Vettel: Mikilvægt að vera fremstur á ráslínu 28. maí 2011 22:03 Mark Webber verður þriðji á ráslínu í Mónakó á morgun, Sebastian Vettel fyrstur og Jenson Button annar. Webber og Button hafa báðir unnið mótið í Mónakó, en Vettel ekki. Mynd: Mark Thompson Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í tímatökum í dag í Mónakó og sagði á fréttamannafundi að mikilvægt væri að vera fremstur á ráslínu, en mikilvægast hefði verið að Sergio Perez, sem lenti í óhappi í dag væri í lagi. Perez fékk heilahristing og tognaði á mjöðm eftir að hafa skollið á vegriði og síðan runnið á hliðarskreiði á Sauber bíl sínum á öryggisvegg í tímatökunni. Perez keppir ekki á morgun og verður á spítala í nótt. Hann hafði komist í lokaumferð tímatökunnar í fyrsta skipti í Formúlu 1, en hann er nýliði á þessu ári. „Tímatakan er erfið og það þarf að gefa 100% á öllum þremur tímatökusvæðunum. Ég náði góðum tökum á bílnum í lokaumferðinni og var ánægður með það. Það mikilvægasta að heyra var þó að Sergio er í lagi og með meðvitund", sagði Vettel. „Við sátum í bílunum og biðum og sáum myndirnar á sjónvarpsskjám eins og aðrir. Vorum að hugsa til hans (Perez) og óskum honum alls hins besta. Vonandi nær hann sér fljótt. Það var ekki auðvelt að sitja og bíða og fáir gátu bætt tíma sína þegar tímatakan var endurræst. Keppnin verður löng á morgun og margt getur gerst." „Við höfum séð hvað getur gerst þegar mörg þjónustuhlé eru í gangi og ekkert bókað fyrirfram. Við verðum að aka af kappi og sjá hvað við getum gert", sagði Vettel. Bein útsending verður frá mótinu í Mónakó kl. 11.30 á Stöð 2 Sport á morgun í opinni dagskrá.Sjá brautarlýsingu frá Mónakó Formúla Íþróttir Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í tímatökum í dag í Mónakó og sagði á fréttamannafundi að mikilvægt væri að vera fremstur á ráslínu, en mikilvægast hefði verið að Sergio Perez, sem lenti í óhappi í dag væri í lagi. Perez fékk heilahristing og tognaði á mjöðm eftir að hafa skollið á vegriði og síðan runnið á hliðarskreiði á Sauber bíl sínum á öryggisvegg í tímatökunni. Perez keppir ekki á morgun og verður á spítala í nótt. Hann hafði komist í lokaumferð tímatökunnar í fyrsta skipti í Formúlu 1, en hann er nýliði á þessu ári. „Tímatakan er erfið og það þarf að gefa 100% á öllum þremur tímatökusvæðunum. Ég náði góðum tökum á bílnum í lokaumferðinni og var ánægður með það. Það mikilvægasta að heyra var þó að Sergio er í lagi og með meðvitund", sagði Vettel. „Við sátum í bílunum og biðum og sáum myndirnar á sjónvarpsskjám eins og aðrir. Vorum að hugsa til hans (Perez) og óskum honum alls hins besta. Vonandi nær hann sér fljótt. Það var ekki auðvelt að sitja og bíða og fáir gátu bætt tíma sína þegar tímatakan var endurræst. Keppnin verður löng á morgun og margt getur gerst." „Við höfum séð hvað getur gerst þegar mörg þjónustuhlé eru í gangi og ekkert bókað fyrirfram. Við verðum að aka af kappi og sjá hvað við getum gert", sagði Vettel. Bein útsending verður frá mótinu í Mónakó kl. 11.30 á Stöð 2 Sport á morgun í opinni dagskrá.Sjá brautarlýsingu frá Mónakó
Formúla Íþróttir Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira