Vettel: Minnstu mistök dýrkeypt 23. maí 2011 16:15 Sebastian Vettel með verðlaunagripinn eftir sigur í Formúlu 1 mótinu á Spáni í gær. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu er búinn að vinna fjögur mót á árinu og næsta viðfangsefni hans er keppnin í Mónakó um næstu helgi. Þar mætir hann ásamt liðsfélaganum Mark Webber, sem vann keppnina í Mónakó í fyrra. Vettel vann mótið á Katalóníu brautinni á Spáni í gær, eftir hörkueppni við Lewis Hamilton hjá McLaren. Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með 118 stig, Hamilton er með 77, Webber 77, Jenson Button 67 og Fernando Alonso 51. „Það er óvenjulegt að keyra Formúlu 1 bíl í Mónakó. Brautin er einstök og einstakt verkefni fyrir ökumann. Maður verður að keyra eins stíft og á venjulegri braut, en minnstu mistök geta verið dýrkeypt", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull um næsta verkefni sitt í Formúlu 1, en hann æfir á Mónakó brautinni ásamt keppinautum sínum á fimmtudaginn. Brautin er afmörkuð á götum Mónakó og lokuð almennri umferð á meðan hún er í notkum fyrir Formúlu 1. „Það er mikilvægt að ná góðum stað á ráslínu og það getur ráðið úrslitum, þar sem það hefur verið mjög erfitt að fara framúr. Þetta er einn af hápunktum ársins. Við náðum góðum árangri í fyrra og ég vona að við verðum sterkir á ný", sagði Vettel, sem gat þess líka að vandasamt væri að keyra í tímatökum. Brautin er þröng og þegar margir keppnisbílar keyra hana í einu, getur verið erfitt að hitta á rétta tímasetningu fyrir hraðann hring, án þess að keppinautar séu í veginum. Webber telur að keppnisáætlanir gæti orðið flóknar í Mónakó í ár, vegna nýju Pirelli dekkjanna, sem slitna hraðar og öðruvísi en Bridgestone dekkin sem voru notuð í fyrra. „Við vitum að þetta er ein virtasta keppni ársins. Það eru mörg spurningarmerki varðandi mótið á þessu ári varðandi hvernig dekkin koma til með að virka og keppnisáætlunin gæti orðið sú flóknasta á árinu", sagði Webber. „Mér hefur alltaf gengið þokkalega og margar af mínu bestu minningum í kappakstri eru þaðan. Þetta er braut sem reynir á, sem krefst ótrúlegrar einbeitingar og ró ökumanns alla mótshelgina, alveg frá æfingum á fimmtudag. Strandlengjan er er stórbrotinn og klettarnir eru ótrúlegur bakgrunnur einnar þekktustu brautar heims. Brautin er engri lík", sagði Webber. Formúla Íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | HK mætir Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu er búinn að vinna fjögur mót á árinu og næsta viðfangsefni hans er keppnin í Mónakó um næstu helgi. Þar mætir hann ásamt liðsfélaganum Mark Webber, sem vann keppnina í Mónakó í fyrra. Vettel vann mótið á Katalóníu brautinni á Spáni í gær, eftir hörkueppni við Lewis Hamilton hjá McLaren. Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með 118 stig, Hamilton er með 77, Webber 77, Jenson Button 67 og Fernando Alonso 51. „Það er óvenjulegt að keyra Formúlu 1 bíl í Mónakó. Brautin er einstök og einstakt verkefni fyrir ökumann. Maður verður að keyra eins stíft og á venjulegri braut, en minnstu mistök geta verið dýrkeypt", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull um næsta verkefni sitt í Formúlu 1, en hann æfir á Mónakó brautinni ásamt keppinautum sínum á fimmtudaginn. Brautin er afmörkuð á götum Mónakó og lokuð almennri umferð á meðan hún er í notkum fyrir Formúlu 1. „Það er mikilvægt að ná góðum stað á ráslínu og það getur ráðið úrslitum, þar sem það hefur verið mjög erfitt að fara framúr. Þetta er einn af hápunktum ársins. Við náðum góðum árangri í fyrra og ég vona að við verðum sterkir á ný", sagði Vettel, sem gat þess líka að vandasamt væri að keyra í tímatökum. Brautin er þröng og þegar margir keppnisbílar keyra hana í einu, getur verið erfitt að hitta á rétta tímasetningu fyrir hraðann hring, án þess að keppinautar séu í veginum. Webber telur að keppnisáætlanir gæti orðið flóknar í Mónakó í ár, vegna nýju Pirelli dekkjanna, sem slitna hraðar og öðruvísi en Bridgestone dekkin sem voru notuð í fyrra. „Við vitum að þetta er ein virtasta keppni ársins. Það eru mörg spurningarmerki varðandi mótið á þessu ári varðandi hvernig dekkin koma til með að virka og keppnisáætlunin gæti orðið sú flóknasta á árinu", sagði Webber. „Mér hefur alltaf gengið þokkalega og margar af mínu bestu minningum í kappakstri eru þaðan. Þetta er braut sem reynir á, sem krefst ótrúlegrar einbeitingar og ró ökumanns alla mótshelgina, alveg frá æfingum á fimmtudag. Strandlengjan er er stórbrotinn og klettarnir eru ótrúlegur bakgrunnur einnar þekktustu brautar heims. Brautin er engri lík", sagði Webber.
Formúla Íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | HK mætir Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira