Schumacher sigursælastur á Spáni 13. maí 2011 16:10 Mynd: Getty Images Fimmta umferð Formúlu 1 meistaramótsins er um aðra helgi á Spáni og Mercedes liðið ætlar sér góðan árangur, eftir að liðinu óx nokkuð ásmeginn í síðustu keppni. Michale Schumacher hefur oftast unnið á brautinni, eða sex sinnum en hann ekur Mercedes. Bílar með Mercedes vél hafa unnið fimm sinnum á Katalóníu brautinni, en 20 mót hafa farið fram á brautinni sem er nærri Barcleona. ,,Spænski kappaksturinn er sá fyrsti þar sem maður finnur raunverulega fyrir því að vera keppa í Evrópu. Ég á fullt af góðum minningum þaðan og við þekkjum bratutina vel frá æfingum”, sagði Schumacher, en keppnisliða æfa á brautinni á veturna. ,,Það verður áhugavert að sjá hvernig KERS kerfið, stillanlegur afturvængur og DRS kerfið kemur út og Pirelli dekkin. Það hefur alltaf verið erfitt að fara framúr á brautinni.” Schumacher lenti í árekstri í síðasta móti og það gerði út um vonir hans á góðum árangri í Tyrklandi. ,,Ég var ekki ánægður með mótshelgina í Tyrklandi, en liðið hefur verið að bæta sig, sem er mér hvatning til dáða. Það er gaman að sjá afrakstur þessarar vinnu. Við ætlum að taka framförum”, sagði Schumacher. Nico Rosberg stóð sig vetur en Schumacher í síðustu keppni. ,,Það er augljóst að við höfum bætt okkur, en þurfum að bæta okkur í kappakstrinum, þó staðan sé vænlegri varðandi tímatökuna. Við verðum með nýja hluti í bílnum í Barcelona. Ég hlakka til að sjá útkomuna. Við áttum góða tíma á æfingum í brautinni í vetur og vonandi getum við laðað fram góð úrslit í mótinu”, sagði Rosberg. Formúla Íþróttir Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Fimmta umferð Formúlu 1 meistaramótsins er um aðra helgi á Spáni og Mercedes liðið ætlar sér góðan árangur, eftir að liðinu óx nokkuð ásmeginn í síðustu keppni. Michale Schumacher hefur oftast unnið á brautinni, eða sex sinnum en hann ekur Mercedes. Bílar með Mercedes vél hafa unnið fimm sinnum á Katalóníu brautinni, en 20 mót hafa farið fram á brautinni sem er nærri Barcleona. ,,Spænski kappaksturinn er sá fyrsti þar sem maður finnur raunverulega fyrir því að vera keppa í Evrópu. Ég á fullt af góðum minningum þaðan og við þekkjum bratutina vel frá æfingum”, sagði Schumacher, en keppnisliða æfa á brautinni á veturna. ,,Það verður áhugavert að sjá hvernig KERS kerfið, stillanlegur afturvængur og DRS kerfið kemur út og Pirelli dekkin. Það hefur alltaf verið erfitt að fara framúr á brautinni.” Schumacher lenti í árekstri í síðasta móti og það gerði út um vonir hans á góðum árangri í Tyrklandi. ,,Ég var ekki ánægður með mótshelgina í Tyrklandi, en liðið hefur verið að bæta sig, sem er mér hvatning til dáða. Það er gaman að sjá afrakstur þessarar vinnu. Við ætlum að taka framförum”, sagði Schumacher. Nico Rosberg stóð sig vetur en Schumacher í síðustu keppni. ,,Það er augljóst að við höfum bætt okkur, en þurfum að bæta okkur í kappakstrinum, þó staðan sé vænlegri varðandi tímatökuna. Við verðum með nýja hluti í bílnum í Barcelona. Ég hlakka til að sjá útkomuna. Við áttum góða tíma á æfingum í brautinni í vetur og vonandi getum við laðað fram góð úrslit í mótinu”, sagði Rosberg.
Formúla Íþróttir Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira