Heidfeld endanlega úr myndinni hjá Renault og Senna ekur áfram 2. september 2011 16:34 Nick Heidfeld mætti á mótssvæðið á Spa brautinni um síðustu helgi, þó hann hefði þurft að víkja sæti hjá Renault. AP Mynd: Frank Augstein Renault liðið tilkynnti í dag að liðið hefði náð samkomulagi við Nick Heidfeld um að keyra ekki meira hjá liðinu, en málið átti að fara fyrir dóm 18. september í Englandi. Heidfeld var ekki sáttur við að víkja sæti fyrir Bruno Senna í síðasta móti og því næsta, en nú er endanlega ljóst að Senna verður ökumaður Renault út tímabilið ásamt Vitaly Petrov. Heidfeld og umboðsmaður hans töldu að hann væri með traustan samning um að keyra út árið og átti að taka málið fyrir hjá breskum dómara eftir mótið á Monza á Ítalíu um aðra helgi. En Heidfeld og Renault hafa náð samkomulagi um að leiðir skilji án þess að til þess komi. „Það hefur verið mikið fjallað um ósætti okkar við Heidfeld og við erum ánægðir að hafa fundið lausn. Skilnaður okkar var sársaukafullur og hvorugur aðilinn vildi fara lagaleiðina. Við erum þakklátir fyrir framlag Heidfeld og áttum góðar stundir saman, ekki síst þegar við náðum Þriðja sæti í Malasíu. Hann er góður og einbeittur ökumaður og við óskum honum velgengni í framtíðinni", sagði Eric Boullier í fréttatilkynningu í dag. Í sömu tilkynningu frá Renault voru ummæli frá Heidfeld. „Augljóslega er ég svekktur að yfirgefa Renault liðið á miðju tímabilinu. Ég taldi að ég hefði eitthvað fram að færa til liðsins, en ég verð að sjá hlutina eins og þeir eru og horfa til framtíðar. Við höfum ákveðið að binda endi á samstarf okkar í dag. Ég vil óska vinum sem ég eignaðist í Enstone (bækistöð Renault liðsins) velgengni til loka tímabilsins. Eitt er víst að ég keppi fljótlega aftur í kappakstri á ný", sagði Heidfeld. Skömmu eftir þessa tilkynningu frá Renault sagði önnur tilkynning að Senna myndi aka í þeim sjö mótum sem eftir eru, eins og hann gerði á Spa. Romain Grosjean verður varaökumaður liðsins, en hann tryggði sér meistaratitilinn í GP2 mótaröðinni um síðustu helgi á Spa brautinni. Formúla Íþróttir Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Renault liðið tilkynnti í dag að liðið hefði náð samkomulagi við Nick Heidfeld um að keyra ekki meira hjá liðinu, en málið átti að fara fyrir dóm 18. september í Englandi. Heidfeld var ekki sáttur við að víkja sæti fyrir Bruno Senna í síðasta móti og því næsta, en nú er endanlega ljóst að Senna verður ökumaður Renault út tímabilið ásamt Vitaly Petrov. Heidfeld og umboðsmaður hans töldu að hann væri með traustan samning um að keyra út árið og átti að taka málið fyrir hjá breskum dómara eftir mótið á Monza á Ítalíu um aðra helgi. En Heidfeld og Renault hafa náð samkomulagi um að leiðir skilji án þess að til þess komi. „Það hefur verið mikið fjallað um ósætti okkar við Heidfeld og við erum ánægðir að hafa fundið lausn. Skilnaður okkar var sársaukafullur og hvorugur aðilinn vildi fara lagaleiðina. Við erum þakklátir fyrir framlag Heidfeld og áttum góðar stundir saman, ekki síst þegar við náðum Þriðja sæti í Malasíu. Hann er góður og einbeittur ökumaður og við óskum honum velgengni í framtíðinni", sagði Eric Boullier í fréttatilkynningu í dag. Í sömu tilkynningu frá Renault voru ummæli frá Heidfeld. „Augljóslega er ég svekktur að yfirgefa Renault liðið á miðju tímabilinu. Ég taldi að ég hefði eitthvað fram að færa til liðsins, en ég verð að sjá hlutina eins og þeir eru og horfa til framtíðar. Við höfum ákveðið að binda endi á samstarf okkar í dag. Ég vil óska vinum sem ég eignaðist í Enstone (bækistöð Renault liðsins) velgengni til loka tímabilsins. Eitt er víst að ég keppi fljótlega aftur í kappakstri á ný", sagði Heidfeld. Skömmu eftir þessa tilkynningu frá Renault sagði önnur tilkynning að Senna myndi aka í þeim sjö mótum sem eftir eru, eins og hann gerði á Spa. Romain Grosjean verður varaökumaður liðsins, en hann tryggði sér meistaratitilinn í GP2 mótaröðinni um síðustu helgi á Spa brautinni.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira