með 50 stig, Button 26 og Lewis Hamilton og Mark Webber eru með 22.
Formúla Íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira