Le Pen gagnrýnir barnaskap Norðmanna 30. júlí 2011 16:42 Mynd/AP Jean-Marie Le Pen, sem hefur verið með umdeildari stjórnmálamönnum Evrópu um árabil, segir norsk stjórnvöld sek um barnaskap þegar kemur að innflytjendum og fjölmenningarstefnu. Stjórnvöld og almenningur hafa sofið á verðinum hvað þann málaflokk varðar og það er verra en árásir Anders Behring Breivik, að mati Le Pen. Le Pen, sem verið hefur í fararbroddi Franska þjóðarflokksins í áratugi, hefur fimm sinnum sóst eftir því að verða forseti en aldrei náð kjöri. Hann komst næst því árið 2002 þegar hann atti kappi við Jacques Chirac, sitjandi forseta, í seinni umferð frönsku forsetakosninganna. Dóttir hans Marine er nú leiðtogi og forsetaefnis flokksins, en næstu forstakosningar fara fram á næsta ári. Flokkurinn hefur verið þekktur fyrir harða stefnu í innflytjendamálum og hefur Le Pen sjálfur meðal annars verið að dæmdur fyrir ummæli í tengslum við Helförina. Le Pen birtir vikulega myndbandsupptökur á heimasíðu Franska þjóðarflokksins þar sem hann fer yfir málefni líðandi stundar. Þar gagnrýnir hann sem fyrr segir stjórnvöld og almenning í Noregi. Í samtali við Reuters-fréttaveituna í dag segist Le Pen ekki hafa verið að gera lítið úr voðaverkum Breiviks í Osló og Útey. Ljóst sé að þar sé á ferðinni afar sjúkur maður. Árásirnar sýni hins vegar að norsk stjórnvöld hafi ekki brugðist við hættunni sem fylgi innflytjendum og fjölmenningarstefnunni sem einkenni mörg ríki Evrópu. Í um 1500 blaðsíða stefnuyfirlýsingu sem Breivik stendi frá sér stuttu fyrir fjöldamorðin sem hann framdi í Osló og Útey gagnrýnir hann útbreiðslu múslima um Evrópu, en segir það sóun á orku og tíma að ráðast að múslimunum. Þess í stað þurfi að ráðast að rót vandans, sem að hans mati eru áhrifamenn sem gera múslimum kleift að dafna í álfunni. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira
Jean-Marie Le Pen, sem hefur verið með umdeildari stjórnmálamönnum Evrópu um árabil, segir norsk stjórnvöld sek um barnaskap þegar kemur að innflytjendum og fjölmenningarstefnu. Stjórnvöld og almenningur hafa sofið á verðinum hvað þann málaflokk varðar og það er verra en árásir Anders Behring Breivik, að mati Le Pen. Le Pen, sem verið hefur í fararbroddi Franska þjóðarflokksins í áratugi, hefur fimm sinnum sóst eftir því að verða forseti en aldrei náð kjöri. Hann komst næst því árið 2002 þegar hann atti kappi við Jacques Chirac, sitjandi forseta, í seinni umferð frönsku forsetakosninganna. Dóttir hans Marine er nú leiðtogi og forsetaefnis flokksins, en næstu forstakosningar fara fram á næsta ári. Flokkurinn hefur verið þekktur fyrir harða stefnu í innflytjendamálum og hefur Le Pen sjálfur meðal annars verið að dæmdur fyrir ummæli í tengslum við Helförina. Le Pen birtir vikulega myndbandsupptökur á heimasíðu Franska þjóðarflokksins þar sem hann fer yfir málefni líðandi stundar. Þar gagnrýnir hann sem fyrr segir stjórnvöld og almenning í Noregi. Í samtali við Reuters-fréttaveituna í dag segist Le Pen ekki hafa verið að gera lítið úr voðaverkum Breiviks í Osló og Útey. Ljóst sé að þar sé á ferðinni afar sjúkur maður. Árásirnar sýni hins vegar að norsk stjórnvöld hafi ekki brugðist við hættunni sem fylgi innflytjendum og fjölmenningarstefnunni sem einkenni mörg ríki Evrópu. Í um 1500 blaðsíða stefnuyfirlýsingu sem Breivik stendi frá sér stuttu fyrir fjöldamorðin sem hann framdi í Osló og Útey gagnrýnir hann útbreiðslu múslima um Evrópu, en segir það sóun á orku og tíma að ráðast að múslimunum. Þess í stað þurfi að ráðast að rót vandans, sem að hans mati eru áhrifamenn sem gera múslimum kleift að dafna í álfunni.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira