Hreggviður: Tekur tæknilega meiri tíma að taka skot Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2011 22:26 Hreggviður Magnússon, leikmaður KR, setti stórt spurningamerki við sigurkörfu Grindvíkinga í viðureign liðanna í Vesturbænum í kvöld. „Í fyrsta lagi held ég að það taki tæknilega meiri tíma en þessi sekúndubrot til þess að taka skot. Það er mjög leiðinlegt að tapa þessu svona á óvissuatriði. Ég óska þeim til hamingju. Þeir börðust vel og eru með skemmtilegt lið,“ sagði Hreggviður. „Mér fannst þetta vera kaflaskiptur leikur. Annaðhvort voru þeir á nokkurra mínútna skriði eða við. Það var svolítill haustbragur á þessu hjá okkur. Við náðum ekki að skila fjörutíu mínútum af góðir vörn og góðri sókn. Við höfum aðeins náð að æfa saman í tvær vikur með fullmannað lið.“ Hreggviður skoraði 20 stig í leiknum auk þess að taka sex fráköst. Hann var heitur fyrir utan þriggja stiga línuna en tólf stiganna komu þaðan. Hann sagðist ánægður með að búið væri að færa þriggja stiga línuna utar. „Þetta skilur að alvöru skytturnar,“ sagði Hreggviður léttur. „Það skiptir engu máli. Þetta er breytt lið og skiptir engu máli hver skorar,“ bætti hann við. Hreggviður telur að það eigi eftir að taka tíma fyrir KR-liðið að smella saman. „Þetta verður svipað eins og í fyrra. Marcus Walker var frábær í lok tímabils. Hann byrjaði rólega, þurfti að finna sig. Við vorum með nýtt lið og það tók tíma að finna okkur. Þetta verður sama sagan í ár. Við erum með marga nýja leikmenn, tvo nýja útlendinga. Þetta verður lærdómskúrva að finna okkur og þessi leikur var dæmigerður fyrir það.“ Bandaríkjamennirnir David Tairu og Edward Horton Jr. spiluðu þokkalega í kvöld. Þeir virtust ná vel saman og Hreggviður hefur trú á þeim. „Þeir eiga eftir að smella inn í þetta. Þeir eru með toppstykkið í lagi, vilja vinna og vinna fyrir liðið. Þurfa ekki að gera þetta á eigin spýtur. Þeir vilja gera það sem þarf til að liðið vinni þó það gekk ekki í kvöld. Ég held að þeir eigi eftir að smella vel inní þetta,“ sagði Hreggviður. Dominos-deild karla Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn bjóða núna upp á sérstakt Frank Booker árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sjá meira
Hreggviður Magnússon, leikmaður KR, setti stórt spurningamerki við sigurkörfu Grindvíkinga í viðureign liðanna í Vesturbænum í kvöld. „Í fyrsta lagi held ég að það taki tæknilega meiri tíma en þessi sekúndubrot til þess að taka skot. Það er mjög leiðinlegt að tapa þessu svona á óvissuatriði. Ég óska þeim til hamingju. Þeir börðust vel og eru með skemmtilegt lið,“ sagði Hreggviður. „Mér fannst þetta vera kaflaskiptur leikur. Annaðhvort voru þeir á nokkurra mínútna skriði eða við. Það var svolítill haustbragur á þessu hjá okkur. Við náðum ekki að skila fjörutíu mínútum af góðir vörn og góðri sókn. Við höfum aðeins náð að æfa saman í tvær vikur með fullmannað lið.“ Hreggviður skoraði 20 stig í leiknum auk þess að taka sex fráköst. Hann var heitur fyrir utan þriggja stiga línuna en tólf stiganna komu þaðan. Hann sagðist ánægður með að búið væri að færa þriggja stiga línuna utar. „Þetta skilur að alvöru skytturnar,“ sagði Hreggviður léttur. „Það skiptir engu máli. Þetta er breytt lið og skiptir engu máli hver skorar,“ bætti hann við. Hreggviður telur að það eigi eftir að taka tíma fyrir KR-liðið að smella saman. „Þetta verður svipað eins og í fyrra. Marcus Walker var frábær í lok tímabils. Hann byrjaði rólega, þurfti að finna sig. Við vorum með nýtt lið og það tók tíma að finna okkur. Þetta verður sama sagan í ár. Við erum með marga nýja leikmenn, tvo nýja útlendinga. Þetta verður lærdómskúrva að finna okkur og þessi leikur var dæmigerður fyrir það.“ Bandaríkjamennirnir David Tairu og Edward Horton Jr. spiluðu þokkalega í kvöld. Þeir virtust ná vel saman og Hreggviður hefur trú á þeim. „Þeir eiga eftir að smella inn í þetta. Þeir eru með toppstykkið í lagi, vilja vinna og vinna fyrir liðið. Þurfa ekki að gera þetta á eigin spýtur. Þeir vilja gera það sem þarf til að liðið vinni þó það gekk ekki í kvöld. Ég held að þeir eigi eftir að smella vel inní þetta,“ sagði Hreggviður.
Dominos-deild karla Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn bjóða núna upp á sérstakt Frank Booker árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sjá meira