Sjálfbærni forsenda velferðar Þuríður Backman skrifar 19. október 2011 10:45 Að öllum líkindum hefur engin ríkisstjórn tekið við jafn erfiðu verkefni og sú sem nú situr og þó víðar væri leitað. Efnahagshrunið var svo gríðarlegt að sérfræðingar í efnahagsmálum eiga erfitt með að sjá fyrir sér eða skynja umfangið. En myndin skýrist eilítið þegar ljóst er að bankahrunið á Íslandi er 3ja stærsta bankahrunið fram til þessa. Fall helstu bankastofnana landsins á nokkrum dögum hafði og hefur enn gríðarleg áhrif á efnahagslífið allt, skuldastöðu ríkissjóðs, fyrirtækja og heimila. Áður en ég fer yfir nokkra þá þætti sem máli skipta í endurreisninni þá er rétt að fara yfir og minna á þá hvar við stóðum og hvert þjóðin stefndi fyrir hrun að öllu óbreyttu.Markaður réð sér sjálfur Á síðustu 20 árum hafði markaðshyggja búið um sig undir langri samfelldri stjórn Sjálfstæðisflokksins, félagshyggja vék fyrir frjálshyggju sem sótti í sig veðrið uppúr síðustu aldamótum. Einkavæðing á opinberri þjónustu færðist í aukana, fyrirtæki í grunnþjónustu seld og stefndi í enn frekari einkavæðingu m.a. innan heilbrigðisþjónustunnar og orkugeirans þegar skellurinn kom í veg fyrir þau áform. Skattar voru lækkaðir, þjónustugjöld sett á eða aukin til að auðvelda einkarekstur í opinberri þjónustu. Samið var um lægstu launataxta langt undir framfærslumörkum með þeim rökum að í raun í þyrfti enginn að vera á þeim töxtum þar sem góðærið væri svo mikið og hefðbundin kvennastörf sátu eftir í launakvarðanum þegar hrunið skall á. Birtingamynd frjálshyggjunnar er misrétti og ójöfnuður meðal íbúa og landa. Hér varð gríðarleg hröð umbylting á allri samfélagsgerð á innan við áratug. Ný ofurlaunastétt varð til með því að komast yfir fjarmálastofnanir og spila með þær eins og þeir ættu sjálfir bankareikninga. Laun og arðgreiðslur stjórnenda stærstu fyrirtækja og fjármálastofnana voru komnar út fyrir allan ramma hér á landi og þó víða væri leitað. Pólitískar áherslur og þar með lagaumhverfi og regluverk ýtti undir þessa þróun. Eftirlit hins opinbera átti að vera sem minnst, markaðurinn réð sér sjálfur - ofþanið bankakerfi náði að verða 10 föld öll framleiðsla landsins. Þensluhvetjandi hagstjórn Á síðasta áratug voru einnig teknar afdrifaríkar þensluhvetjandi pólitískar ákvarðanir sem ollu enn frekari álagi á þjóðarbúskapinn eftir hrun . Ber þar hæst ákvörðun um „stærstu byggðaaðgerð" Íslandssögunnar Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðarfirði og ofþenslu á húsnæðismarkaði keyrð af 100% lánum Íbúðalánasjóðs. Bankarnir hvöttu almenning til fjárfestinga með gylliboðum í gengisbundnum lánum. Ég tel víst að mörgum þyki ástæðulaust að hafa þennan formála, en því miður er sú ekki raunin því það er deginum skýrara að forysta Sjálfstæðisflokksins reynir að tengja fall bankanna til alþjóðlegrar fjármálakreppu. Flokkurinn reynir að aftengja eða afneita öðrum þáttum s.s. innleiðingu frjálshyggju-og markaðsstefnu flokksins á undanförnum áratug og hafði gert bönkum og fjármálastofnum kleift að starfa með þeim hætti sem rannsóknarskýrsla Alþingis greinir frá. Með þeim í för eru sterk hagsmunaöfl sem gera allt til að ná þeim völdum sem þeir áður höfðu. Fall stóru bankanna leiddi til neyðarlaga, gjaldeyrishafta og gengisfellingu krónunnar. Við hruninu var brugðist með blandaðri leið hækkunar skatta og niðurskurðar í opinberum rekstri og framkvæmdum, tímabundna frystingu launa og bóta almannatrygginga. Aðferðafræði ríkisstjórnarinnar við að ná fram aðlögun í ríkisfjármálum var að reyna forgangsraða í þágu velferðar en skera meira niður í rekstri og stofnkostnaði. Þetta tel ég að hafi hafa tekist betur en hægt var að vona í ársbyrjun 2009 þegar kallað var eftir að ríkisstjórnin lýsti landið gjaldþrota. Um árangur í ríkisbúskapnum vitna ýmsar úttektir sem og fjárlagafrumvarpið auk skýrslu um áætlun í ríkisfjármálum 2012-15 en það stefnir í að ríkissjóður verði hallalaus. Reiði, vantrú og von Við stöndum á tímamótum, hálfu kjörtímabili er lokið og verstu erfiðleikarnir eru senn að baki. Hrunið olli miklu meira en fjárhaglegu tjóni, það skildi eftir reiði, vantrú á stjórnvöld og síðast en ekki síst áfall fyrir þá sem höfðu haft óbilandi trú á markaðslausnum til að halda uppi opinberri þjónustu. Mikil vinna hefur því farið í að byggja aftur upp traust og ímynd þjóðar í neyð. Rannsóknarskýrsla Alþingis, þingmannanefnd Alþingis og stjórnlagaráð hafa skilað sínum skýrslum og tillögum til úrbóta sem þegar er farið að vinna eftir eða eru í undirbúningi. Efnahagskreppa vofir yfir Evrópu og öðrum heimsálfum en hún er helsta ógn endurreisnar efnahagslífsins á Íslandi. Stórfelld skuldasöfnum ýmissa landa er ekki einangraður vandi viðkomandi lands eins og viðbúnaður ESB landa sýnir þessa dagana. Sjálfbærni í ríkisfjármálum og þjóðabúskapnum öllum er nauðsynlegur og það markmið sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa sett sér að ná 2014. Skuldasöfnum ríkissjóðs er ekki valkostur að okkar mati, vaxtagreiðslur svo nemi hundrað eða hundruðum milljörðum króna á ári eru blóðpeningar sem velt væri yfir á komandi kynslóðir en eru betur nýttir til uppbyggingar velferðaþjónustunnar og lífskjarajöfnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrunafmæli Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Að öllum líkindum hefur engin ríkisstjórn tekið við jafn erfiðu verkefni og sú sem nú situr og þó víðar væri leitað. Efnahagshrunið var svo gríðarlegt að sérfræðingar í efnahagsmálum eiga erfitt með að sjá fyrir sér eða skynja umfangið. En myndin skýrist eilítið þegar ljóst er að bankahrunið á Íslandi er 3ja stærsta bankahrunið fram til þessa. Fall helstu bankastofnana landsins á nokkrum dögum hafði og hefur enn gríðarleg áhrif á efnahagslífið allt, skuldastöðu ríkissjóðs, fyrirtækja og heimila. Áður en ég fer yfir nokkra þá þætti sem máli skipta í endurreisninni þá er rétt að fara yfir og minna á þá hvar við stóðum og hvert þjóðin stefndi fyrir hrun að öllu óbreyttu.Markaður réð sér sjálfur Á síðustu 20 árum hafði markaðshyggja búið um sig undir langri samfelldri stjórn Sjálfstæðisflokksins, félagshyggja vék fyrir frjálshyggju sem sótti í sig veðrið uppúr síðustu aldamótum. Einkavæðing á opinberri þjónustu færðist í aukana, fyrirtæki í grunnþjónustu seld og stefndi í enn frekari einkavæðingu m.a. innan heilbrigðisþjónustunnar og orkugeirans þegar skellurinn kom í veg fyrir þau áform. Skattar voru lækkaðir, þjónustugjöld sett á eða aukin til að auðvelda einkarekstur í opinberri þjónustu. Samið var um lægstu launataxta langt undir framfærslumörkum með þeim rökum að í raun í þyrfti enginn að vera á þeim töxtum þar sem góðærið væri svo mikið og hefðbundin kvennastörf sátu eftir í launakvarðanum þegar hrunið skall á. Birtingamynd frjálshyggjunnar er misrétti og ójöfnuður meðal íbúa og landa. Hér varð gríðarleg hröð umbylting á allri samfélagsgerð á innan við áratug. Ný ofurlaunastétt varð til með því að komast yfir fjarmálastofnanir og spila með þær eins og þeir ættu sjálfir bankareikninga. Laun og arðgreiðslur stjórnenda stærstu fyrirtækja og fjármálastofnana voru komnar út fyrir allan ramma hér á landi og þó víða væri leitað. Pólitískar áherslur og þar með lagaumhverfi og regluverk ýtti undir þessa þróun. Eftirlit hins opinbera átti að vera sem minnst, markaðurinn réð sér sjálfur - ofþanið bankakerfi náði að verða 10 föld öll framleiðsla landsins. Þensluhvetjandi hagstjórn Á síðasta áratug voru einnig teknar afdrifaríkar þensluhvetjandi pólitískar ákvarðanir sem ollu enn frekari álagi á þjóðarbúskapinn eftir hrun . Ber þar hæst ákvörðun um „stærstu byggðaaðgerð" Íslandssögunnar Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðarfirði og ofþenslu á húsnæðismarkaði keyrð af 100% lánum Íbúðalánasjóðs. Bankarnir hvöttu almenning til fjárfestinga með gylliboðum í gengisbundnum lánum. Ég tel víst að mörgum þyki ástæðulaust að hafa þennan formála, en því miður er sú ekki raunin því það er deginum skýrara að forysta Sjálfstæðisflokksins reynir að tengja fall bankanna til alþjóðlegrar fjármálakreppu. Flokkurinn reynir að aftengja eða afneita öðrum þáttum s.s. innleiðingu frjálshyggju-og markaðsstefnu flokksins á undanförnum áratug og hafði gert bönkum og fjármálastofnum kleift að starfa með þeim hætti sem rannsóknarskýrsla Alþingis greinir frá. Með þeim í för eru sterk hagsmunaöfl sem gera allt til að ná þeim völdum sem þeir áður höfðu. Fall stóru bankanna leiddi til neyðarlaga, gjaldeyrishafta og gengisfellingu krónunnar. Við hruninu var brugðist með blandaðri leið hækkunar skatta og niðurskurðar í opinberum rekstri og framkvæmdum, tímabundna frystingu launa og bóta almannatrygginga. Aðferðafræði ríkisstjórnarinnar við að ná fram aðlögun í ríkisfjármálum var að reyna forgangsraða í þágu velferðar en skera meira niður í rekstri og stofnkostnaði. Þetta tel ég að hafi hafa tekist betur en hægt var að vona í ársbyrjun 2009 þegar kallað var eftir að ríkisstjórnin lýsti landið gjaldþrota. Um árangur í ríkisbúskapnum vitna ýmsar úttektir sem og fjárlagafrumvarpið auk skýrslu um áætlun í ríkisfjármálum 2012-15 en það stefnir í að ríkissjóður verði hallalaus. Reiði, vantrú og von Við stöndum á tímamótum, hálfu kjörtímabili er lokið og verstu erfiðleikarnir eru senn að baki. Hrunið olli miklu meira en fjárhaglegu tjóni, það skildi eftir reiði, vantrú á stjórnvöld og síðast en ekki síst áfall fyrir þá sem höfðu haft óbilandi trú á markaðslausnum til að halda uppi opinberri þjónustu. Mikil vinna hefur því farið í að byggja aftur upp traust og ímynd þjóðar í neyð. Rannsóknarskýrsla Alþingis, þingmannanefnd Alþingis og stjórnlagaráð hafa skilað sínum skýrslum og tillögum til úrbóta sem þegar er farið að vinna eftir eða eru í undirbúningi. Efnahagskreppa vofir yfir Evrópu og öðrum heimsálfum en hún er helsta ógn endurreisnar efnahagslífsins á Íslandi. Stórfelld skuldasöfnum ýmissa landa er ekki einangraður vandi viðkomandi lands eins og viðbúnaður ESB landa sýnir þessa dagana. Sjálfbærni í ríkisfjármálum og þjóðabúskapnum öllum er nauðsynlegur og það markmið sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa sett sér að ná 2014. Skuldasöfnum ríkissjóðs er ekki valkostur að okkar mati, vaxtagreiðslur svo nemi hundrað eða hundruðum milljörðum króna á ári eru blóðpeningar sem velt væri yfir á komandi kynslóðir en eru betur nýttir til uppbyggingar velferðaþjónustunnar og lífskjarajöfnunar.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun