Hill finnst rangt að halda mót í Barein 3. júní 2011 09:10 Damon Hill mætti á frumsýningu myndarinnar um Ayrton Senna í London. Gareth Cattermole/Getty Images/ Universal Damon Hill sem er forseti félags breskra kappakstursökumanna og fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 finnst rangt að Barein mótið, sem var frestað í mars verði sett aftur á dagskrá. FIA tekur ákvörðun um málið í dag. Hill er fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 með Williams liðinu. Yfir tuttugu manns létust í mótmælum í Barein fyrr á árinu og keppni sem átti að vera í Barein 13. mars var frestað í febrúar vegna ástandsins í landinu. Nú telja yfirvöld í landinu og möguleiki sé á að halda mót, ef FIA veitir leyfi fyrir því. „Þetta mál er tækifæri fyrir Formúlu 1 til að sýna að mannréttindi skipta máli. Sannur friður er ekki það sama og ró með beitingu valds", sagði Hil í frétt á BBC Sport. Það er kominn á regla í Barein, en fjölmiðlamenn og mannréttindasamtök hafa sett spurningarmerkið við hvaða aðferðum hefur verið beitt til þess. Ef Formúlu 1 fer fram í Barein þá hefur íþróttinn langt blessun sína við ógnarstjórn að mati Hill. „Friður skapast bara með sönnum frið. Það rétta, að mínu mati er að keppa ekki í Barein fyrr en allur vafi í máli landsins er á bak og burt", sagði Hill. Bernie Ecclestone virðist vilja koma mótinu á, en nokkur rót gæti orðið á mótaskránni ef sú ákvörðun verður tekin í dag. Hann hefur m.a. skoðað að færa nýtt mót í Indlandi til 11. desember. Zayed Rashid Alzayanni, einn af yfirmönnum mótssvæðisins í Barein sagði að staðan væri sú að hægt væri að halda mót. „Lífið er aftur orðið eðlilegt í Barein og við erum tilbúnir að halda mótið hvenær sem er. Við þurfum á jávæðum hlutum að halda eftir að hafa gengið gegnum erfiðleika. Barein hefur sýnt sitt besta þegar mótshald hefur farið fram og hvað við höfum upp á að bjóða sem land. Formúla 1 getur fært okkur gleðina á ný", sagði Alzayani. Ákvörðun í máli Barein verður tekin í dag á fundi akstursíþróttaráðs FIA í Barcelona í dag. Formúla Íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Damon Hill sem er forseti félags breskra kappakstursökumanna og fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 finnst rangt að Barein mótið, sem var frestað í mars verði sett aftur á dagskrá. FIA tekur ákvörðun um málið í dag. Hill er fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 með Williams liðinu. Yfir tuttugu manns létust í mótmælum í Barein fyrr á árinu og keppni sem átti að vera í Barein 13. mars var frestað í febrúar vegna ástandsins í landinu. Nú telja yfirvöld í landinu og möguleiki sé á að halda mót, ef FIA veitir leyfi fyrir því. „Þetta mál er tækifæri fyrir Formúlu 1 til að sýna að mannréttindi skipta máli. Sannur friður er ekki það sama og ró með beitingu valds", sagði Hil í frétt á BBC Sport. Það er kominn á regla í Barein, en fjölmiðlamenn og mannréttindasamtök hafa sett spurningarmerkið við hvaða aðferðum hefur verið beitt til þess. Ef Formúlu 1 fer fram í Barein þá hefur íþróttinn langt blessun sína við ógnarstjórn að mati Hill. „Friður skapast bara með sönnum frið. Það rétta, að mínu mati er að keppa ekki í Barein fyrr en allur vafi í máli landsins er á bak og burt", sagði Hill. Bernie Ecclestone virðist vilja koma mótinu á, en nokkur rót gæti orðið á mótaskránni ef sú ákvörðun verður tekin í dag. Hann hefur m.a. skoðað að færa nýtt mót í Indlandi til 11. desember. Zayed Rashid Alzayanni, einn af yfirmönnum mótssvæðisins í Barein sagði að staðan væri sú að hægt væri að halda mót. „Lífið er aftur orðið eðlilegt í Barein og við erum tilbúnir að halda mótið hvenær sem er. Við þurfum á jávæðum hlutum að halda eftir að hafa gengið gegnum erfiðleika. Barein hefur sýnt sitt besta þegar mótshald hefur farið fram og hvað við höfum upp á að bjóða sem land. Formúla 1 getur fært okkur gleðina á ný", sagði Alzayani. Ákvörðun í máli Barein verður tekin í dag á fundi akstursíþróttaráðs FIA í Barcelona í dag.
Formúla Íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira