Keppinautar gangrýna akstursmáta Hamilton í keppninni í Mónakó 29. maí 2011 21:16 Lewis Hamilton og Michael Schumacher í hörðum slag í Mónakó. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Felipe Massa gagnrýndi Lewis Hamilton fyrir akstursmáta hans í keppninni í Mónakó í dag og dómarar refsuðu Hamilton fyrir tvö brot í brautinni. Hamilton reyndi að þröngva sér framúr Massa í kröppustu beygju brautarinnar, en hann ók síðan Pastor Maldonado út úr mótinu undir lokin. „Hann reyndi að fara framúr með því að keyra yfir kantanna og það er ekki hægt þarna. Hann var of aðgangsharður að mínu mati", sagði Massa. „Svo þegar ég ók í undirgöngunum á eftir, þá var bíllinn skemmdur og ég lenti á skítuga kaflanum og skall á vegg. Það sem hann gerði í dag var ótrúlegt, ekki bara gagnvart mér heldur öðrum", sagði Massa í frétt á autosport.com. Aðspurður um hvort refsa þyrfti Hamilton frekar, sagði Massa: „Já. Það tel ég. Á góðan hátt. Annars lærir hann ekki", svaraði Massa. Hamilton fékk akstursvíti í keppninni og þurfti að keyra aukalega gegnum þjónustusvæðið vegna þess. Hamilton lauk keppni í sjötta sæti, en fékk 20 sekúndna refsingu eftir keppni, en það breytti ekki lokaúrslitunum. Hann fékk refsinguna fyrir að keyra á Pastor Maldonado undir lok mótins. Maldonado var ekki hrifinn af því, enda féll hann úr leik. „Hann reyndi það sama gegn mér og gegn Felipe. Hann var of bjartsýnn. Þetta er mjög mjó braut og þú verður að fara gætilega við framúrakstur. Ég fór framúr mörgum og lenti aldrei í vanda. Hann var kannski að berjast meira af því hann er í titilslagnum", sagði Maldonado. Hamilton var mjög grimmur í mótinu og fór snilldarlega framúr Michael Schumacher fljótlega í mótinu og ók af miklum ákafa. Hann var kallaður á fund dómara og fór síðan sjálfviljur til þeirra eftir að hafa gangrýnt dómaranna í viðtali við BBC. Dómararnir tóku skýringar hans á ummælum góðar og gildar. Formúla Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Felipe Massa gagnrýndi Lewis Hamilton fyrir akstursmáta hans í keppninni í Mónakó í dag og dómarar refsuðu Hamilton fyrir tvö brot í brautinni. Hamilton reyndi að þröngva sér framúr Massa í kröppustu beygju brautarinnar, en hann ók síðan Pastor Maldonado út úr mótinu undir lokin. „Hann reyndi að fara framúr með því að keyra yfir kantanna og það er ekki hægt þarna. Hann var of aðgangsharður að mínu mati", sagði Massa. „Svo þegar ég ók í undirgöngunum á eftir, þá var bíllinn skemmdur og ég lenti á skítuga kaflanum og skall á vegg. Það sem hann gerði í dag var ótrúlegt, ekki bara gagnvart mér heldur öðrum", sagði Massa í frétt á autosport.com. Aðspurður um hvort refsa þyrfti Hamilton frekar, sagði Massa: „Já. Það tel ég. Á góðan hátt. Annars lærir hann ekki", svaraði Massa. Hamilton fékk akstursvíti í keppninni og þurfti að keyra aukalega gegnum þjónustusvæðið vegna þess. Hamilton lauk keppni í sjötta sæti, en fékk 20 sekúndna refsingu eftir keppni, en það breytti ekki lokaúrslitunum. Hann fékk refsinguna fyrir að keyra á Pastor Maldonado undir lok mótins. Maldonado var ekki hrifinn af því, enda féll hann úr leik. „Hann reyndi það sama gegn mér og gegn Felipe. Hann var of bjartsýnn. Þetta er mjög mjó braut og þú verður að fara gætilega við framúrakstur. Ég fór framúr mörgum og lenti aldrei í vanda. Hann var kannski að berjast meira af því hann er í titilslagnum", sagði Maldonado. Hamilton var mjög grimmur í mótinu og fór snilldarlega framúr Michael Schumacher fljótlega í mótinu og ók af miklum ákafa. Hann var kallaður á fund dómara og fór síðan sjálfviljur til þeirra eftir að hafa gangrýnt dómaranna í viðtali við BBC. Dómararnir tóku skýringar hans á ummælum góðar og gildar.
Formúla Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira