Fótbolti

Fabregas: Hef á tilfinningunni að ég sé enn svolítið fyrir hjá Barca

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas. Mynd/Nordic Photos/Getty
Cesc Fabregas, leikmaður Barcelona, hefur verið duglegur að skora í fyrstu leikjum sínum með Barcelona og flestir geta verið sammála um það að hann hafi smollið vel inn í leik besta félagsliðs í heimi. Fabregas segist sjálfur hinsvegar eiga mikið eftir ólært.

„Ég hef það á tilfinningunni að ég eigi eftir að læra mjög mikið í viðbót. Fólkið tekur eftir mörkunum en ég er að horfa á aðra hluti og þá sérstaklega í tengslum varnarleikinn," sagði Cesc Fabregas í viðtali við El Pais.

„Ég hef aldrei séð áður svona lið sem leggur jafnmikla áherslu á vörn eftir að bolti tapast. Það er flókið og erfitt að spila á móti Barca en það er ekki mikið auðveldara að spila með þeim heldur," sagði Fabregas.

„Ég hef það enn á tilfinningunni að ég svolítið fyrir, en að þeir séu svo góðir að bregðast við því, að þeir feli það. Ég reyni að sjá fyrir sendingarnar þeirra til þess að nýta mér það í sókninni. Ég þarf að aðlaga minn leik að þeim en ég á mikið eftir að læra í varnarleiknum," sagði Cesc Fabregas.

Fabregas notaði sem fyrr tækifærið til að hrósa Arsene Wenger, fyrrum stjóra sínum hjá Arsenal. „Ég væri ekkert án hans. Ég gat ekkert talað við hann þegar ég kvaddi því ég átti svo erfitt með mig. Ég hringdi seinna í hann þegar ég var orðinn rólegri og þakkaði honum fyrir allt saman. Hann fær tíu í einkunn frá mér," sagði Fabregas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×