Whitmarsh segir að Hamilton muni læra sína lexíu 26. september 2011 15:09 Lewis Hamilton á mótssvæðinu í Singapúr. AP MYND: Terence Tan Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins hefur komið Formúlu 1 ökumanninum Lewis Hamilton til varnar, en Hamilton var harðlega gagnrýndur af Felipe Massa eftir mótið í Singapúr í gær. Hamilton keyrði aftan á Massa og hefur lent öðrum árekstrum á árinu. „Það hefur ýmislegt gerst. Liðið getur tekið á sig sumt og Hamilton annað. Stundum falla hlutirnir ekki með manni í akstursíþróttum. Þetta er búið að vera erfitt tímabil, en við munum eftir sem áður keppa til sigurs og reyna vinna mótin fimm (sem eftir eru) og Hamilton mun gera það sama", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. „Þegar þér er sagt að þú sért í átjanda eða nítjánda sæti í svona keppni (eins og í Singapúr) þá er það mjög, mjög svekkjandi. Þá þarf að taka til hendinni við aksturinn, þannig að hann ætti að fá plús fyrir það." „En það er enginn okkar fullkominn. Liðið hefur gert mistök og við munum gera fleiri. Við gerum það ekki vísvitandi, en þannig er lífið. Við erum hreinskilnir um hlutina, felum ekkert og það gefur fólki færi á því að magna hlutina upp." „Við þurfum að bæta okkur sem lið og Hamilton þarf að bæta sig sem ökumaður, en hann var í erfiðri stöðu og þurfti fimm sinnum að fara gegnum þjónustusvæðið og náði samt í dýrmæt stig. Hann náði fimmta sæti og ók vel", sagði Whitmarsh. Massa gagnrýndi Hamilton eftir mótið í gær, en Hamilton hefur lent í óhöppum í Kanada, Ungverjalandi og Belgíu að auk þess að keyra aftan á Massa í gær. „Hamilton er enn ungur að árum. Hann er að læra og mun læra sína lexíu. Hann mun vinna mót og fleiri meistaratitila. Hann er harðfylginn og einbeittur ökumaður. Hann mun vinna fleiri sigra en ég og þú og mun vinna fleiri meistaramót", sagði Whitmarsh. Formúla Íþróttir Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins hefur komið Formúlu 1 ökumanninum Lewis Hamilton til varnar, en Hamilton var harðlega gagnrýndur af Felipe Massa eftir mótið í Singapúr í gær. Hamilton keyrði aftan á Massa og hefur lent öðrum árekstrum á árinu. „Það hefur ýmislegt gerst. Liðið getur tekið á sig sumt og Hamilton annað. Stundum falla hlutirnir ekki með manni í akstursíþróttum. Þetta er búið að vera erfitt tímabil, en við munum eftir sem áður keppa til sigurs og reyna vinna mótin fimm (sem eftir eru) og Hamilton mun gera það sama", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. „Þegar þér er sagt að þú sért í átjanda eða nítjánda sæti í svona keppni (eins og í Singapúr) þá er það mjög, mjög svekkjandi. Þá þarf að taka til hendinni við aksturinn, þannig að hann ætti að fá plús fyrir það." „En það er enginn okkar fullkominn. Liðið hefur gert mistök og við munum gera fleiri. Við gerum það ekki vísvitandi, en þannig er lífið. Við erum hreinskilnir um hlutina, felum ekkert og það gefur fólki færi á því að magna hlutina upp." „Við þurfum að bæta okkur sem lið og Hamilton þarf að bæta sig sem ökumaður, en hann var í erfiðri stöðu og þurfti fimm sinnum að fara gegnum þjónustusvæðið og náði samt í dýrmæt stig. Hann náði fimmta sæti og ók vel", sagði Whitmarsh. Massa gagnrýndi Hamilton eftir mótið í gær, en Hamilton hefur lent í óhöppum í Kanada, Ungverjalandi og Belgíu að auk þess að keyra aftan á Massa í gær. „Hamilton er enn ungur að árum. Hann er að læra og mun læra sína lexíu. Hann mun vinna mót og fleiri meistaratitila. Hann er harðfylginn og einbeittur ökumaður. Hann mun vinna fleiri sigra en ég og þú og mun vinna fleiri meistaramót", sagði Whitmarsh.
Formúla Íþróttir Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira