Umfjöllun: Naum forysta ÍBV fyrir Írlandsferðina Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Vodafonvellinum skrifar 30. júní 2011 15:16 Þórarinn ingi fagnar eftir leik. mynd/hag Eyjamenn mega vera nokkuð sáttir við að hafa unnið 1-0 sigur á írska liðinu St. Patrick's Athletic í forkeppni Evrópudeildar UEFA í dag. Andri Ólafsson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Eyjamenn fengu nokkur færi til viðbótar til að skora en Írarnir fengu svo sannarlega sín færi líka. Þeir áttu bæði skalla í slá auk þess sem að Eyjamenn björguðu einu sinni á línu. Allt kom þó fyrir ekki og ÍBV fagnaði góðum 1-0 sigri. Fyrri hálfleikur var nú ekki upp á marga fiska. Það er kannski eðlilegt að liðin taki sér nokkrar mínútur til að átta sig á andstæðingnum en eftir því sem leið á hálfleikinn var ljóst að hvorugt liðið gerði nokkuð til að taka leikinn í sínar hendur. Eyjamenn áttu reyndar tvö ágæt færi í upphafi leiksins en meira var það ekki. Írarnir fengu eitt þokkalegt hálffæri en skot Daryl Kavanagh, besta manni St. Pat's í leiknum, var fram hjá. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, ákvað að breyta til í sínu liði í hálfleik og skipti yfir í 4-4-2. Setti hann fyrirliðann Andra Ólafsson niður á miðjuna þar sem hann fékk að vera meira í boltanum. Það var ekki lengi að bera árangur því strax á 50. mínútu, stuttu eftir að Írarnir voru næstum búnir að skora fyrsta mark leiksins, fengu Eyjamenn víti. Gary Rogers, markörður St. Pat's, var of seinn til að ná í boltann og braut þess í stað á Tryggva Guðmundssyni. Andri fyrirliði fór á punktinn, alveg eins og gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni á föstudaginn, og skoraði af miklu öryggi. Stuttu síðar voru Eyjamenn nálægt því að komast í 2-0 í tvígang. Fyrst átti Denis Sytnik skot að marki og svo Tony Mawejje en í bæði skiptin varði Rogers glæsilega frá þeim. En þá kom kafli þar sem að Eyjamenn voru stálheppnir að fá ekki mark á sig. Kavanagh átti til að mynda skalla í slá eftir hornspyrnu og hinn þéttvaxni Danny North komst í ágætt skotfæri sem hann nýtti sér ekki. Írarnir sóttu nokkuð stíft á lokamínútunum en tókst þrátt fyrir allt ekki að koma boltanum í markið. Varamaðurinn Anthony Murphy komst nálægt því með skalla eftir hornspyrnu en Tony Mawejje bjargaði á marklínu. 1-0 sigur staðreynd en forystan er ekki mjög mikil fyrir seinni leikinn sem fer fram á Írlandi í næstu viku. Engu að síður var jákvætt fyrir ÍBV að halda hreinu og útivallarmark fer langt með að tryggja liðinu sæti í næstu umferð. Eyjamenn verða þó líklega að spila betur en þeir gerðu í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir áttu fínt korter í upphafi seinni hálfleiks en bökkuðu allt of mikið síðasta hálftímann. Þeir eiga mikið inni eftir þennan leik enda geta leikmenn ÍBV spilað miklu betur en þeir sýndu í dag.Dómari: Michael Svendsen, Danmörku.Skot (á mark): 10-13 (6-4)Varin skot: Albert 2 - Rogers 5Horn: 8-4Aukaspyrnur fengnar: 8-14Rangstöður: 0-1 Evrópudeild UEFA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira
Eyjamenn mega vera nokkuð sáttir við að hafa unnið 1-0 sigur á írska liðinu St. Patrick's Athletic í forkeppni Evrópudeildar UEFA í dag. Andri Ólafsson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Eyjamenn fengu nokkur færi til viðbótar til að skora en Írarnir fengu svo sannarlega sín færi líka. Þeir áttu bæði skalla í slá auk þess sem að Eyjamenn björguðu einu sinni á línu. Allt kom þó fyrir ekki og ÍBV fagnaði góðum 1-0 sigri. Fyrri hálfleikur var nú ekki upp á marga fiska. Það er kannski eðlilegt að liðin taki sér nokkrar mínútur til að átta sig á andstæðingnum en eftir því sem leið á hálfleikinn var ljóst að hvorugt liðið gerði nokkuð til að taka leikinn í sínar hendur. Eyjamenn áttu reyndar tvö ágæt færi í upphafi leiksins en meira var það ekki. Írarnir fengu eitt þokkalegt hálffæri en skot Daryl Kavanagh, besta manni St. Pat's í leiknum, var fram hjá. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, ákvað að breyta til í sínu liði í hálfleik og skipti yfir í 4-4-2. Setti hann fyrirliðann Andra Ólafsson niður á miðjuna þar sem hann fékk að vera meira í boltanum. Það var ekki lengi að bera árangur því strax á 50. mínútu, stuttu eftir að Írarnir voru næstum búnir að skora fyrsta mark leiksins, fengu Eyjamenn víti. Gary Rogers, markörður St. Pat's, var of seinn til að ná í boltann og braut þess í stað á Tryggva Guðmundssyni. Andri fyrirliði fór á punktinn, alveg eins og gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni á föstudaginn, og skoraði af miklu öryggi. Stuttu síðar voru Eyjamenn nálægt því að komast í 2-0 í tvígang. Fyrst átti Denis Sytnik skot að marki og svo Tony Mawejje en í bæði skiptin varði Rogers glæsilega frá þeim. En þá kom kafli þar sem að Eyjamenn voru stálheppnir að fá ekki mark á sig. Kavanagh átti til að mynda skalla í slá eftir hornspyrnu og hinn þéttvaxni Danny North komst í ágætt skotfæri sem hann nýtti sér ekki. Írarnir sóttu nokkuð stíft á lokamínútunum en tókst þrátt fyrir allt ekki að koma boltanum í markið. Varamaðurinn Anthony Murphy komst nálægt því með skalla eftir hornspyrnu en Tony Mawejje bjargaði á marklínu. 1-0 sigur staðreynd en forystan er ekki mjög mikil fyrir seinni leikinn sem fer fram á Írlandi í næstu viku. Engu að síður var jákvætt fyrir ÍBV að halda hreinu og útivallarmark fer langt með að tryggja liðinu sæti í næstu umferð. Eyjamenn verða þó líklega að spila betur en þeir gerðu í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir áttu fínt korter í upphafi seinni hálfleiks en bökkuðu allt of mikið síðasta hálftímann. Þeir eiga mikið inni eftir þennan leik enda geta leikmenn ÍBV spilað miklu betur en þeir sýndu í dag.Dómari: Michael Svendsen, Danmörku.Skot (á mark): 10-13 (6-4)Varin skot: Albert 2 - Rogers 5Horn: 8-4Aukaspyrnur fengnar: 8-14Rangstöður: 0-1
Evrópudeild UEFA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira