Vettel naut sín vel Í Valencia 26. júní 2011 18:13 Sebastian Vettel á verðlaunapallinum í Valencia í dag. AP mynd: Daniel Ochoa de Olza Sebastian Vettel vann sjötta sigur sinn í Formúlu 1 á árinu í Valencia á Spáni í dag á Red Bull keppnisbíl. Vettel var meira og minna í forystu í mótinu og er kominn með 77 stiga forskot á næsta ökumann í stigakeppni ökumanna. Vettel er með 186 stig, Mark Webber liðsfélagi hans 109, rétt eins og Jenson Button hjá McLaren. Lewis Hamilton hjá McLaren er með 97 og Fernando Alonso hjá Ferrari 87. Vettel vann öruggan sigur í dag og var aldrei ógnað verulega. „Séð utanfrá þá er ég ekki viss um að það hafi mikið virst vera gera í brautinni, en ég nýt þess svo vel þegar þetta er samspil mín og bílsins í hverjum hring. Vitanlega var pressa á mér, ekki síst í ljósi þess að keppnisáætlun mín og Mark og Fernando var ólík. Þeir fóru ýmist fyrr í hlé eða síðar", sagði Vettel eftir sigurinn í dag. „Ég var með forskot á þá fyrir fyrsta þjónustuhléið, en kom út nokkuð nálægt þeim, (en á undan) þannig að ég varð að keyra stíft, en einnig að meta dekkin og ímynda mér hvernig hlutinir myndu ganga. Maður er að reyna að sjá fyrir sér keppnisáætlunina, þannig að í hverjum hring er þetta á milli mín og bílsins. „Ég nýt þessarar brautar. Í fyrra gekk allt smurt og aftur núna. Liðið hefur unnið frábæra vinnu í undirbúningi bílsins. Þó við komum hér á hverju ári og búumst við því að þetta geti orðið snúið, þá mættum við og allt gekk snuðrulaust. Ég er auðvitað mjög ánægður með úrslitin", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastian Vettel vann sjötta sigur sinn í Formúlu 1 á árinu í Valencia á Spáni í dag á Red Bull keppnisbíl. Vettel var meira og minna í forystu í mótinu og er kominn með 77 stiga forskot á næsta ökumann í stigakeppni ökumanna. Vettel er með 186 stig, Mark Webber liðsfélagi hans 109, rétt eins og Jenson Button hjá McLaren. Lewis Hamilton hjá McLaren er með 97 og Fernando Alonso hjá Ferrari 87. Vettel vann öruggan sigur í dag og var aldrei ógnað verulega. „Séð utanfrá þá er ég ekki viss um að það hafi mikið virst vera gera í brautinni, en ég nýt þess svo vel þegar þetta er samspil mín og bílsins í hverjum hring. Vitanlega var pressa á mér, ekki síst í ljósi þess að keppnisáætlun mín og Mark og Fernando var ólík. Þeir fóru ýmist fyrr í hlé eða síðar", sagði Vettel eftir sigurinn í dag. „Ég var með forskot á þá fyrir fyrsta þjónustuhléið, en kom út nokkuð nálægt þeim, (en á undan) þannig að ég varð að keyra stíft, en einnig að meta dekkin og ímynda mér hvernig hlutinir myndu ganga. Maður er að reyna að sjá fyrir sér keppnisáætlunina, þannig að í hverjum hring er þetta á milli mín og bílsins. „Ég nýt þessarar brautar. Í fyrra gekk allt smurt og aftur núna. Liðið hefur unnið frábæra vinnu í undirbúningi bílsins. Þó við komum hér á hverju ári og búumst við því að þetta geti orðið snúið, þá mættum við og allt gekk snuðrulaust. Ég er auðvitað mjög ánægður með úrslitin", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira