Button: Lærðum að vinna sem lið í síðustu keppni 16. maí 2011 15:28 Lewis Hamilton og Jenson Button með David Cameron við Downingstræti 10. Þeir mættu þar til að taka þátt í alheimsumferðarátaki Sameinuðu þjóðanna. Mynd: Getty Images Jenson Button telur að McLaren hafi lært sína lexíu varðandi gerð keppnisáætlanna í síðasta móti, en aðferðafræðin hefur breyst nokkuð útaf nýjum dekkjum sem notuð eru á þessu keppnistímabili. McLaren keppir á Spáni um næstu helgi. Pirelli sér liðum fyrir dekkjum og það hefur reynt á þolrif ökumanna og starfsmanna keppnisliða varðandi skipulag í mótum vegna þess. Helgina eftir mótið á Spáni er keppt í Mónakó og því mikilvægur tími framundan hjá Formúlu 1 liðum. „Við mætum jákvæðari til Spánar og Mónakó með endurbætta bíla. Það sýndi sig í Tyrklandi að við erum enn að læra inn á dekkin og það var hart að tapa sæti á keppnisáætlun sem virkaði ekki sem skyldi. Við lærðum okkar lexíu um samstarfið innan liðsins og hvernig á að haga keppnisáætluninni miðað við dekkin", sagði Button um næsta mót. „Mótið í Katalóníu verður áhugavert og það verður skrítið að fara á braut sem við vorum í vandræðum með bílinn á í vetur. Vonandi getum við þó keppt á toppnum. Brautin í Katalóníu fyrirgefur ekki og laðar það besta fram í bílunum. Það er mikilvægt að ná góðum árangri, ekki síst vegna þess að við vorum svo beint til Mónakó. Það er mikilvægt að halda slagkraftinum", sagði Button. Hamilton vonast eftir framförum McLaren um helgina. „Mótið í Katalóníu hefur venjulega verið fyrsta mótið í Evrópu og við erum bjartsýnir á að við berjumst um stóru stigin á ný um helgina. Við náðum ekki að sýna okkar rétta andlit í Tyrklandi", sagði Hamilton. „Það verður áhugavert að sjá hvort stillanlegi afturvængurinn breytir gangi mála á brautinni. Það hefur verið erfitt að fara framúr á brautinni gegnum tíðaina, en fyrsta beygjan gefur besta færið á framúrakstri, en það er vandasamt verk", sagði Hamilton og vildi meina að það yrði ekki auðvelt að beita afturvængnum á Katalóníu brautinni á sama hátt og í síðustu tveimur mótum. Í síðustu keppni voru um 80 framúrakstrar. Formúla Íþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Sjá meira
Jenson Button telur að McLaren hafi lært sína lexíu varðandi gerð keppnisáætlanna í síðasta móti, en aðferðafræðin hefur breyst nokkuð útaf nýjum dekkjum sem notuð eru á þessu keppnistímabili. McLaren keppir á Spáni um næstu helgi. Pirelli sér liðum fyrir dekkjum og það hefur reynt á þolrif ökumanna og starfsmanna keppnisliða varðandi skipulag í mótum vegna þess. Helgina eftir mótið á Spáni er keppt í Mónakó og því mikilvægur tími framundan hjá Formúlu 1 liðum. „Við mætum jákvæðari til Spánar og Mónakó með endurbætta bíla. Það sýndi sig í Tyrklandi að við erum enn að læra inn á dekkin og það var hart að tapa sæti á keppnisáætlun sem virkaði ekki sem skyldi. Við lærðum okkar lexíu um samstarfið innan liðsins og hvernig á að haga keppnisáætluninni miðað við dekkin", sagði Button um næsta mót. „Mótið í Katalóníu verður áhugavert og það verður skrítið að fara á braut sem við vorum í vandræðum með bílinn á í vetur. Vonandi getum við þó keppt á toppnum. Brautin í Katalóníu fyrirgefur ekki og laðar það besta fram í bílunum. Það er mikilvægt að ná góðum árangri, ekki síst vegna þess að við vorum svo beint til Mónakó. Það er mikilvægt að halda slagkraftinum", sagði Button. Hamilton vonast eftir framförum McLaren um helgina. „Mótið í Katalóníu hefur venjulega verið fyrsta mótið í Evrópu og við erum bjartsýnir á að við berjumst um stóru stigin á ný um helgina. Við náðum ekki að sýna okkar rétta andlit í Tyrklandi", sagði Hamilton. „Það verður áhugavert að sjá hvort stillanlegi afturvængurinn breytir gangi mála á brautinni. Það hefur verið erfitt að fara framúr á brautinni gegnum tíðaina, en fyrsta beygjan gefur besta færið á framúrakstri, en það er vandasamt verk", sagði Hamilton og vildi meina að það yrði ekki auðvelt að beita afturvængnum á Katalóníu brautinni á sama hátt og í síðustu tveimur mótum. Í síðustu keppni voru um 80 framúrakstrar.
Formúla Íþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Sjá meira