Alonso: Verðum að taka áhættu 27. maí 2011 12:51 Fernando Alonso á brautinni í Mónakó í gær Mynd: Getty Images/Paul Gilham Fernando Alonso var fljótasti ökumaðurinn á æfingum Formúlu 1 liða í Mónakó í gær, en lokaæfing og tímatakan fyrir Mónakó kappaksturinn sem fer fram á sunnudaginn verður á morgun. Ökumenn aka ekki í dag á brautinni í Mónakó, en hefð er fyrir því að aka fyrstu tvær æfingarnar á fimmtudögum í furstadæminu. Alonso hefur unnið mótið í Mónakó í tvígang, en Michael Schumacher hefur unnið það oftast þeirra sem keppa í Formúlu 1 í ár, eða fimm sinnum. „Það skiptir meginmáli í Mónakó að hafa tilfinningu fyrir bílnum. Því meiri tilfinng, því meira getur ökumaður tekið á bílnum, hring eftir hring. Við virðumst samkeppnisfærari hérna en annars staðar", sagði Alonso í fréttatilkynningu frá Ferrari eftir æfingarnar í gær. Alonso gat þess þó að að venju tæki hann niðurstöðu æfinga með fyrirvara um hvaða bensínmagn væri um borð í keppnisbílum á æfingum. Hann sagði yfirbygginguna bílsins ekki ráða eins miklu í Mónakó og því gengi betur en alla. „Á braut sem er með lægsta meðalhraðann, þá koma veikleikarnir ekki eins í ljós, vegna þess að aðrir þættir eru góðir, eins og mekkanískur búnaður og vélin. Mér leið strax vel hérna og gat því ekið hraðar og hraðar, því bíllinn brást vel við og ég treysti honum." „Við vitum að þetta er fyrsti dagurinn og Red Bull menn gætu verið að fela eitthvað, áður en kemur að tímatökunni. Það verður meira stress á laugardag, því minnstu mistök geta verið dýrkeypt. Við verðum að taka áhættu, því við verðum að minnka bilið í þá bestu", sagði Alonso. Bestu tími Alonso í gær náði hann á svokölluð ofurmjúkum dekk frá Pirelli sem ekki hafa verið notuð á mótshelgi áður og Alonso telur að ekki sé mikill munur á milli þessara dekkja og hefðbundinna mjúkra dekkja frá Pirelli, sem hafa verið notuð til þessa. Ökumenn verða að nota bæði afbrigði í kappakstrinum á sunnudag. Formúla Íþróttir Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Fernando Alonso var fljótasti ökumaðurinn á æfingum Formúlu 1 liða í Mónakó í gær, en lokaæfing og tímatakan fyrir Mónakó kappaksturinn sem fer fram á sunnudaginn verður á morgun. Ökumenn aka ekki í dag á brautinni í Mónakó, en hefð er fyrir því að aka fyrstu tvær æfingarnar á fimmtudögum í furstadæminu. Alonso hefur unnið mótið í Mónakó í tvígang, en Michael Schumacher hefur unnið það oftast þeirra sem keppa í Formúlu 1 í ár, eða fimm sinnum. „Það skiptir meginmáli í Mónakó að hafa tilfinningu fyrir bílnum. Því meiri tilfinng, því meira getur ökumaður tekið á bílnum, hring eftir hring. Við virðumst samkeppnisfærari hérna en annars staðar", sagði Alonso í fréttatilkynningu frá Ferrari eftir æfingarnar í gær. Alonso gat þess þó að að venju tæki hann niðurstöðu æfinga með fyrirvara um hvaða bensínmagn væri um borð í keppnisbílum á æfingum. Hann sagði yfirbygginguna bílsins ekki ráða eins miklu í Mónakó og því gengi betur en alla. „Á braut sem er með lægsta meðalhraðann, þá koma veikleikarnir ekki eins í ljós, vegna þess að aðrir þættir eru góðir, eins og mekkanískur búnaður og vélin. Mér leið strax vel hérna og gat því ekið hraðar og hraðar, því bíllinn brást vel við og ég treysti honum." „Við vitum að þetta er fyrsti dagurinn og Red Bull menn gætu verið að fela eitthvað, áður en kemur að tímatökunni. Það verður meira stress á laugardag, því minnstu mistök geta verið dýrkeypt. Við verðum að taka áhættu, því við verðum að minnka bilið í þá bestu", sagði Alonso. Bestu tími Alonso í gær náði hann á svokölluð ofurmjúkum dekk frá Pirelli sem ekki hafa verið notuð á mótshelgi áður og Alonso telur að ekki sé mikill munur á milli þessara dekkja og hefðbundinna mjúkra dekkja frá Pirelli, sem hafa verið notuð til þessa. Ökumenn verða að nota bæði afbrigði í kappakstrinum á sunnudag.
Formúla Íþróttir Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira