Vettel kom fyrstur í mark Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2011 13:59 Sebastian Vettel fagnar sigrinum í dag. Nordic Photos / AFP Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull hefur tekið afgerandi forystu í stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1 eftir sigur í evrópska kappakstrinum sem fór fram í Valencia á Spáni. Vettel byrjaði fremstur á ráspól og hafði mikla yfirburði í keppninni. Þetta er hans sjötti sigur á tímabilinu og er hann nú með 77 stiga forystu á þá Jenson Button og Mark Webber í stigakeppninni. Fernando Alonso, Ferrari, varð annar í keppninni í dag og liðsfélagi Vettel hjá Red Bull, Mark Webber, þriðji. Lewis Hamilton, McLaren, varð fjórði og Felipe Massa hjá Ferrari fimmti. Spánverjinn Jaime Alguersuari náði frábærum árangri fyrir Toro Rosso í dag en hann endaði í áttunda sæti eftir að hafa verið átjándi á ráspólnum. En maður dagsins er Vettel sem hefur aldrei orðið neðar en í öðru sæti í þeim átta mótum sem er lokið af keppnistímabilinu. Hann er aðeins fjórtán stigum frá því að vera með fullt hús stiga. Formúla Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull hefur tekið afgerandi forystu í stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1 eftir sigur í evrópska kappakstrinum sem fór fram í Valencia á Spáni. Vettel byrjaði fremstur á ráspól og hafði mikla yfirburði í keppninni. Þetta er hans sjötti sigur á tímabilinu og er hann nú með 77 stiga forystu á þá Jenson Button og Mark Webber í stigakeppninni. Fernando Alonso, Ferrari, varð annar í keppninni í dag og liðsfélagi Vettel hjá Red Bull, Mark Webber, þriðji. Lewis Hamilton, McLaren, varð fjórði og Felipe Massa hjá Ferrari fimmti. Spánverjinn Jaime Alguersuari náði frábærum árangri fyrir Toro Rosso í dag en hann endaði í áttunda sæti eftir að hafa verið átjándi á ráspólnum. En maður dagsins er Vettel sem hefur aldrei orðið neðar en í öðru sæti í þeim átta mótum sem er lokið af keppnistímabilinu. Hann er aðeins fjórtán stigum frá því að vera með fullt hús stiga.
Formúla Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira