Meistaranum Vettel hlakkar til næsta móts eftir páskaeggjaát 29. apríl 2011 15:52 Mark Webber og Sebastian Vettel takast í hendur eftir að báðir náðu á verðlaunapall í síðustu keppni. Vettel varð annar og Webber þriðji. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Forystumaður stigamótins í Formúlu 1, Sebastian Vettel nýtti páskafríið vel og hitti vini sína og gæddi sér á nokkrum páskaeggjum eins og hann orðaði það í fréttatilkynningu frá Red Bull. Vettel og Mark Webber, liðsfélagi hans hjá Red Bull keppa næst í Tyrklandi um aðra helgi og kunna báðir vel við mótssvæðið. „Ég kann vel við Istanbúl Park og brautin er verðugt viðfangsefni. Beygja átta er mjög, mjög löng háhraða beygja með nokkrum sveigum, sem reynir á dekk og háls ökumanna", sagði Vettel í fréttatilkynningunni. Vettel vann tvö fyrstu mót ársins, en Lewis Hamilton vann síðustu keppni, sem var í Kína. Vettel segir að ef beygja átta á Istanbúl Park brautinni er ekinn af nákvæmni þá skili það sínu, ef hún er tekinn rétt í byrjun, þá náist góð aksturslína í gegnum hana. Beygja átta er rómuð meðal margra ökumanna og krefst góðrar uppsetningar keppnisbílanna. „Því miður er nokkuð dýrt fyrir heimamenn að mæta á mótið, sem þýðir að stemmningin er ekki eins mikil og hún gæti verið. Það er synd, þar sem ökumenn hlakkar til að mæta þangað. Það veit ég hvað mig varðar", sagði Vettel. Webber slakaði á með fjölskyldu og vinum í páskrafríinu og þjálfaði líka líkamann fyrir átökin í Tyrklandi. Hann kvað gott að gera venjulega hluti á ný, eftir mikil ferðalög vegna Formúlu 1 mótanna. Fyrstu þrjú mót ársins voru í Ástralíu, Malasíu og Kína, en Webber býr í Englandi, þar sem Red Bull liðið er staðsett. „Ég kann vel við tyrknesku brautina, sem er með allar gerðir af beygjum, hægar og hraðar, eins og beygja átta. Það er frábær beygja og við reynum að ná henni á fullri bensíngjöf, ár frá ári. Beygjan er svo hröð og mishæðótt að maður sér varla hvert maður er að fara. Maður beygir og vonar það besta.", sagði Webber. Webber segir venjulega heitt í Tyrklandi og hann kann vel við staðinn af því að hann prófaði Formúlu 1 bíl í fyrsta skipti þar í landi. „Bíll okkar ætti að vera öflugur þarna, en auðvitað berum við virðingu fyrir keppinautum okkar og tökum engu sem sjálfsögðum hlut. Fólk er að leggja hart að sér, en við gerum okkar til að viðhalda styrkleika okkar", sagði Webber. Formúla Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Forystumaður stigamótins í Formúlu 1, Sebastian Vettel nýtti páskafríið vel og hitti vini sína og gæddi sér á nokkrum páskaeggjum eins og hann orðaði það í fréttatilkynningu frá Red Bull. Vettel og Mark Webber, liðsfélagi hans hjá Red Bull keppa næst í Tyrklandi um aðra helgi og kunna báðir vel við mótssvæðið. „Ég kann vel við Istanbúl Park og brautin er verðugt viðfangsefni. Beygja átta er mjög, mjög löng háhraða beygja með nokkrum sveigum, sem reynir á dekk og háls ökumanna", sagði Vettel í fréttatilkynningunni. Vettel vann tvö fyrstu mót ársins, en Lewis Hamilton vann síðustu keppni, sem var í Kína. Vettel segir að ef beygja átta á Istanbúl Park brautinni er ekinn af nákvæmni þá skili það sínu, ef hún er tekinn rétt í byrjun, þá náist góð aksturslína í gegnum hana. Beygja átta er rómuð meðal margra ökumanna og krefst góðrar uppsetningar keppnisbílanna. „Því miður er nokkuð dýrt fyrir heimamenn að mæta á mótið, sem þýðir að stemmningin er ekki eins mikil og hún gæti verið. Það er synd, þar sem ökumenn hlakkar til að mæta þangað. Það veit ég hvað mig varðar", sagði Vettel. Webber slakaði á með fjölskyldu og vinum í páskrafríinu og þjálfaði líka líkamann fyrir átökin í Tyrklandi. Hann kvað gott að gera venjulega hluti á ný, eftir mikil ferðalög vegna Formúlu 1 mótanna. Fyrstu þrjú mót ársins voru í Ástralíu, Malasíu og Kína, en Webber býr í Englandi, þar sem Red Bull liðið er staðsett. „Ég kann vel við tyrknesku brautina, sem er með allar gerðir af beygjum, hægar og hraðar, eins og beygja átta. Það er frábær beygja og við reynum að ná henni á fullri bensíngjöf, ár frá ári. Beygjan er svo hröð og mishæðótt að maður sér varla hvert maður er að fara. Maður beygir og vonar það besta.", sagði Webber. Webber segir venjulega heitt í Tyrklandi og hann kann vel við staðinn af því að hann prófaði Formúlu 1 bíl í fyrsta skipti þar í landi. „Bíll okkar ætti að vera öflugur þarna, en auðvitað berum við virðingu fyrir keppinautum okkar og tökum engu sem sjálfsögðum hlut. Fólk er að leggja hart að sér, en við gerum okkar til að viðhalda styrkleika okkar", sagði Webber.
Formúla Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira