Enski boltinn

Santon til liðs við Newcastle - ætlað að fylla í skarð Enrique

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Santon með treyju númer þrjú sem Enrique klæddist áður.
Santon með treyju númer þrjú sem Enrique klæddist áður. Nordic Photos / Getty Images
Newcastle United hefur gengið frá kaupunum á varnarmanninum Davide Santon frá Inter í Mílanó. Vinstri bakvörðurinn skrifaði undir fimm ára samning við Newcastle í gær.

Alan Pardew, stjóri Newcastle, er himinlifandi með kaupin á Santon.

„Hann er vinstri bakvörður með mikil gæði, hefur fest sig í sessi sem landsliðsmaður sem gefur okkur sveigjanleika í vörninni. Davide er ungur drengur og frábær kaup fyrir okkur. Ég er ekki í neinum vafa um að hann mun aðlagast ensku úrvalsdeildinni á skömmum tíma," sagði Pardew.

Kaupverðið á Santon hefur ekki verið gefið upp en er talið vera í kringum fimm milljónir punda eða sem nemur rúmum 900 milljónum íslenskra króna. Ítalinn tvítugi lék sinn fyrsta leik með Inter tímabilið 2008-2009 en varði síðasta tímabili á láni hjá Cesena.

Santon er ætlað að fylla í skarðið sem Jose Enrique skildi eftir sig þegar hann gekk til liðs við Liverpool á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×