Perez telur ökumanninn skipta meira máli í Mónakó, en á öðrum brautum 23. maí 2011 17:30 Sergio Perez frá Mexíkó á fréttamannafundi á Spáni um síðustu helgi. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Sergio Perez hjá Sauber Formúlu 1 liðinu telur að ökmaðurinn skipti meira máli í keppninni í Mónakó, en á öðrum brautum í Formúlu 1. Hann keppir á brautinni um næstu helgi ásamt liðsfélaga sínum Kamui Kobayashi. Perez er nýliði á þessu ári í Formúlu 1 en vann keppni í Mónakó í GP2 mótaröðinni í fyrra. Margir ökumenn hafa komið úr GP2 mótaröðinni í Formúlu 1. „Ég elska þessa braut og hún er ein af þeim sem eru í upphaldi hjá mér. Ég vann mót í fyrra í GP2 mótaröðinni þarna og núna get ég ekki beðið eftir að keppa í fyrsta skipti í Mónakó Grand Prix móti (Formúlu 1). Þetta verður sérstök helgi hjá mé", sagði Perez í fréttatilkynningu frá Sauber. „Þetta er keppni sem ég hef beðið eftir og á þessari braut skiptir ökumaðurinn meira máli en á öðrum brautum. Stemmningin er frábær og þetta er mót sem allir ökumenn vilja vinna á ferlinum", sagði Perez. Liðsfélagi Perez hjá Sauber er Kamui Kobayashi og er spenntur fyrir mótinu eins og Perez. „Það er spennandi að keppa þarna. Þetta var erfitt mót hjá okkur í fyrra, en það verður annað upp á teningnum núna. Við höfum unnið mikið í bílnum varðandi hægu beygjurnar og vonandi náum við góðum árangri", sagði Kobyashi. „Ég hef keppt þarna þrívegis, tvisvar í GP2 og í fyrsta skipti í Formúlu 1 í fyrra. Það verður erfitt að taka framúr, en stillanlegi afturvængurinn gæti hjálpað til. En maður veit aldrei og það getur verið áhættusamt að reyna það. Það gæti verið hjálp í því að búa þarna, fyrir þá ökumenn sem það gera", sagði Kobayashi. Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sergio Perez hjá Sauber Formúlu 1 liðinu telur að ökmaðurinn skipti meira máli í keppninni í Mónakó, en á öðrum brautum í Formúlu 1. Hann keppir á brautinni um næstu helgi ásamt liðsfélaga sínum Kamui Kobayashi. Perez er nýliði á þessu ári í Formúlu 1 en vann keppni í Mónakó í GP2 mótaröðinni í fyrra. Margir ökumenn hafa komið úr GP2 mótaröðinni í Formúlu 1. „Ég elska þessa braut og hún er ein af þeim sem eru í upphaldi hjá mér. Ég vann mót í fyrra í GP2 mótaröðinni þarna og núna get ég ekki beðið eftir að keppa í fyrsta skipti í Mónakó Grand Prix móti (Formúlu 1). Þetta verður sérstök helgi hjá mé", sagði Perez í fréttatilkynningu frá Sauber. „Þetta er keppni sem ég hef beðið eftir og á þessari braut skiptir ökumaðurinn meira máli en á öðrum brautum. Stemmningin er frábær og þetta er mót sem allir ökumenn vilja vinna á ferlinum", sagði Perez. Liðsfélagi Perez hjá Sauber er Kamui Kobayashi og er spenntur fyrir mótinu eins og Perez. „Það er spennandi að keppa þarna. Þetta var erfitt mót hjá okkur í fyrra, en það verður annað upp á teningnum núna. Við höfum unnið mikið í bílnum varðandi hægu beygjurnar og vonandi náum við góðum árangri", sagði Kobyashi. „Ég hef keppt þarna þrívegis, tvisvar í GP2 og í fyrsta skipti í Formúlu 1 í fyrra. Það verður erfitt að taka framúr, en stillanlegi afturvængurinn gæti hjálpað til. En maður veit aldrei og það getur verið áhættusamt að reyna það. Það gæti verið hjálp í því að búa þarna, fyrir þá ökumenn sem það gera", sagði Kobayashi.
Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira