Geir kýs Blatter: Fylgi foringja vorum Platini Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. maí 2011 17:43 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Sepp Blatter, forseti FIFA, setti nú síðdegis FIFA-þingið. Mikill fjölmiðlasirkus er í kringum þingið eins og íþróttaáhugamönnum er kunnugt um. Á morgun er síðan sjálft forsetakjörið og þar er aðeins Sepp Blatter í framboði. Enska knattspyrnusambandið hefur farið fram á að kjörinu verði frestað og að óháð siðanefnd verði fengin til þess að fara yfir málefni FIFA þar sem hæstráðendur hafa verið sakaðir um mútuþægni og fleira. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, situr þingið fyrir Íslands hönd og Vísir heyrði í honum seinni partinn. Fyrsta spurning var hvort KSÍ ætlaði að kjósa Blatter eða sitja hjá eins og Englendingar ætla meðal annars að gera. „Evrópuþjóðirnar hafa hist og við fylgjum foringja vorum, Platini, og framkvæmdastjórn UEFA eins og staðan er núna. Norðurlandaþjóðirnar hafa stungið saman nefjum og við erum að ræða málin. Það er verið að ræða málin í öllum hornum hérna," sagði Geir. „Hlutirnir eru að gerast hratt hér núna. Við erum að leita eftir upplýsingum og ráðgjöf. Við Norðurlandaþjóðirnar viljum gjarna fá niðurstöðu í öll þessi mál. Það þarf að leiða fram hvað sé satt og rétt. Það hefur ýmislegt komið upp á yfirborðið. „Stefnan hefur ekki breyst enn sem komið er og það er bara einn maður í kjöri. Menn eru samt að ræða saman og þannig er það núna." Hæstráðendur í stjórn FIFA hafa verið sakaðir um alls konar spillingu í gegnum árin og er KSÍ ekki að leggja blessun sína yfir þá stjórnarhætti með því að kjósa Blatter? „Við höfum stutt Blatter áður og vorum búnir að taka ákvörðun um að styðja hann í þessu kjöri. Það er bara hægt að styðja þá sem eru í framboði. Það er ekki hægt að gera neitt annað. Maður veltir því líka fyrir sér af hverju bjóða þeir sig ekki fram sem vilja stuðla að framgangi annarra mála. Svo er verið að ræða ýmsa aðra hluti eins og Englendingar hafa talað um að fresta kosningunni," sagði Geir en hvað finnst honum um þá tillögu? „Í þessum málum lúti ég mikið forystu UEFA. Við erum ekki að dansa neinn sóloleik í þessi kjöri. Langt í frá. Við tökum mikið mark á því sem UEFA leiðir fram og Norðurlöndin líka. Eins og ég segi viljum við fá þessi mál rannsökuð og leidd til lykta. En við höfum stutt Blatter og gerum það áfram á meðan annað er ekki í stöðunni. Það er samt ýmislegt að gerast núna og við verðum að tala aftur saman á morgun." Finnst Geir það vera eðlilegt að KSÍ hafi ekki sína skoðun á málinu heldur kjósi eins og aðrir vilja að þeir geri? „Við höfum tekið þá ákvörðun að við kjósum Blatter og það hefur ekki enn breyst. Ég bendi á að siðanefnd FIFA hefur hreinsað Blatter af ákærum. Það hefur ekkert sannast á hann," sagði Geir en þessi hneykslismál eiga sér stað undir hans stjórn. „Blatter hefur bent á að hann skipi ekki stjórn FIFA. Vandinn liggur því víða í málinu. Við erum samt ánægðir með okkar fulltrúa í stjórninni. „Það liggur samt fyrir að það er enginn ánægður með þá stöðu sem nú er uppi. Þess vegna eru menn að ræða saman á fullu núna. Það er búið að setja þingið og Blatter heldur sína krítísku ræðu í fyrramálið sem mun skipta verulegu máli," sagði Geir en hvað vill hann persónulega sjá að gerist? „Ég er búinn að vera lengi í þessu og sjá miklar breytingar á löngum tíma. Það hafa orðið miklar breytingar í stjórnarháttum FIFA en auðvitað er mikil breyting alls staðar í heiminum og það þurfa að líka að verða breytingar hjá FIFA." Hvað finnst Geir um að óháð rannsóknarnefnd skoði málefni FIFA? „Norðurlöndin styðja það eindregið að óháður aðili skeri úr um þessi mál. Það væri rétt og heilbrigt skref," sagði Geir en þarf að hreinsa meira út hjá FIFA? „Ég held að það gerist sjálfkrafa. Það er augljóst mál," sagði Geir en gerist það ef Blatter verður áfram forseti? „Eins og staðan er í dag er hann einn í kjöri og við getum ekki haft forystulaus samtök. Hann lýsti því samt yfir að þetta yrði hans síðasta tímabil ef hann næði kjöri þannig að það eru að verða breytingar. Hversu hratt veit ég ekki en það gerist ekki 1,2 og þrír að menn taki yfir FIFA þó svo margir hafi þann draum að stjórna þessum samtökum. Það verður mikið kapp fram undan um það sæti,“ sagði Geir en hefur hann trú á því að það verði friður um FIFA á meðan Blatter situr áfram? „Ég held að við verðum að sjá hvað gerist á morgun. Það er ómögulegt að segja hvað gerist.