Fótbolti

Ólafur skilur við landsliðið 19 sætum neðar en þegar hann tók við því

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Jóhannesson og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.
Ólafur Jóhannesson og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Mynd/Anton
Íslenska karlalandsliðið lækkaði um tvö sæti á Styrkleikalista FIFA sem var gefinn út í morgun. Íslenska liðið er í 108. sæti listans en missti þjóðir eins og Gvatemala, Súrinam, Sýrland og Haíti upp fyrir sig að þessu sinni.

Ólafur Jóhannesson, fráfarandi landsliðsþjálfari, skilur þar með við liðið 19 sætum neðar en þegar hann tók við liðinu í nóvember 2007 (89. sæti).

Það vekur athygli að Kýpurmenn, sem enduðu í neðsta sætinu í okkar riðli, hrynja niður um 34 sæti á listanum og eru nú aðeins í 120. sæti. Færeyingar eru nú í 122. sæti eða fjórtán sætum neðar en Ísland.

Spánn, Holland, Þýskaland og Úrúgvæ halda velli í fjórum efstu sætum listans en Brasilíumenn eru komnir upp í fimmta sætið. Englendingar komust upp í sjöunda sæti á listanum og þá er Wales inn á topp fimmtíu í fyrsta sinn í átta ár.

Portúgalir duttu hinsvegar niður um þrjú sæti og niður í 8. sæti á sama tíma og Danir fóru upp um sjö sæti og alla leið upp að hlið Argentínu í 10.sætinu. Svíar hækkuðu sig líka um ellefu sæti og eru nú í 14.sætinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×