Fótbolti

AC Milan ítalskur meistari í fyrsta sinn síðan 2004

Stuðningsmenn AC Milan fagna í kvöld.
Stuðningsmenn AC Milan fagna í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
AC Milan tryggði sér í kvöld ítalska meistaratitilinn í knattspyrnu með því að gera markalaust jafntefli á útivelli á móti Roma. AC Milan menn þurftu aðeins að ná í eitt stig í þessum leik til þess að tryggja sér endanlega titilinn.

AC Milan er nú með níu stiga forskot og betri innbyrðisstöðu á nágranna sína í Inter þegar Inter á aðeins þrjá leiki eftir. AC Milan vann báða leikina á móti Inter á leiktíðinni og verður því alltaf ofar verði liðin jöfn að stigum.

Inter Milan var búið að finna fimm meistaratitla í röð en AC Milan hafði síðast orðið ítalskur meistari árið 2004.

Massimiliano Allegri, þjálfari AC Milan, gerði því liðið að meisturum á sínu fyrsta ári með liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×