“ Íslenski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Sepp Blatter, forseti FIFA, setti nú síðdegis FIFA-þingið. Mikill fjölmiðlasirkus er í kringum þingið eins og íþróttaáhugamönnum er kunnugt um. Á morgun er síðan sjálft forsetakjörið og þar er aðeins Sepp Blatter í framboði. Enska knattspyrnusambandið hefur farið fram á að kjörinu verði frestað og að óháð siðanefnd verði fengin til þess að fara yfir málefni FIFA þar sem hæstráðendur hafa verið sakaðir um mútuþægni og fleira. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, situr þingið fyrir Íslands hönd og Vísir heyrði í honum seinni partinn. Fyrsta spurning var hvort KSÍ ætlaði að kjósa Blatter eða sitja hjá eins og Englendingar ætla meðal annars að gera. „Evrópuþjóðirnar hafa hist og við fylgjum foringja vorum, Platini, og framkvæmdastjórn UEFA eins og staðan er núna. Norðurlandaþjóðirnar hafa stungið saman nefjum og við erum að ræða málin. Það er verið að ræða málin í öllum hornum hérna," sagði Geir. „Hlutirnir eru að gerast hratt hér núna. Við erum að leita eftir upplýsingum og ráðgjöf. Við Norðurlandaþjóðirnar viljum gjarna fá niðurstöðu í öll þessi mál. Það þarf að leiða fram hvað sé satt og rétt. Það hefur ýmislegt komið upp á yfirborðið. „Stefnan hefur ekki breyst enn sem komið er og það er bara einn maður í kjöri. Menn eru samt að ræða saman og þannig er það núna." Hæstráðendur í stjórn FIFA hafa verið sakaðir um alls konar spillingu í gegnum árin og er KSÍ ekki að leggja blessun sína yfir þá stjórnarhætti með því að kjósa Blatter? „Við höfum stutt Blatter áður og vorum búnir að taka ákvörðun um að styðja hann í þessu kjöri. Það er bara hægt að styðja þá sem eru í framboði. Það er ekki hægt að gera neitt annað. Maður veltir því líka fyrir sér af hverju bjóða þeir sig ekki fram sem vilja stuðla að framgangi annarra mála. Svo er verið að ræða ýmsa aðra hluti eins og Englendingar hafa talað um að fresta kosningunni," sagði Geir en hvað finnst honum um þá tillögu? „Í þessum málum lúti ég mikið forystu UEFA. Við erum ekki að dansa neinn sóloleik í þessi kjöri. Langt í frá. Við tökum mikið mark á því sem UEFA leiðir fram og Norðurlöndin líka. Eins og ég segi viljum við fá þessi mál rannsökuð og leidd til lykta. En við höfum stutt Blatter og gerum það áfram á meðan annað er ekki í stöðunni. Það er samt ýmislegt að gerast núna og við verðum að tala aftur saman á morgun." Finnst Geir það vera eðlilegt að KSÍ hafi ekki sína skoðun á málinu heldur kjósi eins og aðrir vilja að þeir geri? „Við höfum tekið þá ákvörðun að við kjósum Blatter og það hefur ekki enn breyst. Ég bendi á að siðanefnd FIFA hefur hreinsað Blatter af ákærum. Það hefur ekkert sannast á hann," sagði Geir en þessi hneykslismál eiga sér stað undir hans stjórn. „Blatter hefur bent á að hann skipi ekki stjórn FIFA. Vandinn liggur því víða í málinu. Við erum samt ánægðir með okkar fulltrúa í stjórninni. „Það liggur samt fyrir að það er enginn ánægður með þá stöðu sem nú er uppi. Þess vegna eru menn að ræða saman á fullu núna. Það er búið að setja þingið og Blatter heldur sína krítísku ræðu í fyrramálið sem mun skipta verulegu máli," sagði Geir en hvað vill hann persónulega sjá að gerist? „Ég er búinn að vera lengi í þessu og sjá miklar breytingar á löngum tíma. Það hafa orðið miklar breytingar í stjórnarháttum FIFA en auðvitað er mikil breyting alls staðar í heiminum og það þurfa að líka að verða breytingar hjá FIFA." Hvað finnst Geir um að óháð rannsóknarnefnd skoði málefni FIFA? „Norðurlöndin styðja það eindregið að óháður aðili skeri úr um þessi mál. Það væri rétt og heilbrigt skref," sagði Geir en þarf að hreinsa meira út hjá FIFA? „Ég held að það gerist sjálfkrafa. Það er augljóst mál," sagði Geir en gerist það ef Blatter verður áfram forseti? „Eins og staðan er í dag er hann einn í kjöri og við getum ekki haft forystulaus samtök. Hann lýsti því samt yfir að þetta yrði hans síðasta tímabil ef hann næði kjöri þannig að það eru að verða breytingar. Hversu hratt veit ég ekki en það gerist ekki 1,2 og þrír að menn taki yfir FIFA þó svo margir hafi þann draum að stjórna þessum samtökum. Það verður mikið kapp fram undan um það sæti,“ sagði Geir en hefur hann trú á því að það verði friður um FIFA á meðan Blatter situr áfram? „Ég held að við verðum að sjá hvað gerist á morgun. Það er ómögulegt að segja hvað gerist.“
Íslenski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira