Kobayashi: Mjög sérstök stemmning í Singapúr 21. september 2011 13:04 Japaninn Kamui Kobyashi keppir með Sauber liðinu frá Sviss. MYND: Sauber Motorsport AG Japaninn Kamui Kobayashi er eini ökumaðurinn sem keppir í Formúlu 1 sem er frá Asíu og hann vill ná góðum árangri í Singapúr um næstu helgi áður en hann keppir í Japan. Næsta mót á eftir keppninni í Singapúr er á Suzuka brautinni í Japan og verða því tvö mót í Asíu á dagskrá á næstunni. Sauber liðið lenti í vandræðum með gírkassana í bílum sínum í síðustu keppni, sem var á Monza brautinni á Ítalíu. En um helgina keppir Kobayashi á flóðlýstri braut í Singapúr og tekst á við 23 beygjur í hverjum hring. „Á síðasta ári vorum við nokkuð samkeppnisfærir í Singapúr. Ég komst í lokaumferð tímatökunnar, sem er góð minning. En útkoman í keppninni var ekki sú sama. Ég var í níunda sæti þegar ég gerði mistök á slitnum dekkjum og keyrði útaf" sagði Kobayashi í fréttatilkynningu frá Sauber. „Það er mjög sérstök stemmning í Singapúr, af því mótið fer fram í borginni og er að næturlagi, sem hvetur mig til dáða og ég nýt þess vel. Brautin í Singapúr er með mörgum beygjum, sem eru svipaðar og erfiðar að auki. Ég er með sjálfstraustið í lagi fyrir helgina og vill ná góðum árangri, af því þetta er síðasta mótið fyrir mótið á heimavelli mínum í Suzuka. Góð úrslit eru aukinn hvatning og veita manni styrk", sagði Kobayashi. Formúla Íþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Japaninn Kamui Kobayashi er eini ökumaðurinn sem keppir í Formúlu 1 sem er frá Asíu og hann vill ná góðum árangri í Singapúr um næstu helgi áður en hann keppir í Japan. Næsta mót á eftir keppninni í Singapúr er á Suzuka brautinni í Japan og verða því tvö mót í Asíu á dagskrá á næstunni. Sauber liðið lenti í vandræðum með gírkassana í bílum sínum í síðustu keppni, sem var á Monza brautinni á Ítalíu. En um helgina keppir Kobayashi á flóðlýstri braut í Singapúr og tekst á við 23 beygjur í hverjum hring. „Á síðasta ári vorum við nokkuð samkeppnisfærir í Singapúr. Ég komst í lokaumferð tímatökunnar, sem er góð minning. En útkoman í keppninni var ekki sú sama. Ég var í níunda sæti þegar ég gerði mistök á slitnum dekkjum og keyrði útaf" sagði Kobayashi í fréttatilkynningu frá Sauber. „Það er mjög sérstök stemmning í Singapúr, af því mótið fer fram í borginni og er að næturlagi, sem hvetur mig til dáða og ég nýt þess vel. Brautin í Singapúr er með mörgum beygjum, sem eru svipaðar og erfiðar að auki. Ég er með sjálfstraustið í lagi fyrir helgina og vill ná góðum árangri, af því þetta er síðasta mótið fyrir mótið á heimavelli mínum í Suzuka. Góð úrslit eru aukinn hvatning og veita manni styrk", sagði Kobayashi.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira