Kvennalið Hauka í körfuknattleik hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku. Miðherjinn Ragna Margrét Brynjarsdóttir er á leið til Svíþjóðar og spilar ekki með Haukum á tímabilinu.
Ragna Margrét er í sambandi með Pavel Ermolinskij sem er nýgenginn í raðir Sundsvall Drekanna og fylgir honum út.
„Þetta er bara spennandi. Ég veit ekkert hvað ég er að fara út í,“ sagði Ragna Margrét í samtali við Vísi.
Ragna Margrét hefur verið í sambandi við þjálfara KFUM SUndsvall sem spilar í næstefstu deild í Svíþjóð. Hún var valinn í lið ársins á síðustu leiktíð hér á landi.
Ragna Margrét til Svíþjóðar - blóðtaka fyrir Haukastelpur
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn



Onana ekki með gegn Newcastle
Enski boltinn



Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn


Fleiri fréttir
